Ekki í samræmi við viðhorf í loftslagsmálum „að fara að brenna kolum í Helguvík“

Reykjanesbær hefur ítrekað komið þeim sjónarmiðum aukins meirihluta bæjarstjórnar á framfæri við Arion banka að það sé enginn vilji fyrir endurræsingu kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Bankinn á nú engu að síður í viðræðum við áhugasama kaupendur.

Hvorki íbúar í Reykjanesbæ né meirihluti bæjarstjórnar vill að kísilverið í Helguvík verði ræst að nýju.
Hvorki íbúar í Reykjanesbæ né meirihluti bæjarstjórnar vill að kísilverið í Helguvík verði ræst að nýju.
Auglýsing

„Ég hef verið á móti kís­il­veri í Helgu­vík og sú afstaða hefur ekk­ert breyst,“ segir Guð­brandur Ein­ars­son, for­seti bæj­ar­stjórnar Reykja­nes­bæj­ar, um þau tíð­indi frá eig­anda verk­smiðj­unn­ar, Arion banka, að við­ræður við áhuga­sama kaup­endur standi yfir. „Það getur varla verið í sam­ræmi við núver­andi við­horf í lofts­lags­málum að fara að brenna kolum í Helgu­vík,“ segir Guð­brandur við Kjarn­ann og minnir á að íbúar í Reykja­nesbæ séu einnig mót­fallnir end­ur­ræs­ingu verk­smiðj­unn­ar. Um 350 athuga­­semdir frá ein­stak­l­ingum bár­ust Skipu­lags­­stofnun vegna frum­­mats­­skýrslu Stakks­bergs í fyrra um fyr­ir­hug­aðar end­­ur­bæt­­ur, end­­ur­ræs­ingu og marg­falda stækkun kís­­il­verk­smiðj­unnar í Helg­u­vík. Allar voru þær frá fólki, flestu úr Reykja­nes­bæ, sem lagð­ist gegn því að kís­il­verið yrði end­ur­ræst.

Frið­­jón Ein­­ar­s­­son, full­­trúi Sam­­fylk­ing­­ar­innar í bæj­­­ar­­stjórn og for­­maður bæj­­­ar­ráðs, tekur undir með Guð­brandi og segir við Kjarn­ann að meiri­hluti bæj­ar­stjórnar sé „al­farið á móti end­ur­ræs­ingu verk­smiðj­unn­ar. Öllum ætti að vera ljóst að okkar skoðun hefur ekk­ert breyst varð­andi rekstur verk­smiðj­unn­ar“.

Auglýsing

Líkt og Kjarn­inn greindi nýlega frá segja stjórn­endur Arion banka jákvæðar breyt­ingar á mark­aði fyrir kísil hafa leitt til þess að mik­ill áhugi hafi vaknað á eign á dótt­ur­fé­lagi bank­ans, Stakks­bergi, en þar er um að ræða kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem áður var í eigu United Sil­icon.

Áfalla­­saga kís­­il­ver­s­ins í Helg­u­vík hófst löngu áður en kynt var upp í ljós­­boga­ofn­inum Ísa­bellu í fyrsta skipti. Ísa­bella var óstöðug allt frá upp­­hafi og átti ítrekað eftir að hiksta og hósta með til­­heyr­andi mengun þar til yfir lauk. Það kom alvar­­lega niður á fólki sem bjó í nágrenn­inu sem og bæj­­­ar­­fé­lag­inu er stólað hafði á tekjur frá fyr­ir­tæki sem var orðið gjald­­þrota rúmu ári eftir að fyrstu neist­­arnir voru bornir að Ísa­bellu.

Helsti lán­­ar­drott­inn fyr­ir­tæk­is­ins, Arion banki, fékk svo að finna fyrir því og end­aði að lokum með verk­smiðj­una í fang­in­u. ­

Rúm­­lega 10.500 tonn af kolum og tæp­­lega 3.000 tonn af við­­ar­kolum voru notuð á þeim tæp­­lega tíu mán­uðum sem kís­­il­verk­smiðja United Sil­icon í Helg­u­vík starf­aði með hléum á árunum 2016-2017. Þá voru 97,5 tonn af dísilolíu og bens­íni not­uð. Á þessum tíma var losun koltví­­­sýr­ings frá jarð­efna­elds­­neyti 31.410 tonn og frá lífmassa 33.847 tonn – sam­tals um 65.257 tonn. Losuð voru 115 tonn af brenn­i­­steins­dí­oxíði út í and­­rúms­­loftið en vegna „tækn­i­­legra örð­ug­­leika“ voru gögn úr mæli­­bún­­aði fyrir svifryk ekki talin áreið­an­­leg.

Brenna þarf þús­undum tonna af kolum

Sam­kvæmt fyr­ir­ætl­unum Arion banka sem settar voru fram í frum­mats­skýrslu, á að bæta við þremur ljós­boga­ofnum og fram­leiða 100 þús­und tonn af kísli á ári. Til þess þarf 80.000 tonn af kol­um, 8.000 tonn af við­­ar­kolum og 90 þús­und tonn af við­­ar­flís ásamt þús­undum kílóa af fleiri hrá­efn­­um.

Í síð­­asta birta árs­hluta­­reikn­ingi Arion banka sagði að félagið væri á loka­­metr­unum með nýtt umhverf­is­­mat á kís­­il­verk­smiðj­unni. Áætl­­aður kostn­aður við þær úrbætur sem átti að ráð­­ast í á verk­smiðj­unni sam­­kvæmt úrbóta­á­ætlun Stakks­bergs er um 4,5 millj­­arðar króna. ­Á­ætl­­­anir um breyt­ingar á verk­smiðj­unni eru sagðar vera á loka­­stigi sam­­þykkt­­ar.

Þetta er tölu­verður við­­snún­­ingur frá því sem fram kom á upp­­­gjör­s­fundi Arion banka sem fram fór í febr­­úar síð­­ast­liðn­­­um. Þar sagði Bene­dikt Gísla­­son, banka­­stjóri Arion banka, að þar sem bank­inn bók­­­færði aðeins hrakvirði á verk­smiðj­una væri það „vís­bend­ing um að litl­ar vonir séu um að verk­­­smiðjan muni starfa aft­­­ur, á­huga­vert væri að sjá aðra og grænni starf­­­semi eiga sér stað þar í fram­­­tíð­inn­i.”

Ráðamenn og forsvarsmenn United Silicon, tóku saman fyrstu skóflustunguna að kísilverinu í Helguvík.

Nýtt deiliskipu­lag er for­­­senda þess að end­­­ur­­­upp­­­­­bygg­ing verk­smiðj­unnar geti átt sér stað og bæj­­­­­ar­­­stjórn Reykja­­­nes­bæjar hefur vald til að hafna eða sam­­­þykkja til­­­lögu að deiliskipu­lagi. Ákvörðun um hvort kís­­­il­­­málm­­­verið hefur starf­­­semi á ný er því póli­­­tísk og ræðst í atkvæða­greiðslu kjör­inna full­­­trúa.

Kjarn­inn greindi frá því í sept­­­em­ber í fyrra að miðað við þau svör sem bár­ust frá bæj­­­­­ar­­­full­­­trúum í Reykja­­­nesbæ um afstöðu þeirra til máls­ins sé ljóst að meiri­hluti núver­andi bæj­­­­­ar­­­stjórnar mun ekki gefa grænt ljós á það að kís­­­il­­­málm­­­verk­­­smiðjan í Helg­u­vík verði end­­­ur­bætt, ræst að nýju og stækkuð líkt og Stakks­berg fyr­ir­hug­­­ar.

Vilja að verk­smiðjan verði rifin eða starf­semi breytt

For­seti bæj­ar­stjórnar segir við Kjarn­ann nú, í til­efni fregna af áhuga á kaupum á verk­smiðj­unni, að Reykja­nes­bær hafi ítrekað komið þeim sjón­ar­miðum auk­ins meiri­hluta bæj­ar­stjórnar á fram­færi við Arion banka að það sé eng­inn vilji fyrir end­ur­ræs­ingu kís­il­verk­smiðj­unnar í Helgu­vík. Stjórn­völd hafi einnig átt sam­ráð við bank­ann um mögu­leika á ann­ars konar nýt­ingu mann­virkja. „Það hefur hins vegar ekki skilað neinni nið­ur­stöðu enn sem komið er,“ segir Guð­brand­ur.

Um þetta atriði segir Frið­jón for­maður bæj­ar­ráðs að fram hafi farið óform­legar við­ræður við áhuga­sama aðila um nið­ur­rif verk­smiðj­unnar og einnig við eig­endur henn­ar. „Ekk­ert er ákveðið í þeim efnum að okkur vit­andi en væntum við­bragða frá eig­endum fljót­lega.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent