Samtök atvinnulífsins leggja til sameiningu HMS og Skipulagsstofnunar

Samtök atvinnulífsins segja að stjórnvöld hafi aðallega ýtt undir eftirspurn með aðgerðum sínum í húsnæðismálum á undanförnum árum. Nú þurfi að auka framboð – og til þess að það sé hægt að byggja hratt þurfi að einfalda regluverkið í byggingariðnaðinum.

Samtök atvinnulífsins segja að einfalda þurfi regluverk og skipulagsferla hér á landi til að hraða íbúðauppbyggingu.
Samtök atvinnulífsins segja að einfalda þurfi regluverk og skipulagsferla hér á landi til að hraða íbúðauppbyggingu.
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins segja, í glæru­kynn­ingu sem full­trúar hags­muna­sam­tak­anna kynntu fyrir fjár­laga­nefnd í morg­un, að sam­ein­ing Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) og Skipu­lags­stofn­unar myndi „ná fram bættu sam­starfi og auk­inni skil­virkn­i“. Styðj­ast mætti við nor­rænar fyr­ir­myndir í þessum efn­um.

„Sam­ein­ing HMS og Skipu­lags­stofn­unar væri í takti við þróun mála­flokks­ins nálægum lönd­um. Þar hafa öll mál­efni bygg­ing­ar- og mann­virkja­gerð­ar, frá skipu­lagi til upp­bygg­ing­ar, verið sett undir sama hatt innan stjórn­sýsl­unnar til að efla mála­flokk­inn. Í Sví­þjóð falla hús­næð­is-, mann­virkja- og skipu­lags­mál undir eina stofn­un, Boverket. Í Dan­mörku hafa öll þessi mál­efni verið sam­einuð undir nýja stofn­un, Bolig- og plan­styrel­se,“ segja SA í þess­ari glæru­kynn­ingu sinni til þing­nefnd­ar­inn­ar, þar sem farið er yfir er yfir til­lögur sam­tak­anna að lausnum við íbúða­skorti.

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: Skjáskot/RÚV

Stjórn­völd hafi aðal­lega ýtt undir eft­ir­spurn

Í glæru­kynn­ing­unni segir einnig að aðgerðir stjórn­valda á hús­næð­is­mark­aði, eins og sér­stök úttekt sér­eign­ar­sparn­aðar vegna COVID-19, Fyrsta fast­eign og hlut­deild­ar­lán, hafi fyrst og fremst ýtt undir eft­ir­spurn.

Rót vand­ans sé hins vegar fram­boðs­skortur á fast­eigna­mark­aði, sem verði leystur með því að auka fram­boð, á meðan að eft­ir­spurn­ar­hvetj­andi aðgerðir auki á vand­ann. SA segja að byggja þurfi meira, hraðar og á hag­kvæm­ari hátt svo það dragi úr hækkun hús­næð­is­verðs og jafn­vægi skap­ist á mark­aðn­um. Talið sé að byggja þurfi 27 þús­und íbúðir á land­inu fram til árs­ins 2030.

Útvistun bygg­inga­eft­ir­lits og ein­földun reglu­verks

Til­lög­urnar sem SA leggja fram til fjár­laga­nefndar í hús­næð­is­málum snúa margar að ein­földun reglu­verks­ins sem er utan um bygg­ing­ar­starf­semi hér­lend­is. Sam­tökin leggja meðal ann­ars til að lög­bundið ferli við breyt­ingar á deiliskipu­lagi verði stytt og fram­kvæmdin straum­línu­lög­uð. Þá verði skil­virkni aukin í skilum og yfir­ferð á hönn­un­ar­gögnum og tryggja að sam­ræmi milli bygg­ing­ar­full­trúa­emb­ætta sé til stað­ar.

Auglýsing

Einnig leggja sam­tökin til að minna eft­ir­lit verði með minni bygg­ing­ar­verk­efnum en þeim sem eru stærri, en ekki jafn­strangar eft­ir­lits­kröfur til allra nýbygg­inga eins og er í dag. Einnig leggja SA til að bygg­ing­ar­eft­ir­liti, sem er nú í höndum sveit­ar­fé­laga, verði hægt að útvista til fyr­ir­tækja sem sér­hæfi sig í því, líkt og hægt sé að gera í Nor­egi og Dan­mörku.

Kerf­is­breyt­inga þörf ef þétta eigi byggð­ina

Þá segja SA að tryggja verði að lóða­skortur hamli ekki íbúða­upp­bygg­ingu. Vísa sam­tökin til könn­unar á meðal félags­manna Sam­taka iðn­að­ar­ins og þess að 80 pró­sent þeirra telji skort á lóða­fram­boði koma í veg fyrir hag­kvæma hús­næð­is­upp­bygg­ingu og að hag­kvæmt hús­næði verði ekki byggt á þétt­ing­ar­reitum við óbreytt kerfi.

„Ef byggja á hag­kvæmt hús­næði á þétt­ing­ar­reitum þurfa mik­il­vægar kerf­is­breyt­ingar að eiga sér stað sem eru til þess fallnar að draga úr bygg­ing­ar­kostn­að­i,“ segir í glæru­kynn­ing­unni frá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent