Skyndibitakeðjur og drykkjarframleiðendur láta undan þrýstingi og skella í lás í Rússlandi

McDonalds, Coca-Cola og Starbucks eru á meðal bandarískra fyrirtækja sem hafa brugðist við gagnrýni um aðgerðarleysi og hætt allri starfsemi í Rússlandi. Á sama tíma bregst Pútín við efnahagsþvingunum með hækkun lífeyris og banni á sölu gjaldeyris.

Öllum 850 veitingastöðum McDonalds í Rússlandi hefur verið lokað, að minnsta kosti um sinn. Fyrsti staðurinn opnaði í Moskvu árið 1990.
Öllum 850 veitingastöðum McDonalds í Rússlandi hefur verið lokað, að minnsta kosti um sinn. Fyrsti staðurinn opnaði í Moskvu árið 1990.
Auglýsing

Birt­ing­ar­mynd efna­hags­þving­ana og refsi­að­gerða vegna inn­rásar Rússa í Úkra­ínu er ýmis kon­ar. Banda­rísk stór­fyr­ir­tæki hafa verið gagn­rýnd fyrir þögn sína og tregðu til að bregð­ast við inn­rásinni. McDon­alds, sem opn­aði fyrst í Rúss­landi fyrir þrjá­tíu árum, rauf þögn­ina í gær og til­kynnti að öllum 850 veit­inga­stöðum fyr­ir­tæk­is­ins í Rúss­landi yrði lokað tíma­bund­ið, einnig þeim sem starfa á sér­leyfi. Í til­kynn­ingu frá skyndi­bit­ar­is­anum segir að ekki sé hægt að horfa fram­hjá „þeim óþarfa þján­ingum sem íbúar í Úkra­ínu þurfi nú að búa við“.

Kaffi­húsa­keðjan og kaffi­fram­leið­and­inn Star­bucks fylgdi í kjöl­farið og til­kynnti um lokun 130 kaffi­húsa og stöðvun á inn­flutn­ingi á kaffi til lands­ins. Þá til­kynntu Coca-Cola og PepsiCo að drykkir þeirra yrðu teknir úr sölu í Rúss­landi. PepsiCo mun þó áfram halda áfram fram­leiðslu mjólk­ur­af­urða og þurr­mjólkur fyrir börn „að hluta til vegna mann­úð­ar­á­stæðna“ en einnig til að tryggja 60 þús­und starfs­mönnum áfram atvinnu.

Auglýsing

„Sam­fé­lög eru betri þegar McDon­alds er nærri“

Fyrsti veit­inga­staður McDon­alds var opn­aður á Pus­hk­in-­torgi í Moskvu árið 1990 og varð um leið eins konar tákn um vest­ræna menn­ingu fyrir rúss­nesku þjóð­inni. „Í 66 ár höfum við starfað í þeirri trú að sam­fé­lög eru betri þegar McDon­alds er nærri,“ segir Chris Kempczin­ski, fram­kvæmda­stjóri McDon­alds, í til­kynn­ingu. 62 þús­und manns starfa hjá McDon­alds í Rúss­landi og fyr­ir­tækið á í sam­starfi við hund­ruð rúss­neska birgja, að ógleymdum við­skipta­vin­un­um, sem skipta millj­ónum á hverjum degi. McDon­alds hyggst greiða starfs­fólki sínu í Rúss­landi áfram laun, rétt eins og í Úkra­ínu.

Boris Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseti, á McDonalds í Mosku 1993. Mynd: EPA

Fleiri skyndi­bita­keðjur hafa sleg­ist í hóp­inn, nú síð­ast KFC og Pizza Hut sem ætla að loka öllum veit­inga­stöðum sín­um, um þús­und tals­ins, í Rúss­landi og hætta öllum fjár­fest­ingum þar í landi.

Fjár­fest­ar, sem og sam­fé­lags­miðla­not­end­ur, hafa þrýst á fyr­ir­tæki að hætta starf­semi sinni í Rúss­landi. Skyndi­bita­keðjur hafa verið sér­stak­lega gagn­rýndar fyrir aðgerða­leysi og fyrir að láta tækni- og fjár­mála­fyr­ir­tæki líkt og App­le, Visa og Mastercard, sjá um refsi­að­gerð­ir. Kort­­ar­is­arnir Mastercard og Visa, auk greiðslu­­fyr­ir­tæk­is­ins Payp­al, hafa til að mynda lokað á allt pen­inga­flæði til og frá Rús­s­lands í gegnum sín kerfi. Einnig hefur fjöldi rús­s­­neskra banka verið úti­­lok­aður frá alþjóð­­lega greiðslu­mið­l­un­­ar­­kerf­inu SWIFT.

„Fyr­ir­tæki sem stunda við­skipti í Rúss­landi verða að íhuga af alvöru hvort það sé áhætt­unnar virð­i,“ segir Thomas P. DiNa­poli, for­maður stjórnar eins stærsta líf­eyr­is­sjóðs í New York, í sam­tali við New York Times. Seg­ist hann lof­sama fyr­ir­tækin sem hafa ákveðið að „stíga réttu skrefin og hætta starf­semi í Rúss­land­i“.

Hækkun elli­líf­eyris og bann við sölu á gjald­miðli

Ein leið Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta til að bregð­ast við efna­hags­þving­unum vegna stríðs­ins í Úkra­ínu er að heim­ila hækk­anir á eft­ir­launa­greiðslum. Pútín skrif­aði í gær undir lög þess efn­is.

Þá hefur hann einnig skrifað undir lög sem heim­ila ein­stak­lingum og litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum að fara fram á tíma­bundna greiðslu­stöðvun á lánum sín­um.

Virði rús­s­­nesku rúblunnar hefur verið í frjálsu falli og er nú minna en virði íslensku krón­unn­­ar, í fyrsta skipti í að minnsta kosti 16 ár. Rúss­nesk yfir­völd hafa brugð­ist við með því að setja miklar tak­mark­anir á sölu á gjald­miðli. Rúss­neski seðla­bank­inn til­kynnti í gær að Rússum er nú aðeins heim­ilt að taka út sem nemur 10 þús­und doll­urum í gjald­miðli. Tak­mark­an­irnar verða í gildi að minnsta kosti til 9. sept­em­ber.

„Við munum berj­ast þar til yfir lýk­ur“

Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði breska þingið í gær. Mynd: EPA

Þrettán dagar eru frá því að inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu hófst. Sam­ein­uðu þjóð­irnar áætla að um tvær millj­ónir hafi flúið Úkra­ínu. Nokkrar til­raunir hafa verið gerðar um tíma­bundin vopna­hlé á átaka­svæðum svo hægt sé að flytja almenna borg­ara á brott, með mis­jöfnum árangri.

Volodimír Sel­en­skí, for­seti Úkra­ínu, ávarp­aði neðri deild breska þings­ins frá Kænu­garði í gær. Um sögu­lega stund var að ræða, aldrei áður hefur leið­togi ríkis sem sætir inn­rás ávarpað breska þing­ið. Sel­en­skí vitn­aði bæði í Win­ston Churchill og William Shakespe­are í ræðu sinni. „Við munum berj­ast þar til yfir lýk­ur,“ sagði Sel­en­skí.

Sel­en­skí óskaði jafn­framt eftir auknum stuðn­ingi, meðal ann­ars með því að tryggja öryggi í loft­helgi Úkra­ínu og að skil­greina Rúss­land sem hryðju­verk­a­ríki.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent