Eigendur kísilversins á Bakka vilja kaupa verksmiðjuna í Helguvík

PCC SE, meirihlutaeigandi PCC BakkiSilicon hf., kísilversins á Húsavík, hefur áhuga á að kaupa kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík. Þetta staðfestir Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC á Bakka, við Kjarnann.

Kísilverið á Bakka.
Kísilverið á Bakka.
Auglýsing

Arion banki og PCC SE, meiri­hluta­eig­andi kís­il­vers­ins PCC BakkiSil­icon hf. á Húsa­vík, hafa und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu varð­andi mögu­leg kaup á kís­il­verk­smiðj­unni í Helgu­vík. Þetta stað­festir Rúnar Sig­ur­páls­son, for­stjóri PCC á Bakka, við Kjarn­ann. „Hvort það leiði til kaupa PCC á verk­smiðj­unni verður tím­inn að leiða í ljós,“ segir hann.

­Arion banki er eig­andi kís­il­vers­ins í Helgu­vík í gegnum dótt­ur­fé­lag sitt, Stakks­berg. Verk­smiðjan hefur ekki verið í rekstri frá hausti 2017. Félagið Sam­einað Síli­kon (United Sil­icon) átti verk­smiðj­una en rekstur henn­ar, sem hófst í nóv­em­ber 2016, gekk brös­ug­lega frá upp­hafi og stóð aðeins í tíu mán­uði eða þar til Umhverf­is­stofnun stöðv­aði starf­sem­ina vegna ítrek­aðra bil­ana og kvart­ana íbúa í nágrenni hennar um heilsu­fars­leg óþæg­indi. Sam­einað Síli­kon var tekið til gjald­þrota­skipta í upp­hafi árs 2018 og eign­að­ist Arion banki eignir þrota­bús­ins í kjöl­far­ið.

Síðan þá hefur verið stefnt að því að selja verk­smiðj­una. Árið 2019 hófst mat á umhverf­is­á­hrifum þeirra áforma bank­ans að gera end­ur­bætur á henni, end­ur­ræsa hana og stækka með því að bæta þremur ljós­boga­ofnum við þann eina sem fyrir er. Mat­inu lauk með áliti Skipu­lags­stofn­unar á gaml­árs­dag.

Auglýsing

Að mati stofn­un­ar­innar eru fyr­ir­hug­aðar end­ur­bætur lík­legar til að fækka til­vikum sem ljós­boga­ofn er stöðv­aður og stytta tíma sem hann keyrir á skertu afli. Þá eru áform um að losa útblástur um skor­steina en ekki um rjáfur síu­húss, sem bætt var við vegna aðfinnslu Umhverf­is­stofn­un­ar, lík­leg til að leiða til betri dreif­ingar útblást­ursefna, stöðugri rekst­urs verk­smiðj­unnar og stuðla að bættum loft­gæðum frá því sem áður var. Engu að síður er það álit stofn­un­ar­innar að áhrif við rekstur 1. áfanga verði nokkuð nei­kvæð og áhrif fullrar fram­leiðslu fjög­urra ofna tals­vert nei­kvæð.

Bæj­ar­yf­ir­völd í Reykja­nesbæ eru mót­fallin því að verk­smiðjan verði end­ur­ræst og rímar það við skoðun íbúa sem í tuga­tali sendu inn athuga­semdir við fyr­ir­ætl­an­irnar í umhverf­is­mats­ferl­inu.

Eini val­mögu­leik­inn að rífa verk­smiðj­una

„NEI NEI NEI. Í mínum huga er það alveg ljóst að eini val­mögu­leik­inn i þessu máli er að rífa verk­smiðj­una,“ skrif­aði Frið­jón Ein­ars­son, full­trúi Sam­fylk­ingar í bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæjar og for­maður bæj­ar­ráðs, á Face­book-­síðu sína eftir að nið­ur­staða Skipu­lags­stofn­unar lá fyr­ir. Guð­brandur Ein­ars­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í upp­hafi vik­unnar að íbúar bæj­ar­fé­lags­ins myndu aldrei sætt­ast á að rekstur kís­il­vers­ins færi aftur af stað „og ég ótt­ast að veru­legur ófriður verði nái þetta fram að ganga“.

Í sam­tali við Kjarn­ann í gær sagð­ist Frið­jón hafa heyrt af áhuga PCC á því að kaupa verk­smiðj­una í Helgu­vík „og ég hef tjáð for­svars­mönnum PCC að áhugi sveit­ar­fé­lags­ins er eng­inn né heldur íbú­a“.

PCC tap­aði sjö millj­örðum 2020

Þýska félagið PCC SE átti í haust 86,5 pró­sent hlut í kís­il­ver­inu á Bakka á móti 13,5 pró­sent hlut Bakka­stakks, fjár­fest­ing­ar­fé­lags Íslands­banka og íslenskra líf­eyr­is­sjóða. Í frétt Við­skipta­blaðs­ins í byrjun sept­em­ber sagði að Bakka­stakkur hefði afskrifað stærstan hluta af fjár­fest­ingu sinni í verk­efn­inu. Þar kom enn­fremur fram að eigið fé PCC á Bakka hafi verið nei­kvætt um þrjá millj­arða króna í lok árs­ins 2020 í kjöl­far ríf­lega sjö millj­arða króna taps. Ríf­lega millj­arðs króna tap varð var á rekstr­inum árið 2019. Í haust var unnið að fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins í annað sinn á tæpum tveimur árum.

Um mitt árið 2020 var rekstur kís­il­vers­ins á Bakka stöðv­aður og um 80 starfs­mönnum sagt upp störf­um. Ástæð­urnar voru sagðar erf­iðar mark­aðs­á­stæð­ur. Í frétt Við­skipta­blaðs­ins er rifjað upp að bil­anir og rekstr­ar­erf­ið­leikar hafi sett svip á rekst­ur­inn frá gang­setn­ingu í apríl árið 2018. Síð­asta vor hófst svo rekst­ur­inn að nýju. Kís­il­verð líkt og verð ann­arra hrá­vara hækk­aði tölu­vert á síð­asta ári eftir nið­ur­sveiflu í upp­hafi heims­far­ald­urs­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent