Ekki réttlætanlegt að virkja meira á þessu stigi

„Ætlum við að ráðast inn á óvirkjuð svæði, bæði háhitasvæði og önnur, svo ég tali nú ekki um vindinn, þar sem aðallega Norðmenn vilja reisa vindorkuver á hverjum hóli?“ spyr Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar.

BJarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, á ársfundinum í síðustu viku.
BJarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, á ársfundinum í síðustu viku.
Auglýsing

„Það er mik­ill þrýst­ingur núna á að virkja meira. Það finnst mér ekki rétt­læt­an­legt á þessu stigi. Við verðum að horfa til þess að vatns­árið í ár var óvenju slæmt. Í venju­legu vatns­ári væri eng­inn raf­magns­skort­ur.“

Þetta sagði Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, á árs­fundi fyr­ir­tæk­is­ins í lok síð­ustu viku. Bjarni sker sig nokkuð úr hvað þetta varðar miðað við for­stjóra ann­arra íslenskra orku­fyr­ir­tækja. Hann hefur til að mynda sagt að ekki þurfi að virkja sér­stak­lega til raf­bíla­væð­ing­ar.

Auglýsing

Á fund­in­um, sem var hald­inn í gömlu raf­stöð­inni í Elliða­ár­dal, sagð­ist hann vilja horfa til allra átta. „Ís­land býr við hlunn­indi af þrennum toga, ef við getum sagt sem svo, frá nátt­úr­unnar hend­i,“ útskýrði hann. „Það er fisk­ur­inn í sjón­um, og hann er eign þjóð­ar­innar þó að arð­ur­inn renni kannski í örfáa vasa, en það er annað mál. Síðan er það orka lands­ins, það eru fall­vötn­in, það er jarð­hit­inn. Og núna vind­ur­inn. Síðan er það landið sjálft, nátt­úran og ásýnd.“

Benti hann svo á að fyrir heims­far­ald­ur­inn hafi komið meiri erlendar tekjur af því að sýna útlend­ingum landið heldur en af nokkrum öðrum atvinnu­vegi. „Og ætlum við að ráð­ast inn á óvirkjuð svæði, bæði háhita­svæði og önn­ur, svo ég tali nú ekki um vind­inn, þar sem aðal­lega Norð­menn vilja reisa vind­orku­ver á hverjum hóli? Ætlum við að gera það og höggva þá fót­inn undan okkur hvað varðar nátt­úr­una og ásýnd­ina sem við erum að selja?“

Mik­il­vægt væri að finna jafn­vægi milli þess­ara þátta.

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.

Halla Hrund Loga­dóttir orku­mála­stjóri sagði að í auð­linda­nýt­ingu þyrfti alltaf að horfa á hóf­semi og fram­sýni. Að reyna að horfa á að fá sem mest fyrir sem minnst. „Og í orku­geir­anum erum við auð­vitað að vinna innan auð­linda­um­hverf­is,“ sagði hún. „Við erum með nátt­úr­una sem skiptir miklu máli varð­andi lofts­lags­mál­in. Hún vex í virði á tímum lofts­lags­mála. Síðan erum við með orku­málin og þar er heldur betur líka vöxtur í virð­i.“ Ná þurfi sem mestum árangri hvað báðar þessar auð­lindir varð­ar.

Orku­skipti, sem stjórn­völd hafa sett á odd­inn sem lausn til að draga úr losun og vinna gegn hinum mann­gerða lofts­lags­vanda, eru talin þurfa á bil­inu 4-24 TWst af orku á ári, allt að 124 pró­sent meiri en nú er hér fram­leidd, allt eftir því hversu mikið inn­lent raf­elds­neyti verður fram­leitt hér á landi, hversu langt verður gengið í orku­skiptum í öllum sam­göngum og hversu miklum hag­vexti er reiknað með. Þetta er nið­ur­staða skýrsl­unnar Staða og áskor­anir í orku­málum sem unnin var af starfs­hópi er Guð­laugur Þór Þórð­ar­son umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra skip­aði í byrjun árs.

Langt frá mark­miðum

Fram­reikn­ingar Umhverf­is­stofn­unar á þróun í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fram til árs­ins 2040 gefa til kynna að losun á beinni ábyrgð Íslands muni drag­ast saman um 28 pró­sent fram til árs­ins 2030 miðað við 2005. Það væri ansi fjarri mark­miði rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem setti sér í stjórn­ar­sátt­mála sjálf­stætt mark­mið um að losun á ábyrgð Íslands drag­ist saman um 55 pró­sent fram til árs­ins 2030 miðað við 2005.

Næsti áfangi

„Nið­ur­stöð­urnar segja okkur að við þurfum að herða okkur í lofts­lag­málum ef við ætlum að standa við lofts­lags­mark­mið­in,“ sagði Guð­laugur Þór í gær, er þessir útreikn­ingar voru kynnt­ir. Hann sagði Ísland á eftir mörgum þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. „Við þurfum að vinna hratt og við þurfum að vinna saman til að ná betri árangri. Það er alveg ljóst að nú er komið að næsta áfanga í veg­ferð­inni og þar þarf íslenskt atvinnu­líf og sveit­ar­fé­lög að stíga inn í aðgerð­ar­á­ætl­un­ina af fullum þunga, setja sér mark­mið og útbúa áætl­anir til að mark­mið okkar náist.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent