Orkuspár fara eftir framtíð stóriðjunnar

Miklu munar á þörf fyrir aukna orkuframleiðslu hérlendis á næstu árum eftir því hvort orkufrekar útflutningsgreinar halda áfram að vaxa eða ekki, en nauðsynleg aukning gæti verið þriðjungi minni ef framleiðsla þeirra héldist óbreytt.

Búrfellsvirkjun
Búrfellsvirkjun
Auglýsing

Auka þyrfti orku­fram­leiðslu inn­an­lands um 124 pró­sent ef rík­is­stjórnin vill fram­fylgja settum mark­miðum um orku­skipti og ef orku­notkun stór­iðj­unnar og ann­arra orku­frekra útflutn­ings­greina heldur áfram að aukast. Hins vegar gæti aukn­ingin verið þriðj­ungi minni ef grein­arnar auka ekki fram­leiðslu sína á tíma­bil­inu. Þetta kemur fram í nýút­gef­inni skýrslu frá starfs­hópi á vegum ráðu­neyt­is­ins um stöðu og áskor­anir í orku­mál­um.

Í skýrsl­unni er fram­tíð­ar­orku­þörf metin sam­kvæmt fimm sviðs­mynd­um, eftir því hvernig orku­skiptum vindur fram hér­lendis og hvaða for­sendur væru gefnar um fram­leiðslu inn­an­lands. Allar sviðs­myndir gera ráð fyrir að orku­þörfin auk­ist á næstu árum, jafn­vel þótt orku­skiptin muni ekki nást nema að litlum hluta.

Sam­kvæmt sviðs­mynd­unum sem gera ráð fyrir að rík­is­stjórnin nái öllum settum mark­miðum sínum um full orku­skipti á landi, sjó og í lofti fyrir árið 2040 mun við­bót­ar­orku­þörfin á næstu 18 árum nema að minnsta kosti 15,6 ter­awatts­stund­um. Þetta jafn­gildir um 82 pró­senta aukn­ingu miðað við núver­andi orku­þörf.

Auglýsing

„Skýr skila­boð“

Starfs­hóp­ur­inn bætir þó við annarri sviðs­mynd, þar sem gert er ráð fyrir áfram­hald­andi vexti í fram­leiðslu stórnot­enda raf­orkunn­ar. Sam­kvæmt hópnum er þessi vöxtur tal­inn með í grunnorku­þörf sam­fé­lags­ins þar sem stórnot­end­urn­ir, sem er að uppi­stöðu stór­iðj­an, hafa staðið undir stórum hluta útflutn­ings­tekna Íslands.

Ef gert er ráð fyrir þá sviðs­mynd myndi orku­þörfin aukast um tæpar 24 ter­awatts­stund­ir, eða um 124 pró­sent, á næstu árum. Hóp­ur­inn segir þetta jafn­gilda um 100MW í auk­inni raf­orku­fram­leiðslu á ári, sem gefi „skýr skila­boð“.

Þessi sviðs­mynd, sem sýnir mesta vöxt­inn í raf­orku­þörf­inni, var unnin út frá nið­ur­stöðum grein­inga hjá sér­fræð­ingum frá Sam­orku, RARIK, Orku­veitu Reykja­vík­ur, Lands­virkj­un, Lands­neti og verk­fræði­stof­unni Eflu. Starfs­hóp­inn sem skrif­aði skýrsl­una skip­uðu Vil­hjálmur Egils­son, fyrrum fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Sig­ríður Mog­en­sen, sviðs­stjóri hug­verka­sviðs Sam­taka iðn­að­ar­ins, og Ari Trausti Guð­munds­son, fyrrum þing­maður VG.

Í kynn­ingu á skýrsl­unni í dag sagði Ari Trausti að hóp­ur­inn tæki ekki afstöðu til þess hvaða leið væri far­in, það væri sam­fé­lags­ins að meta það. Í skýrsl­unni er það einnig tekið fram að almenn sam­staða sé ekki fyrir hendi um helstu áherslur í nátt­úru­vernd og aðra umhverfistengda þætti þegar kemur að orku­fram­kvæmd­um, en þar sagði starfs­hóp­ur­inn að mik­il­vægt væri að ná sem mestri sátt um raf­orku­kerfið og orku­þörf sam­fé­lags­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent