Reikna með 28 prósenta samdrætti í losun til 2030 – markmið ríkisstjórnarinnar 55 prósent

Umhverfisstofnun hefur framreiknað þróun í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands m.t.t. aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum og kemst að þeirri niðurstöðu að 55 prósenta samdráttarmarkmið ríkisstjórnarinnar sé ansi langt undan.

Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála.
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála.
Auglýsing

Fram­reikn­ingar Umhverf­is­stofn­unar á þróun í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fram til árs­ins 2040 gefa til kynna að losun á beinni ábyrgð Íslands muni drag­ast saman um 28 pró­sent fram til árs­ins 2030 miðað við 2005.

Það væri ansi fjarri mark­miði rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem setti sér í stjórn­ar­sátt­mála sjálf­stætt mark­mið um að losun á ábyrgð Íslands drag­ist saman um 55 pró­sent fram til árs­ins 2030 miðað við 2005.

Hins vegar væri þetta nærri því að ná þeim 29 pró­sent sam­drætti sem verið hefur hluti Íslands í sam­eig­in­legu 40 pró­senta sam­drátt­ar­mark­miði Íslands, Nor­egs og Evr­ópu­sam­bands­ins vegna Par­ís­ar­sátt­mál­ans.

Búið er að herða það mark­mið upp í sam­eig­in­leg 55 pró­sent fyrir all­nokkru – og enn verið að semja um hver hlutur Íslands innan sam­eig­in­lega mark­miðs­ins verð­ur, en það verður eitt­hvað lægra en 55 pró­sent.

Fram­reikn­aður sam­dráttur gæti auk­ist með skýr­ari mynd af aðgerðum

Upp­lýs­ingar um fram­reikn­ing­ana koma fram í til­kynn­ingu sem Umhverf­is­stofnun birti á vef sínum í dag, en fram­reikn­ingar má segja að séu rök­studd spá um þróun kom­andi ára, að gefnum ákveðnum for­send­um.

Fram­reikn­ing­arnir byggja meðal ann­ars á spám um þróun mann­fjölda, elds­neyt­is­notkun og verga land­fram­leiðslu og svo einnig á aðgerðum úr aðgerða­á­ætlun Íslands í lofts­lags­mál­um.

Auglýsing

Nið­ur­stöður Umhverf­is­stofn­unar taka þó aðeins til þeirra aðgerða sem unnt var að meta, en stofn­unin segir „lík­legt“ að þegar fleiri aðgerðir taki á sig skýr­ari mynd muni þær hafa þau áhrif að fram­reikn­aður sam­dráttur auk­ist.

Einnig segir í til­kynn­ingu stofn­un­ar­innar að áfram­hald­andi þróun aðferða­fræði við útreikn­ing­ana muni leiða til minni óvissu í nið­ur­stöð­um.

Þurfum að herða okkur á veg­ferð­inni, segir ráð­herra

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra telur þessar nið­ur­stöður „segja okkur að við þurfum að herða okkur í lofts­lag­málum ef við ætlum að standa við lofts­lags­mark­mið­in“ sam­kvæmt því sem haft er eftir honum í frétta­til­kynn­ingu frá ráðu­neyti hans, en þar segir hann einnig að Ísland sé „á eftir mörgum þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við“ og að „við þurfum að vinna hratt og við þurfum að vinna saman til að ná betri árangri“.

„Það er alveg ljóst að nú er komið að næsta áfanga í veg­ferð­inni og þar þarf íslenskt atvinnu­líf og sveit­ar­fé­lög að stíga inn í aðgerð­ar­á­ætl­un­ina af fullum þunga, setja sér mark­mið og útbúa áætl­anir til að mark­mið okkar náist,“ er einnig haft eftir ráð­herra.

Tals­verður sam­dráttur á milli 2019 og 2020

Nýlega er búið að taka saman los­un­ar­bók­hald Íslands fyrir árið 2020. End­an­legar nið­ur­stöður úr því eru þær að losun á beinni ábyrgð Íslands minnk­aði um rúm 5 pró­sent á milli ára og sam­drátt­ur­inn miðað við árið 2005 nam 13 pró­sent­um.

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn er stærsta skýr­ingin á sam­drætt­in­um, en mestu mun­aði um 13,1 pró­sent sam­drátt frá vega­sam­göngum frá fyrra ári. Vega­sam­göngur eru sem fyrr stærsti ein­staki þátt­ur­inn í þeirri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­valda, eða 30 pró­sent.

Umhverf­is­stofnun og fleiri stofn­anir standa fyrir ráð­stefn­unni Lofts­lags­deg­inum, sem fram fer í Hörpu á morg­un, 3. maí, þar sem m.a. verður farið ítar­lega yfir tölur Umhverf­is­stofn­unar um áætl­aða losun Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent