Ljósleiðaraáskriftir komnar yfir 100 þúsund en leiga á myndlyklum dregst áfram saman

Þeim sem horfa á sjónvarp í gegnum myndlykla sem leigðir eru af fjarskiptafyrirtækjum hefur fækkað með innkomu streymiveitna á íslenska markaðinn. Alls hefur þeim fækkað um nálægt 15 þúsund frá 2017.

Neysla á afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Neysla á afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Auglýsing

Ljós­leið­ara­á­skriftir á Íslandi fóru í fyrsta sinn yfir eitt hund­rað þús­und á fyrri hluta árs­ins 2021. Þær voru alls 101.744 í lok júní síð­ast­lið­ins og hefur fjölgað um 21 þús­und á tveimur árum, eða 26 pró­sent. Alls eru 72 pró­sent allra inter­netteng­inga hér­lendis nú í gegnum ljós­leið­ar­a. 

Á sama tíma hefur ADS­L-teng­ingum fækkað umtals­vert og sú leið í inter­netteng­inum virð­ist á und­an­haldi. Frá miðju ári 2019 hefur þeim fækkað um næstum þriðj­ung og voru 38.311 um mitt ár 2021. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri töl­fræði skýrslu Fjar­skipta­stofu sem áður hét Póst- og fjar­­skipta­­stofn­un, um fjar­­skipta­­mark­að­inn sem sýnir stöð­una um mitt ár 2021.

Nova bætt mest við sig

Sím­inn er það fjar­skipta­fyr­ir­tæki sem er með mesta mark­aðs­hlut­deild á inter­net­mark­aði, eða 44,8 pró­sent. Fjöldi inter­net­við­skipta fyr­ir­tæk­is­ins dróst hins vegar saman milli ára um rúm­lega 2.500 manns og hlut­deildin minnk­aði um 2,4 pró­sentu­stig. 

Voda­fo­ne, sem til­heyrir Sýn-­sam­stæð­unni, hefur líka tapað við­skipta­vinum og mark­aðs­hlut­deild á und­an­förnum tveimur árum. Um mitt ár 2019 var mark­aðs­hlut­deild þess fyr­ir­tækis 32,1 pró­sent á inter­net­mark­aðnum en er nú 27,4 pró­sent. Alls hefur við­skipta­vinum Voda­fone fækkað um 5.637 á tveimur árum. 

Nova hefur bætt við sig á þessu tíma­bili og fjölgað áskrif­endum að inter­net­þjón­ustu hjá sér um 48 pró­sent frá miðju ári 2019. Þeir eru nú 22.133 og mark­aðs­hlut­deild fyr­ir­tæk­is­ins er 15,6 pró­sent. 

Auglýsing
Hringdu hefur líka styrkt stöðu sína á tíma­bil­inu og fjölgað áskrif­endum um fjórð­ung, í 13.143. Mark­aðs­hlut­deild þess fyr­ir­tækis var 9,3 pró­sent um mitt ár 2021. 

Aðrir leik­endur á mark­aðnum eru með 2,8 pró­sent mark­aðs­hlut­deild. 

Þeim fækkar sem leigja mynd­lykil til að horfa á sjón­varp

Fjöldi þeirra sem er með sjón­­varp yfir IP-­­net, sem er það sjón­­varp sem miðlað er í gegnum ADSL- eða ljós­­leið­­ara­teng­ingar í mynd­lykla sem leigðir eru af fjar­­skipta­­fyr­ir­tækj­um, hefur fækkað umtals­vert á und­an­­förnum árum sam­hliða því að streym­isveitur á borð við Net­fl­ix, Amazon Pri­me, Viaplay  og Dis­ney+ hófu inn­­reið sína inn á íslenskan sjón­­varps­­mark­að. Hægt er að horfa á slíkar í gegnum öpp á sjón­­varpi og öðrum tækjum án þess að mynd­lykil þurfi til. 

Tvö fyr­ir­tæki bjóða upp á mynd­lykla til að horfa á sjón­varp yfir IP-­net, Sím­inn og Voda­fo­ne, sem er hluti af Sýn­ar­sam­stæð­unni. Um mitt ár 2017 voru 103.205 áskrif­endur að sjón­varpi yfir IP-­net. Í lok júní síð­ast­lið­ins var sá fjöldi kom­inn niður í 88.289 og hafði þeim sem velja þá leið til að miðla sjón­varpi fækkað um 14,5 pró­sent á fjórum árum. 

Sím­inn, sem rekur sjón­varps­þjón­ust­una Sjón­varp Sím­ans, hefur þó styrkt stöðu sína á þeim tíma og er nú með 64,3 pró­sent mark­aðs­hlut­deild í sjón­varpi yfir IP-­net. Það er rúm­lega tíu pró­sentu­stigum meiri hlut­deild en fyr­ir­tækið var með fyrir fjórum árum. Að sama skapi hefur áskrif­endum þó ein­ungis fjölgað um 897 á tíma­bil­inu, eða um 1,6 pró­sent. 

Auglýsing
Það tap sem orðið hefur á mynd­lykla­á­skrif­endum hefur því allt orðið hjá Voda­fo­ne, sem selur sjón­varps­á­skrift að Stöð 2 og hlið­ar­stöðvum henn­ar. Um mitt ár 2017 var fjöldi áskrif­enda að mynd­lyklum Voda­fone 41.423 en í lok júní 2021 var sá fjöldi kom­inn niður í 31.524. Áskrif­endum hefur því fækkað um tæp­lega tíu þús­und á fjórum árum, eða um tæp­lega fjórð­ung. 

Við bæt­ist að Sýn keypti 365 miðla á árinu 2017, en síð­ar­nefnd fyr­ir­tækið var með 5.914 áskrif­endur að sjón­varpi yfir IP-­net um mitt það ár. Þegar sá fjöldi er tekin með í reikn­ing­inn hefur áskrif­endum Voda­fone fækkað um þriðj­ung. Mark­aðs­hlut­deild Voda­fone er nú 35,7 pró­sent. 

Sjón­varps­þjón­usta skilar 75 pró­sent af tekju­aukn­ingu

Í skýrslu Fjar­skipta­stofu er einnig fjallað um heild­ar­tekjur af fjar­skipta­starf­semi. Í þeirri sam­an­tekt kemur í ljós að þær hafa auk­ist umtals­vert á síð­ustu fjórum árum.

Á fyrri hluta árs­ins 2017 voru heild­ar­tekjur fyr­ir­tækja af fjar­skipta­starf­semi hér­lendis 27,5 millj­arðar króna. Þær voru 34,8 millj­arðar króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2021, eða 7,3 millj­örðum krónum meiri. 

Þar munar lang­mestu um auknar tekjur af sjón­varps­þjón­ustu. Þær voru 1,9 millj­arðar króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2017 en 7,4 millj­arðar króna á sama tíma­bili í ár. Því er 75 pró­sent af tekju­aukn­ing­unni til­kom­inn vegna nýrra tekna af sjón­varps­þjón­ustu. Vert er að taka fram að í milli­tíð­inni keypti Sýn fjölda ljós­vaka­miðla af 365 miðlum og Sím­inn hefur bætt veru­lega í þá þjón­ustu sem hann selur undir hatti Sjón­varps Sím­ans. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent