87 prósent orkunnar seld til stórnotenda

Verð á kísilmálmi hækkaði um 450 prósent í fyrra miðað við árið 2020. Álverð hækkaði líka eftir að það versta í heimsfaraldrinum var yfirstaðið. Þetta er m.a. ástæða fyrir því að stóriðjan á Íslandi varð orkufrekari í fyrra.

Kárahnjúkavirkjun er langstærsta virkjun á Íslandi.
Kárahnjúkavirkjun er langstærsta virkjun á Íslandi.
Auglýsing

Nýir raf­orku­samn­ing­ar, hækkun á afurða­verði og aukin eft­ir­spurn á mörk­uðum gerðu það að verkum að orku­sala hjá Lands­virkjun jókst í fyrra miðað við árið 2020. Á síð­asta ári var salan um 14 ter­awatt­stund­ir, og þar af keyptu við­skipta­vinir á stórnot­enda­mark­aði, málm­bræðslur og gagna­ver, um 87 pró­sent eða um 12,2 ter­awatt­stund­ir. Stærsti hluti orku­sölu var til við­skipta­vina í áliðn­aði.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í árs­skýrslu Lands­virkj­unar sem kom út í lok síð­ustu viku. Um 1.750 megawött (MW) þarf til að fram­leiða 14 TWst af raf­orku á ári. Um það bil 1.525 MW þarf því til að fram­leiða þá orku sem stórnot­endur keyptu af Lands­virkjun í fyrra.

Kára­hnjúka­virkj­un, langstærsta virkjun lands­ins, er 690 MW að upp­settu afli og getur unnið um 4,8 TWst á ári. Til að setja þetta í sam­hengi þá þurfti að nýta því sem nemur öllu upp­settu afli Kára­hnjúka­virkj­un­ar, Blöndu­virkj­un­ar, Búð­ar­háls­virkj­un­ar, Búr­fells­virkj­un­ar, Búr­fells II og Hraun­eyja­foss­virkj­unar til að anna orku­kaupum stórnot­enda Lands­virkj­unar í fyrra.

Auglýsing

Heild­ar­fram­leiðsla raf­orku allra afl­stöðva orku­fyr­ir­tækj­anna á Íslandi hefur und­an­farið verið um 20 TWst á ári. Um 2.500 MW vél­ar­afl er nýtt til fram­leiðsl­unn­ar. Íslenski raf­orku­mark­að­ur­inn skipt­ist í tvo aðskilda und­ir­mark­aði – almennan markað og stórnot­enda­mark­að. Stórnot­endur nota um 80 pró­sent af raf­orkunni á Íslandi, önnur fyr­ir­tæki um 15 pró­sent og heim­ili um 5 pró­sent.

Árið 2020 var mjög sér­stakt að mörgu leyti í efna­hags­legu til­liti. Far­aldur COVID-19 lit­aði alla anga sam­fé­lags­ins, eft­ir­spurn eftir þjón­ustu jókst en minnk­aði eftir vör­um. En í fyrra breytt­ist allt og það nokkuð hratt. Við­snún­ingur varð á erlendum mörk­uðum og ál- og kís­il­verð hækk­aði skarpt eftir að hafa náð sögu­legu lág­marki árið 2020. Margir sam­verk­andi þættir höfðu áhrif á hækk­andi orku- og afurða­verð, segir í árs­skýrslu Lands­virkj­un­ar. Efna­hags­lífið tók við sér, eft­ir­spurn jókst hratt og neyt­endur færðu sig fljótt yfir í kaup á vörum í stað þjón­ustu.

Þróun ál- og kísilverðs. Mynd: Landsvirkjun

Fram­boð á áli og kís­il­málmi var minna í fyrra en vænta mátti, af ýmsum orsök­um. „Þar má fyrst nefna áhrif Kína, en stefna Kín­verja í umhverf­is­málum felur í sér að draga bæði úr raf­orku­notkun og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda,“ segir í skýrslu Lands­virkj­un­ar. Settar voru tak­mark­anir á raf­orku­notkun og bæði ál- og kís­ilfram­leið­endur fengu fyr­ir­mæli um að draga úr fram­leiðslu.

Kís­il­verð hækk­aði um 200 pró­sent á tveimur mán­uðum

Munur á lægsta álverði 2020 og hæsta verði 2021 var um 120 pró­sent, en með­al­talið var 43 pró­sent hærra. Í lok árs­ins var álverð í kringum 2.600 doll­arar á tonn­ið. Til sam­an­burðar er með­al­verð síð­ustu tíu ára um 1.900 doll­arar á tonn­ið. Hækkun á verði kís­il­málms milli ára nemur að sögn Lands­virkj­unar um 450 pró­sentum og þar af hækk­aði það yfir 200 pró­sent á ein­ungis tveimur mán­uð­um, frá sept­em­ber og út októ­ber 2021.

Lands­virkjun segir raf­orku­verð til stórnot­enda á Íslandi aldrei hafa verið hærra sem rekja má til hækk­andi afurða­verðs stórnot­enda og hækk­andi verðs á nor­ræna raf­orku­mark­aðnum Nord Pool. Árið 2020 var með­al­verð Lands­virkj­unar 21 doll­ari á mega­vatt­stund en 32,7 doll­arar á mega­vatt­stund fyrir árið 2021, sem gerir um 56 pró­sent hækkun milli ára.

Raf­orku­kerfið „því sem næst fullselt“

„Verð­mæti end­ur­nýj­an­legrar orku er að aukast og hefur þrýst­ingur frá allri virð­is­keðj­unni um lágt kolefn­is­spor mikil áhrif þar um. Einnig skiptir þetta sköpum í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar,“ segir Lands­virkjun og að þessi þróun sé stað­fest með auk­inni eft­ir­spurn. Íslenska raf­orku­kerfið sé nú „því sem næst fullselt“ og núver­andi við­skipta­vinir í ýmsum iðn­greinum vilji auka raf­orku­kaup sín. Einnig vilji nýjar teg­undir við­skipta­vina koma til Íslands, t.d. fram­leið­endur raf­elds­neytis eða ann­ars græns iðn­að­ar.

Fleiri tugir virkj­ana­hug­mynda

Orku­skipti, sem stjórn­völd hafa sett á odd­inn sem lausn til að draga úr losun og vinna gegn hinum mann­gerða lofts­lags­vanda, eru talin þurfa á bil­inu 4-24 TWst af orku á ári, eftir því hversu mikið inn­lent raf­elds­neyti verður fram­leitt hér á landi, hversu langt verður gengið í orku­skiptum í öllum sam­göngum og hversu miklum hag­vexti er reiknað með. Þetta er nið­ur­staða skýrsl­unnar Staða og áskor­anir í orku­málum sem unnin var af starfs­hópi er Guð­laugur Þór Þórð­ar­son umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra skip­aði í byrjun árs.

En hvaðan ætti öll þessi orka að koma?

Í núgild­andi ramma­á­ætl­un, sem sam­þykkt var á þingi 2013 og við­bætur gerðar á árið 2015, eru virkj­un­ar­kostir með sam­tals 1.151 MW að afli. Árleg orku­geta þeirra er um 9,2 TWst. Þessir kostir eru ýmist í jarð­varma eða vatns­afli og fæstir hafa nú þegar orðið að veru­leika. Má þar nefna fjölda jarð­hita­virkj­ana á Reykja­nesi og á Kröflu­svæði, vatns­afls­virkj­un­ina Hvamms­virkjun í neðri hluta Þjórsár að ógleymdri Hval­ár­virkjun í Árnes­hreppi. Orku­stofnun hefur aðeins gefið út virkj­un­ar­leyfi fyrir þrjá kosti í nýt­ing­ar­flokki gild­andi ramma­á­ætl­un­ar: Grá­hnúka á Heng­il­svæði, Hvera­hlíð á sama svæði og Þeista­reyki. Að þeim frá­töldum eru því í nýt­ing­ar­flokki sam­tals um 764 MW af áætl­uðu afli í tíu virkj­ana­kost­um.

Fyrir Alþingi liggur nú til­laga að flokkun virkj­ana­kosta á grunni 3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Þar eru til­lögur um átta nýja virkj­ana­kosti í nýt­ing­ar­flokk sem bæt­ast við þá sem eru þar fyr­ir. Þessir átta virkj­ana­kostir eru sam­tals með um 657 MW upp­setts afls. Árleg orku­geta er um 4,6 TWst.

Með sam­þykkt Alþingis á 3. áfanga, eins og hann er lagður fram, yrðu sam­tals 1.421 MW í nýt­ing­ar­flokki í 18 mögu­legum virkj­ana­kost­um. Um 80 virkj­un­ar­kostir til við­bótar eru í ferli verk­efn­is­stjórnar ramma­á­ætl­unar sem meta þarf og gera til­lögur að flokkun í nýt­ingu, bið eða vernd.

Stór­iðjan þarf meira

Fjöl­margar hug­myndir að vind­orku­verum hafa svo sprottið upp síð­ustu ár. Engin slík er í gild­andi ramma­á­ætl­un, einn er í nýt­ing­ar­flokki óaf­greiddu til­lög­unnar að þriðja áfanga – en margar liggja á borði verk­efn­is­stjórnar 5. áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Stjórn­völd hyggj­ast setja sér­lög um með­ferð slíkra kosta.

Sam­kvæmt raf­orku­spá orku­spár­nefndar er gert ráð fyrir að stórnot­end­ur, þ.e. málm­bræðslur og gagna­ver, noti rúm­lega 16 TWst af orku á þessu ári, 8,5 pró­sentum meira en árið 2020. Sam­kvæmt spánni mun orku­þörf heim­ila lands­ins aukast um þrjú pró­sent.

Skiptar skoð­anir eru um hvaða leiðir eigi að fara til að minnka áhrif lofts­lags­breyt­inga. Þær eru einnig skiptar þegar kemur að aðgerð­inni „orku­skipt­i“. Álita­efnin varða meðal ann­ars mis­mun­andi mat á því hve mikla raf­orku þurfi til orku­skipta í sam­göngum og til fullra orku­skipta, á hvaða land­svæðum hennar skuli aflað, og hvernig miðl­að, og loks með hvaða vinnslu­að­ferðum raf­orkunnar er afl­að.

Engar sjálf­stæðar grein­ingar

Land­vernd segir til að mynda að ef skýrsla starfs­hóps umhverf­is- og orku­mála­ráð­herra um stöðu og horfur í orku­málum verði grund­völlur ákvarð­ana­töku rík­is­stjórn­ar­innar sé „ljóst að nátt­úra Íslands á sér engan tals­mann í rík­is­stjórn­inn­i“. Sam­tökin telja að skýrslan gefi ekki skýra mynd af því sem henni var ætlað að sýna – og að ekki hafi verið til staðar grein­ingar eða gögn sem unnin voru af hlut­lausum aðilum um vænta orku­notkun til fram­tíð­ar. „Starfs­hóp­ur­inn vann ekki sjálf­stæðar grein­ingar heldur tók við grein­ingum orku­geirans og gerði þær að sín­um,“ sagði í til­kynn­ingu Land­vernd­ar.

Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Mynd: Anton Brink

Í skýrsl­unni sé í raun ekki tekið á stærsta álita­mál­inu sem teng­ist orku­vinnslu á Íslandi, sem sé sú eyði­legg­ing íslenskrar nátt­úru sem orku­vinnsl­unni fylg­ir. „Nátt­úra lands­ins og víð­erni eru und­ir­staða stærstu útflutn­ings­greinar okk­ar, en er einnig gríð­ar­lega verð­mæt til úti­vistar, bættrar lýð­heilsu og auk­inna lífs­gæða. Nátt­úra Íslands hefur gildi í sjálfu sér og nátt­úru­vernd er einnig lofts­lags­að­gerð.“

Land­vernd segir enn­fremur að skýrslan taki ekki til margra raun­veru­lega orku­spar­andi aðgerða sem séu grund­völlur orku­skipta eins og til dæmis fjöl­breytts ferða­máta, fækk­unar flug­ferða og minnk­aðrar elds­neyt­is­notk­unar sjáv­ar­út­vegs­ins.

Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, hefur einnig gagn­rýnt umræð­una um hina miklu orku sem þurfi til orku­skipta. Hann sagði m.a. í aðsendri grein í des­em­ber að óselt raf­magn á síð­asta ári, miðað við fulla vinnslu­getu, hafi verið nóg til að knýja alla einka­bíla í land­inu. „Þannig að það vantar ekk­ert raf­magn á raf­bíla,” sagði hann. Á árs­fundi OR sem fram fór fyrir helgi sagði hann svo að mik­ill þrýst­ingur væri nú á að virkja meira en að það þætti honum ekki rétt­læt­an­legt á þessu stigi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar