Landvernd vill lest til Keflavíkurflugvallar

Mikil losun gróðurhúsalofttegunda á sér stað við ferðir fólks til og frá Keflavíkurflugvelli og „alvarlega ætti að skoða“ að koma á rafmagnslest á milli flugvallarins og Reykjavíkur, segir Landvernd.

Bílastæðafjöld við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Bílastæðafjöld við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Auglýsing

„Al­var­lega ætti að skoða að koma á raf­magns­lest frá Reykja­vík til Kefla­víkur sem myndi draga úr umferð einka­bíla og flug­rúta með til­heyr­andi beinni losun en einnig tölu­vert minna sliti á vegum sem einnig er upp­spretta los­unar og svifryks.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn Land­verndar um drög að stefnu og aðgerð­ar­á­ætlun um orku­skipti í flugi sem birt voru í Sam­ráðs­gátt stjórn­valda nýver­ið. Land­vernd bendir á að enn sé tals­vert í að orku­skipti verði í flugi og því beri að huga að öðrum aðgerðum þar til þar að kem­ur.

Auglýsing

„Það er löngu tíma­bært, og í raun skammar­legt, að Isa­via hafi ekki tryggt Strætó gott aðgengi að flug­vall­ar­stæð­in­u,“ segir enn­fremur í grein­ar­gerð­inni og er þar vísað í grein­ar­gerð stefnu­drag­anna þar sem segir að mik­il­vægt sé að sam­göngur til og frá flug­velli fylgi þeim orku­skiptum sem stefnt er að í flugi. Skil­greina skuli reglur um vist­vænar sam­göngur til og frá flug­velli sem miða að því að ein­ungis vist­vænum öku­tækjum sé heim­ill aðgangur á nær­svæði flug­stöðv­ar­innar á Kefla­vík­ur­flug­velli. Við vinnu væri hægt að horfa til dæmi erlendis frá, s.s. Nor­egi. „Meðal þess sem skoða mætti er að opna á aðgengi fyrir umhverf­is­væna stræt­is­vagna að flug­stöð­inn­i.“

Hagn­að­ar­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi?

Land­vernd bendir á að í þeim löndum sem við berum okkur saman við er lögð áhersla á góðar almenn­ings­sam­göngur til og frá flug­völl­um. „Hér á landi virð­ist meiri áhersla vera lögð á að gæta hags­muna einka­fyr­ir­tækja með hagn­að­ar­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi. Að mati Land­verndar ætti að skoða þennan þátt los­unar tengdu flugi mun bet­ur.“

Í febr­úar 2021 sam­þykkti Alþingi þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að skipa starfs­hóp sér­fræð­inga til að móta stefnu og aðgerð­ar­á­ætlun um orku­skipti í flugi á Íslandi.

Sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra skip­aði starfs­hóp­inn í apríl 2021 en hann var skip­aður full­trúum þriggja ráðu­neyta, sem og full­trúum Sam­göngu­stofu og Isa­via. Við vinnu starfs­hóps­ins voru haldnir fundir með helstu hags­muna­að­ilum í flugi hér á landi ásamt því sem rætt var við erlenda aðila.

Meðal þess sem lagt er til er að kanna mögu­leika á sam­starfi við fram­leið­endur nýrra flug­véla með það að mark­miði að Íslands verði vett­vangur próf­ana á nýrri tækni í flugi. Þá er einnig lagt til að unnið verði að því að allt inn­an­lands­flug veðri knúið með end­ur­nýj­an­legu elds­neyti fyrir árið 2040. Meðal ann­arra aðgerða er inn­viða­upp­bygg­ing fyrir end­ur­nýj­an­legt elds­neyti á flug­völl­um, orku­sparn­aður í loftým­is­stjórnun og að átaks­verk­efni verði skil­greint innan Orku­sjóðs sem teng­ist orku­skiptum í flugi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent