Landvernd segir „draumóra orkugeirans“ birtast í skýrslu starfshóps um orkumál

Landvernd segir að ef skýrsla um stöðu og horfur í orkumálum, sem kynnt var í gær, verði grundvöllur ákvarðanatöku ríkisstjórnarinnar í orkumálum næstu ára sé „ljóst að náttúra Íslands á sér engan talsmann í ríkisstjórninni“.

Auður Önnu Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar.
Auður Önnu Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar.
Auglýsing

Land­vernd segir að ef skýrsla um stöðu og horfur í orku­mál­um, sem kynnt var í gær, verði grund­völlur ákvarð­ana­töku rík­is­stjórn­ar­innar í orku­málum næstu ára sé „ljóst að nátt­úra Íslands á sér engan tals­mann í rík­is­stjórn­inn­i“. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­unum í dag, þar sem skýrslan er gagn­rýnd.

Land­vernd telur að skýrsla starfs­hóps­ins gefi ekki skýra mynd af því sem henni var ætlað að sýna – og að ekki hafi verið til staðar grein­ingar eða gögn sem unnin voru af hlut­lausum aðilum um vænta orku­notkun til fram­tíð­ar. „Starfs­hóp­ur­inn vann ekki sjálf­stæðar grein­ingar heldur tók við grein­ingum orku­geirans og gerði þær að sín­um,“ segir í til­kynn­ingu Land­vernd­ar.

Sam­tökin segja að í skýrsl­unni sé í raun ekki tekið á stærsta álita­mál­inu sem teng­ist orku­vinnslu á Íslandi, sem sé sú eyði­legg­ing íslenskrar nátt­úru sem orku­vinnsl­unni fylg­ir.

„Nátt­úra lands­ins og víð­erni eru und­ir­staða stærstu útflutn­ings­greinar okk­ar, en er einnig gríð­ar­lega verð­mæt til úti­vistar, bættrar lýð­heilsu og auk­inna lífs­gæða. Nátt­úra Íslands hefur gildi í sjálfu sér og nátt­úru­vernd er einnig lofts­lags­að­gerð,“ segir Land­vernd.

Í til­kynn­ingu Land­verndar er vísað til þess sem fram kemur í skýrsl­unni, að sátt verði að ríkja um orku­ver. „Það getur aldrei orðið ef ekki er hægt að treysta vinnu­brögð­unum og orku­geir­inn fær að stjórna umræð­unni, ákvarð­ana­töku og laga­setn­ingu. Þessi skýrsla er skýrt dæmi um ítök orku­geirans í þessu mik­il­væga hags­muna­máli þjóð­ar­inn­ar, hið sama gildir um nýleg lög um mat á umhverf­is­á­hrifum og tafir á afgreiðslu ramma­á­ætl­un­ar. Ef þessi skýrsla verður grund­völlur ákvarð­ana­töku rík­is­stjórn­ar­innar í orku­málum næstu ára er ljóst að nátt­úra Íslands á sér engan tals­mann í rík­is­stjórn­inn­i,“ segir í til­kynn­ingu sam­tak­anna.

Vilja grein­ingu á orku­þörf án aðkomu orku­geirans

Land­vernd hvetur í til­kynn­ingu sinni Guð­laug Þór Þórð­ars­son ráð­herra umhverf­is-, orku- og lofts­lags­mála til þess að að „láta gera grein­ingu á þörf fyrir frek­ari orku næstu ára með fag­leg sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi og án beinnar aðkomu orku­geirans“ og segja sam­tökin að við frek­ari orku­öflun verði að hafa í huga að nátt­úru­vernd og aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ingum verði að hald­ast í hend­ur.

Auglýsing

Sam­tökin benda á að stór­iðja notar tæp 80 pró­sent af þeirri raf­orku sem orku­ver á Íslandi fram­leiða í dag og að Ísland er langstærsti raf­orku­fram­leið­andi heims á íbúa og fram­leiði tvö­falt meiri orku á mann en landið sem næst kem­ur. „Orku­notkun Íslend­inga er því yfir­þyrm­andi og græn­bók­inni sem unnin var í miklum flýti virð­ist ætlað að ýta enn frekar undir það,“ segir í til­kynn­ingu Land­vernd­ar.

Ýmis­legt sem skorti

Land­vernd segir að það skorti ýmis­legt í skýrslu starfs­hóps­ins og að hún taki ekki til „margra raun­veru­lega orku­spar­andi aðgerða sem eru grund­völlur orku­skipta eins og til dæmis fjöl­breytts ferða­máta, fækk­unar flug­ferða og minnk­aðrar elds­neyt­is­notk­unar sjáv­ar­út­vegs­ins“ né heldur for­gangs­röð­unar á orku­not­end­ur.

„Í skýrsl­unni er ekki með full­nægj­andi hætti fjallað um verð­mæti óspilltrar nátt­úru sem er bæði efna­hags­legt og sam­fé­lags­legt – eða um gildi hennar á heims­vís­u,“ segir Land­vernd í til­kynn­ingu sinni og nefna einnig að ekk­ert sé vikið að því mik­il­væga sam­spili nátt­úru­verndar og lofts­lags­verndar sem alþjóð­legar stofn­anir og sam­tök hafi lagt æ meiri áherslu á.

Segja sam­tökin að það sem sé í húfi „ef draum­órar orku­geirans, sem birt­ast í skýrsl­unni, verða að veru­leika“ sé hægt að skoða á Nátt­úru­korti Land­verndar, vefsjá sem sýnir þá staði sem fyr­ir­hugað er að nýta til orku­fram­leiðslu eða raska á annan hátt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent