Eigendur kísilversins á Bakka vilja kaupa verksmiðjuna í Helguvík

PCC SE, meirihlutaeigandi PCC BakkiSilicon hf., kísilversins á Húsavík, hefur áhuga á að kaupa kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík. Þetta staðfestir Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC á Bakka, við Kjarnann.

Kísilverið á Bakka.
Kísilverið á Bakka.
Auglýsing

Arion banki og PCC SE, meiri­hluta­eig­andi kís­il­vers­ins PCC BakkiSil­icon hf. á Húsa­vík, hafa und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu varð­andi mögu­leg kaup á kís­il­verk­smiðj­unni í Helgu­vík. Þetta stað­festir Rúnar Sig­ur­páls­son, for­stjóri PCC á Bakka, við Kjarn­ann. „Hvort það leiði til kaupa PCC á verk­smiðj­unni verður tím­inn að leiða í ljós,“ segir hann.

­Arion banki er eig­andi kís­il­vers­ins í Helgu­vík í gegnum dótt­ur­fé­lag sitt, Stakks­berg. Verk­smiðjan hefur ekki verið í rekstri frá hausti 2017. Félagið Sam­einað Síli­kon (United Sil­icon) átti verk­smiðj­una en rekstur henn­ar, sem hófst í nóv­em­ber 2016, gekk brös­ug­lega frá upp­hafi og stóð aðeins í tíu mán­uði eða þar til Umhverf­is­stofnun stöðv­aði starf­sem­ina vegna ítrek­aðra bil­ana og kvart­ana íbúa í nágrenni hennar um heilsu­fars­leg óþæg­indi. Sam­einað Síli­kon var tekið til gjald­þrota­skipta í upp­hafi árs 2018 og eign­að­ist Arion banki eignir þrota­bús­ins í kjöl­far­ið.

Síðan þá hefur verið stefnt að því að selja verk­smiðj­una. Árið 2019 hófst mat á umhverf­is­á­hrifum þeirra áforma bank­ans að gera end­ur­bætur á henni, end­ur­ræsa hana og stækka með því að bæta þremur ljós­boga­ofnum við þann eina sem fyrir er. Mat­inu lauk með áliti Skipu­lags­stofn­unar á gaml­árs­dag.

Auglýsing

Að mati stofn­un­ar­innar eru fyr­ir­hug­aðar end­ur­bætur lík­legar til að fækka til­vikum sem ljós­boga­ofn er stöðv­aður og stytta tíma sem hann keyrir á skertu afli. Þá eru áform um að losa útblástur um skor­steina en ekki um rjáfur síu­húss, sem bætt var við vegna aðfinnslu Umhverf­is­stofn­un­ar, lík­leg til að leiða til betri dreif­ingar útblást­ursefna, stöðugri rekst­urs verk­smiðj­unnar og stuðla að bættum loft­gæðum frá því sem áður var. Engu að síður er það álit stofn­un­ar­innar að áhrif við rekstur 1. áfanga verði nokkuð nei­kvæð og áhrif fullrar fram­leiðslu fjög­urra ofna tals­vert nei­kvæð.

Bæj­ar­yf­ir­völd í Reykja­nesbæ eru mót­fallin því að verk­smiðjan verði end­ur­ræst og rímar það við skoðun íbúa sem í tuga­tali sendu inn athuga­semdir við fyr­ir­ætl­an­irnar í umhverf­is­mats­ferl­inu.

Eini val­mögu­leik­inn að rífa verk­smiðj­una

„NEI NEI NEI. Í mínum huga er það alveg ljóst að eini val­mögu­leik­inn i þessu máli er að rífa verk­smiðj­una,“ skrif­aði Frið­jón Ein­ars­son, full­trúi Sam­fylk­ingar í bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæjar og for­maður bæj­ar­ráðs, á Face­book-­síðu sína eftir að nið­ur­staða Skipu­lags­stofn­unar lá fyr­ir. Guð­brandur Ein­ars­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í upp­hafi vik­unnar að íbúar bæj­ar­fé­lags­ins myndu aldrei sætt­ast á að rekstur kís­il­vers­ins færi aftur af stað „og ég ótt­ast að veru­legur ófriður verði nái þetta fram að ganga“.

Í sam­tali við Kjarn­ann í gær sagð­ist Frið­jón hafa heyrt af áhuga PCC á því að kaupa verk­smiðj­una í Helgu­vík „og ég hef tjáð for­svars­mönnum PCC að áhugi sveit­ar­fé­lags­ins er eng­inn né heldur íbú­a“.

PCC tap­aði sjö millj­örðum 2020

Þýska félagið PCC SE átti í haust 86,5 pró­sent hlut í kís­il­ver­inu á Bakka á móti 13,5 pró­sent hlut Bakka­stakks, fjár­fest­ing­ar­fé­lags Íslands­banka og íslenskra líf­eyr­is­sjóða. Í frétt Við­skipta­blaðs­ins í byrjun sept­em­ber sagði að Bakka­stakkur hefði afskrifað stærstan hluta af fjár­fest­ingu sinni í verk­efn­inu. Þar kom enn­fremur fram að eigið fé PCC á Bakka hafi verið nei­kvætt um þrjá millj­arða króna í lok árs­ins 2020 í kjöl­far ríf­lega sjö millj­arða króna taps. Ríf­lega millj­arðs króna tap varð var á rekstr­inum árið 2019. Í haust var unnið að fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins í annað sinn á tæpum tveimur árum.

Um mitt árið 2020 var rekstur kís­il­vers­ins á Bakka stöðv­aður og um 80 starfs­mönnum sagt upp störf­um. Ástæð­urnar voru sagðar erf­iðar mark­aðs­á­stæð­ur. Í frétt Við­skipta­blaðs­ins er rifjað upp að bil­anir og rekstr­ar­erf­ið­leikar hafi sett svip á rekst­ur­inn frá gang­setn­ingu í apríl árið 2018. Síð­asta vor hófst svo rekst­ur­inn að nýju. Kís­il­verð líkt og verð ann­arra hrá­vara hækk­aði tölu­vert á síð­asta ári eftir nið­ur­sveiflu í upp­hafi heims­far­ald­urs­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrsta áfanga Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027. Samspil við önnur verkefni samgöngusáttmálans, faraldurinn og stríðið í Úkraínu eru á meðal ástæðna fyrir seinkuninni.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent