Reikna með 28 prósenta samdrætti í losun til 2030 – markmið ríkisstjórnarinnar 55 prósent

Umhverfisstofnun hefur framreiknað þróun í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands m.t.t. aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum og kemst að þeirri niðurstöðu að 55 prósenta samdráttarmarkmið ríkisstjórnarinnar sé ansi langt undan.

Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála.
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála.
Auglýsing

Fram­reikn­ingar Umhverf­is­stofn­unar á þróun í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fram til árs­ins 2040 gefa til kynna að losun á beinni ábyrgð Íslands muni drag­ast saman um 28 pró­sent fram til árs­ins 2030 miðað við 2005.

Það væri ansi fjarri mark­miði rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem setti sér í stjórn­ar­sátt­mála sjálf­stætt mark­mið um að losun á ábyrgð Íslands drag­ist saman um 55 pró­sent fram til árs­ins 2030 miðað við 2005.

Hins vegar væri þetta nærri því að ná þeim 29 pró­sent sam­drætti sem verið hefur hluti Íslands í sam­eig­in­legu 40 pró­senta sam­drátt­ar­mark­miði Íslands, Nor­egs og Evr­ópu­sam­bands­ins vegna Par­ís­ar­sátt­mál­ans.

Búið er að herða það mark­mið upp í sam­eig­in­leg 55 pró­sent fyrir all­nokkru – og enn verið að semja um hver hlutur Íslands innan sam­eig­in­lega mark­miðs­ins verð­ur, en það verður eitt­hvað lægra en 55 pró­sent.

Fram­reikn­aður sam­dráttur gæti auk­ist með skýr­ari mynd af aðgerðum

Upp­lýs­ingar um fram­reikn­ing­ana koma fram í til­kynn­ingu sem Umhverf­is­stofnun birti á vef sínum í dag, en fram­reikn­ingar má segja að séu rök­studd spá um þróun kom­andi ára, að gefnum ákveðnum for­send­um.

Fram­reikn­ing­arnir byggja meðal ann­ars á spám um þróun mann­fjölda, elds­neyt­is­notkun og verga land­fram­leiðslu og svo einnig á aðgerðum úr aðgerða­á­ætlun Íslands í lofts­lags­mál­um.

Auglýsing

Nið­ur­stöður Umhverf­is­stofn­unar taka þó aðeins til þeirra aðgerða sem unnt var að meta, en stofn­unin segir „lík­legt“ að þegar fleiri aðgerðir taki á sig skýr­ari mynd muni þær hafa þau áhrif að fram­reikn­aður sam­dráttur auk­ist.

Einnig segir í til­kynn­ingu stofn­un­ar­innar að áfram­hald­andi þróun aðferða­fræði við útreikn­ing­ana muni leiða til minni óvissu í nið­ur­stöð­um.

Þurfum að herða okkur á veg­ferð­inni, segir ráð­herra

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra telur þessar nið­ur­stöður „segja okkur að við þurfum að herða okkur í lofts­lag­málum ef við ætlum að standa við lofts­lags­mark­mið­in“ sam­kvæmt því sem haft er eftir honum í frétta­til­kynn­ingu frá ráðu­neyti hans, en þar segir hann einnig að Ísland sé „á eftir mörgum þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við“ og að „við þurfum að vinna hratt og við þurfum að vinna saman til að ná betri árangri“.

„Það er alveg ljóst að nú er komið að næsta áfanga í veg­ferð­inni og þar þarf íslenskt atvinnu­líf og sveit­ar­fé­lög að stíga inn í aðgerð­ar­á­ætl­un­ina af fullum þunga, setja sér mark­mið og útbúa áætl­anir til að mark­mið okkar náist,“ er einnig haft eftir ráð­herra.

Tals­verður sam­dráttur á milli 2019 og 2020

Nýlega er búið að taka saman los­un­ar­bók­hald Íslands fyrir árið 2020. End­an­legar nið­ur­stöður úr því eru þær að losun á beinni ábyrgð Íslands minnk­aði um rúm 5 pró­sent á milli ára og sam­drátt­ur­inn miðað við árið 2005 nam 13 pró­sent­um.

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn er stærsta skýr­ingin á sam­drætt­in­um, en mestu mun­aði um 13,1 pró­sent sam­drátt frá vega­sam­göngum frá fyrra ári. Vega­sam­göngur eru sem fyrr stærsti ein­staki þátt­ur­inn í þeirri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­valda, eða 30 pró­sent.

Umhverf­is­stofnun og fleiri stofn­anir standa fyrir ráð­stefn­unni Lofts­lags­deg­inum, sem fram fer í Hörpu á morg­un, 3. maí, þar sem m.a. verður farið ítar­lega yfir tölur Umhverf­is­stofn­unar um áætl­aða losun Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent