Forstjóri OR: Ill meðferð á fé og landi að virkja fyrir fiskimjölsverksmiðjur

Að halda því fram að „virkja þurfi ósköpin öll og virkja strax til að við eigum rafmagn á bílana okkar“ var jafn rangt á meðan þrengingar voru í efnahagslífinu vegna heimsfaraldurs og það er nú, segir forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

BJarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
BJarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Auglýsing

„Ekki er nóg að byggja nýja vatns­afls­virkjun eða reisa vind­myllur til að koma í veg fyrir skerð­ingu á raf­magni eða að olía sé notuð í fiski­mjöls­verk­smiðj­um. Raf­magns­vinnsla úr vatni eða vindi er sveiflu­kennd. Meðan við stýrum ekki veðr­inu verða sveiflur í afköstum vatns­afls­virkj­ana og vind­myllna.“

Þetta skrifar Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, í aðsendri grein sem birt­ist á Vísi í morgun. Til­efni grein­ar­innar er mikil umræða um orku­málin síð­ustu daga í kjöl­far þess að Lands­virkjun greip til þess að skerða afhend­ingu raf­magns til fiski­mjöls­verk­smiðja og fleiri stórnot­enda í sam­ræmi við skerð­an­lega samn­inga fyr­ir­tækj­anna.

Auglýsing

Bjarni bendir í grein sinni á að það verði „góð ár með mik­illi raf­orku­vinnslu og svo meg­urri ár þegar ofs­arok eða stafalogn halda aftur af vind­myllum og minna er um vatn“. Nú sé einmitt slíkt ár en vatns­rennsli til virkj­ana er nú minna en verið hefur um ára­tuga­skeið.

„Er raf­magns­skortur á Ísland­i?“ er fyr­ir­sögn greinar Bjarna og svarar hann svo spurn­ing­unni í upp­hafi henn­ar. „Stutta svarið er já.“ Ann­ars þyrfti ekki að skerða afhend­ingu á raf­magni til stórnot­enda. „Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkj­anir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær.“

80 pró­sent orkunnar til stór­iðju

Íslenska raf­orku­kerfið bygg­ist á vatns­afli að 70 pró­sentum en jarð­varm­inn sér okkur fyrir 30 pró­sent­um. „Við fram­leiðum mun meira raf­magn en nokkur önnur þjóð miðað við höfða­tölu,“ skrifar Bjarni og það sé „gæfa okkar að geta það án þess að menga and­rúms­loft­ið“.

Af því raf­magni sem við fram­leiðum fara 80 pró­sent til stór­iðju en ein­ungis 20 pró­sent til allra ann­arra þarfa sam­fé­lags­ins en þar með eru talin öll heim­ili í land­inu, allur léttur iðn­að­ur, fisk­iðn­aður og land­bún­að­ur, og nú einnig og í vax­andi mæli, raf­bíl­arnir okk­ar, skrifar Bjarni.

„Það hefur verið vitað frá því að fyrsta vatns­afls­virkj­unin var byggð að vatnsár eru mis­góð og sum ár eru svo léleg að við getum ekki full­nýtt virkj­an­irnar okk­ar,“ bendir hann enn­fremur á. Við þær aðstæður þurfi að skerða afhend­ingu á raf­magni til kaup­enda. Af þess­ari ástæðu eru heim­ildir til skerð­ingar á raf­magni í öllum raf­magns­sölu­samn­ingum við stór­iðju. „Stór­iðjan veit að hún getur ekki fram­leitt á fullum afköstum þegar lítið rennsli er til vatns­afls­virkj­ana enda fær hún raf­magnið á lægra verði en ella vegna þessa. Við færum illa með fé og illa með land og nátt­úru ef við virkj­uðum stór­fellt til þess að stór­iðjan þyrfti ekki að sæta skerð­ingu, sem hún hefur vel að merkja sjálf samið um af fúsum og frjálsum vilja við raf­orku­fram­leið­end­ur.“

Að auki bendir Bjarni á tak­mark­aða flutn­ings­getu raf­magns milli lands­hluta sem ekki bæti úr skák.

Bræðslur semja um ótryggt raf­magn

Fiski­mjöls­verk­smiðj­urnar eru í nokkuð annarri stöðu, heldur hann áfram. Þær hafi samið ein af annarri um kaup á svo köll­uðu ótryggu raf­magni eða afgangs­raf­magni til þess að knýja ofna sína í stað þess að brenna olíu. Verðið á ótryggðu raf­magni hafi til skamms tíma verið afar lágt, meðal ann­ars vegna þess að það er skerð­an­legt að fullu. „Nú stendur svo á að fiski­mjöls­verk­smiðjur verða senni­lega að brenna olíu á þeirri loðnu­ver­tíð sem framundan er og það er mjög baga­leg­t.“

Svo skrifar Bjarni: „Að sama skapi og ég nefndi áður með stór­iðj­una mætti vænt­an­lega kalla það illa með­ferð á fé og illa með­ferð á landi og nátt­úru ef við virkj­uðum enn frekar svo aldrei þyrfti að skerða afgangs­raf­magn til fiski­mjöls­verk­smiðja sem nýttar eru skamman tíma á ári, þau ár sem bræðslu­fiskur veiðist yfir höf­uð. Að þurfa að brenna olíu þegar raf­magnið þrýtur er afar slæmt og betri lausn er verð­ugt að finna.“

Vinnslu­geta raf­magns á Íslandi í fyrra var um 21 TWstund sam­kvæmt upp­lýs­ingum Orku­stofn­unar og er þá miðað við með­al­vatns­ár. Raf­magns­sala á því sama ári nam hins vegar 19,1 TWstund. „Raf­magnið í land­inu var því alls ekki upp­selt í fyrra,“ skrifar Bjarni en að síðan hafi eft­ir­spurn aukist, senni­lega um 1 TWst. Heild­ar­notkun á raf­magni árið 2021, ef ekki þyrfti að skerða afhend­ingu, væri því um 20,1 TWstund, sem færi að nálg­ast vinnslu­get­una. Það sem á vantar að vinnslu­get­unni sé náð væru þá um 0,9 TWstund­ir. „Það raf­magn eitt og sér myndi duga til að knýja svo til allan fólks­bíla­flota lands­manna en gert er ráð fyrir að hann verði kom­inn að fullu á raf­magn árið 2040.“

Bjarni bendir svo á, líkt og getið er í upp­hafi þessar frétt­ar, að ekki sé nóg að byggja nýjar virkj­anir og að á meðan við stýrum ekki veðr­inu verði sveiflur í afköstum vatns­afls­virkj­ana og vind­mylla.

Þjóðin ráði för

Vegna heims­far­ald­urs­ins leit á tíma­bili leit út fyrir að eitt álver­anna kynni að hætta starf­semi því samn­ingar náð­ust ekki um raf­orku­verð milli kaup­anda og selj­anda. „Samn­ingar tók­ust bless­un­ar­lega“, skrifar Bjarni, og álverið er nú í fullum rekstri. Af kís­il­ver­unum tveimur var annað lokað og hitt í erf­ið­leik­um. „Staðan er önnur og betri í dag en að halda því fram að virkja þurfi ósköpin öll og virkja strax til að við eigum raf­magn á bíl­ana okkar var jafn rangt þá og það er nú.“

Bjarni seg­ist telja rétt að þjóðin fari sér að engu óðs­lega í orku­mál­um. Mik­il­vægt sé að auka verð­mæti þeirrar raf­orku sem fram­leidd er hér nú þeg­ar. „Það verða byggðar fleiri virkj­anir á Íslandi en það er mik­il­vægt að hvat­inn til bygg­ingar þeirra sé skýr og gegn­sær og að umræða sé tekin um orku­kost­ina á þeim grunn­i,“ skrifar Bjarni.

„Þjóðin á að ráða hversu langt við göngum og hve hratt í að virkja þær orku­lindir sem nú eru óbeisl­að­ar. Ramma­á­ætlun hefur ekki dugað sem verk­færi til að leiða okkur á rétta slóð. Þar megum við gera bet­ur.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent