5G-væð­ingin hafin að fullu – Kortunum fjölgaði úr 119 í tólf þúsund á sex mánuðum

Fyrsti 5G sendirinn var tekinn í gagnið hérlendis árið 2019. Búist var við því að notkun á tækninni yrði nokkuð almenn hérlendis í fyrra, en af því varð ekki. Nú hefur það breyst hratt.

5g Mynd: www.123rf.com
Auglýsing

Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2021 fór fjöldi virkra 5G-síma­korta hér­lendis úr 119 í yfir tólf þús­und. Þau eru nú 2,5 pró­sent af öllum virkum síma­kortum hér­lend­is. Búast má við því að virkum 5G-kortum fjölgi hratt í nán­ustu fram­tíð og að virkum 4G kortum fækki sam­hliða þegar not­endur upp­færa sig í hrað­ari teng­ing­u. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri töl­fræði skýrslu Fjar­skipta­stofu sem áður hét Póst- og fjar­­skipta­­stofn­un, um fjar­­skipta­­mark­að­inn sem sýnir stöð­una um mitt ár 2021.

Um liðin ára­­mót voru 85 pró­­sent allra virkra síma­korta á far­síma­­neti 4G kort. Í lok júní árið 2014 voru 14,8 pró­­sent allra síma­korta þannig, en 4G-væð­ingin hófst af alvöru á Íslandi á því ári. 

4G teng­ingar innan far­síma­­nets­ins fela í sér tíu sinnum meiri hraða en 3G teng­ingar gera. Þær eru auk þess um þrisvar sinnum hrað­­ari en hröð­­ustu ADS­L-teng­ing­­ar. 

Auglýsing
Fyrsti 5G send­ir­inn var svo tek­inn í gagnið hér­­­lendis árið 2019 og í kjöl­farið hófust próf­­anir á slíkri þjón­ustum en með 5G fá not­endur að með­­al­tali tíu sinnum meiri hraða en með 4G. 

Stefnt var að því að notkun á 5G-kortum yrði nokkuð almenn á síð­­asta ári en af því varð ekki. Sú þróun er hins vegar komin á fullt nú og búast má við því að breyt­ist í nán­­ustu fram­­tíð þar sem öll stærstu fjar­­skipta­­fyr­ir­tækin á Íslandi ætla sér í öfl­­uga upp­­­bygg­ingu á 5G-­­þjón­­ustu á næstu árum.

Gagna­magns­notkun jókst um 31 pró­sent milli ára

Fyrir rúmum ára­tug, nánar til­­­tekið 2009, voru ekki margir sem not­uðu snjall­tæki tengt við far­síma­­net sem helstu leið sína til að nálg­­ast afþr­ey­ingu og frétt­­ir. Það ár not­uðu íslenskir far­síma­not­endur alls 243 þús­und gíga­bæti af gagna­­magni á far­síma­­netum fjar­­skipta­­fyr­ir­tækj­anna. 

Á þessum tíma var snjall­síma­væð­ingin enn stutt á veg komin – fyrsta iPho­ne-inn var kynntur til leiks sum­­­arið 2007 – og enn tvö ár í að spjald­­tölvur voru útnefndar sem jóla­­gjöf árs­ins af Rann­­sókn­­ar­­setri versl­un­­ar­inn­­ar. 

Síðan þá hefur gagna­magns­notk­unin hins vegar auk­ist skarpt. Raunar er það svo að á ell­efu árum hafði hún 337fald­ast.

Þessi þróun heldur áfram sam­hliða því að fleiri fær­ast yfir í 5G. Á fyrri hluta árs 2021 not­uðu íslenskir far­síma­not­endur 48,1 milljón gíga­bæti, sem er 31 pró­sent meira en þeir gerði á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2020 og 102 pró­sent meira en þeir gerðu á sama tíma­bili árið 2019. 

Nova enn með sterk­ustu stöð­una

Mest var not­k­unin á meðal við­­skipta­vina Nova var með 62,7 pró­­sent mark­aðs­hlut­­deild á gagna­magns­mark­aði á far­síma­­neti á fyrri hluta árs­ins 2021. Við­­skipta­vinir Sím­ans not­uðu 23,8 pró­­sent af gagna­magn­inu og þeir sem eru með í við­­skiptum við Voda­fo­ne, sem til­­heyrir Sýn-­­sam­­stæð­unni, nýttu 11,4 pró­­sent. Aðrir minni leik­endur voru svo með 3,6 pró­­sent af mark­aðnum sam­tals.

Auglýsing
Frá miðju ári í fyrra hefur þró­unin verið sú að Nova hefur misst um tvö pró­sentu­stig af mark­aðs­hlut­deild, Sím­inn og Voda­fone bætt lít­il­lega við sig og aðrir þátt­tak­endur stækkað mark­aðs­hlut­deild sína um eitt pró­sentu­stig. 

Þetta er við­snún­ingur frá þróun und­an­far­inna ára. Þá var Nova að bæta við sig mark­aðs­hlut­­deild á kostnað helstu tveggja sam­keppn­is­að­ila sinna. 

Það þarf þó að taka fram að þar er um að ræða þá notkun sem fer fram í gegnum far­síma­­net­ið, ekki þá sem nýtt er með teng­ingu við beini (WiFi), en margir far­símar tengj­­ast slíkum beini heima hjá not­anda og/eða á vinn­u­­stað hans. Sím­inn er það fyr­ir­tæki sem er með flesta við­­skipta­vini þegar kemur að hefð­bundnum inter­­netteng­ing­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent