Telur að Sýn geti selt innviði fyrir sex milljarða króna á þessu ári

Forstjóri Sýnar vill selja myndlyklakerfi félagsins og fastlínukerfi þess, sem sér um hluta af gagnaflutningum. Þeim sem leigja myndlykla af Sýn hefur fækkað um þriðjung á fjórum árum.

Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Auglýsing

Heiðar Guð­jóns­son, for­stjóri Sýn­ar, segir að fjar­skipta- og fjöl­miðla­fé­lagið stefni á að selja frek­ari inn­viði á þessu ári.  Sýn seldi óvirka far­síma­inn­viði sína í fyrra til banda­rísku fjár­­­fest­anna Digi­tal Bridge og hagn­að­­ur­inn af þeirri sölu var 6,5 millj­­arðar króna, en 2,5 millj­­arðar af þeirri upp­­hæð var bók­­færður í fyrra. 

Sölu­hagn­að­ur­inn af inn­við­unum gerði það að verkum að Sýn skil­aði hagn­aði á árinu 2021 í fyrsta sinn frá árinu 2018. Án ein­skipt­is­hagn­aðar af söl­unni hefði Sýn skilað tapi í fyrra.

Í við­tali við nýjasta tölu­blað Frjálsrar versl­unar segir Heiðar að verið sé að skoða að selja ýmsa aðra inn­viði á þessu ári. „Við erum að skoða að selja svo­kallað IPTV­kerfi, sem mynd­lykl­arnir okkar keyra á. Við höfum einnig tala um að selja hluta af gagna­flutn­ings­kerf­inu okk­ar, það er fast­línu­kerfið okk­ar, sem við rekum á um 800 stöðum í kringum land­ið.“

Var­færn­is­legt mat á sölu­hagn­aði á þessum innviðum sé um sex millj­arðar króna að sögn Heið­ar­s. 

Heiðar hefur áður boðað sölu á þessum innvið­um, í við­tali við Frétta­blaðið í maí í fyrra, en þar nefndi hann ekki sér­staka tölu yfir væntan sölu­hagn­að.

Þeim fækkar sem leigja mynd­lykil til að horfa á sjón­­varp

Fjöldi þeirra sem er með sjón­­­varp yfir IP-­­­net, sem er það sjón­­­varp sem miðlað er í gegnum ADSL- eða ljós­­­leið­­­ara­teng­ingar í mynd­lykla sem leigðir eru af fjar­­­skipta­­­fyr­ir­tækj­um, hefur fækkað umtals­vert á und­an­­­förnum árum sam­hliða því að streym­isveitur á borð við Net­fl­ix, Amazon Pri­me, Viaplay  og Dis­ney+ hófu inn­­­reið sína inn á íslenskan sjón­­­varps­­­mark­að. Hægt er að horfa á slíkar í gegnum öpp á sjón­­­varpi og öðrum tækjum án þess að mynd­lykil þurfi til. 

Auglýsing
Tvö fyr­ir­tæki bjóða upp á mynd­lykla til að horfa á sjón­­varp yfir IP-­­net, Sím­inn og Voda­fo­ne, sem er hluti af Sýn­ar­sam­stæð­unni. Um mitt ár 2017 voru 103.205 áskrif­endur að sjón­­varpi yfir IP-­­net. Í lok júní síð­­ast­lið­ins var sá fjöldi kom­inn niður í 88.289 og hafði þeim sem velja þá leið til að miðla sjón­­varpi fækkað um 14,5 pró­­sent á fjórum árum. Þetta má lesa út úr síð­ustu birtu töl­fræði­skýrslu Fjar­skipta­stofu.

Sím­inn, sem rekur sjón­­varps­­þjón­ust­una Sjón­­varp Sím­ans, hefur þó styrkt stöðu sína á þeim tíma og er nú með 64,3 pró­­sent mark­aðs­hlut­­deild í sjón­­varpi yfir IP-­­net. Það er rúm­­lega tíu pró­­sent­u­­stigum meiri hlut­­deild en fyr­ir­tækið var með fyrir fjórum árum. Að sama skapi hefur áskrif­endum þó ein­ungis fjölgað um 897 á tíma­bil­inu, eða um 1,6 pró­­sent. 

Það tap sem orðið hefur á mynd­lykla­á­­skrif­endum hefur því allt orðið hjá Voda­fo­ne, sem selur sjón­­varps­á­­skrift að Stöð 2 og hlið­­ar­­stöðvum henn­­ar. Um mitt ár 2017 var fjöldi áskrif­enda að mynd­lyklum Voda­fone 41.423 en í lok júní 2021 var sá fjöldi kom­inn niður í 31.524. Áskrif­endum hefur því fækkað um tæp­­lega tíu þús­und á fjórum árum, eða um tæp­­lega fjórð­ung. 

Við bæt­ist að Sýn keypti 365 miðla á árinu 2017, en síð­­­ar­­nefnd fyr­ir­tækið var með 5.914 áskrif­endur að sjón­­varpi yfir IP-­­net um mitt það ár. Þegar sá fjöldi er tekin með í reikn­ing­inn hefur áskrif­endum Voda­fone fækkað um þriðj­ung. Mark­aðs­hlut­­deild Voda­fone er nú 35,7 pró­­sent.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
Kjarninn 28. september 2022
Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Píratar vilja að Menntasjóður fái heimild til að fella niður námslánaskuldir
Menntasjóður námsmanna færði sex milljarða króna á afskriftarreikning í fyrra eftir lagabreytingu, en var undir milljarði króna árið áður. Meðalupphæð afborgana hækkaði um 46 þúsund krónur árið 2021 og var 266 þúsund krónur.
Kjarninn 28. september 2022
Eliud Kipchoge hefur hlaupið maraþon hraðast allra, á tveimur klukkustundum, einni mínútu og níu sekúndum.
37 ára heimsmethafi í maraþoni vill veita ungu fólki innblástur
Eliud Kipchoge, heimsmethafi í maraþoni, hljóp daglega í skólann sem barn í Kenía, þrjá kílómetra. Um helgina hljóp hann maraþon á tveimur klukkustundum, einni mínútu og níu sekúndum. Það er eins og að stilla hlaupabretti á 21. Í rúmar tvær klukkustundir.
Kjarninn 27. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent