„Við munum berjast til síðasta blóðdropa“

Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir allt verða reynt til að stöðva endurræsingu kísilversins í Helguvík. Hann hefur tjáð PCC á Bakka, sem vill kaupa verksmiðjuna, að áhugi bæjarins á starfseminni sé enginn.

Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, hefur tjáð stjórnendum PCC á Bakka að áhugi bæjaryfirvalda á því að endurræsa kísilverið í Helguvík sé enginn.
Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, hefur tjáð stjórnendum PCC á Bakka að áhugi bæjaryfirvalda á því að endurræsa kísilverið í Helguvík sé enginn.
Auglýsing

„Bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæjar hefur ítrekað komið skoð­unum sínum á fram­færi við Arion banka varð­andi rekstur kís­il­vers­ins,“ segir Frið­jón Ein­ars­son, full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar í bæj­ar­stjórn­inni og for­maður bæj­ar­ráðs. Hann segir enn mikla and­stöðu við hug­myndir bank­ans um að end­ur­ræsa starf­sem­ina bæði meðal bæj­ar­full­trúa og íbúa. „Við höfum óskað form­lega eftir sam­starfi við bank­ann um að rífa verk­smiðj­una og hefja sam­starf um atvinnu­þróun í Helgu­vík. Því miður hefur það ekki gengið eft­ir.“

Mati á umhverf­is­á­hrifum á þeim áformum Stakks­bergs, sem er í eigu Arion banka, að end­ur­bæta, end­ur­ræsa og stækka kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík lauk með áliti Skipu­lags­stofn­unar sem gefið var út á gaml­árs­dag. Frið­jón segir hljóðið í bæj­ar­búum „mjög dap­urt“. Afstaða til verk­smiðj­unnar hafi verið könnuð reglu­lega und­an­farin ár og hefur alltaf verið á sama veg: Íbú­arnir eru alfarið á móti end­ur­ræs­ingu kís­il­vers­ins.

Fyr­ir­hug­aðar end­ur­bætur Arion banka á kís­il­verk­smiðj­unni eru að mati Skipu­lags­stofn­unar lík­legar til að fækka til­vikum sem ljós­boga­ofn er stöðv­aður og stytta tíma sem hann keyrir á skertu afli. Þá segir hún áform um að losa útblástur um skor­steina en ekki um rjáfur síu­húss, sem bætt var við vegna aðfinnslu Umhverf­is­stofn­un­ar, lík­leg til að leiða til mun betri dreif­ingar útblást­ursefna, stöðugri rekst­urs verk­smiðj­unnar og stuðla að bættum loft­gæðum frá því sem áður var. Engu að síður er það álit stofn­un­ar­innar að áhrif við rekstur 1. áfanga verði nokkuð nei­kvæð og áhrif fullrar fram­leiðslu fjög­urra ofna tals­vert nei­kvæð.

Auglýsing

Bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæjar hefur ekki enn fengið ósk Arion banka um breyt­ingu á deiliskipu­lagi né aðrar óskir bank­ans um form­lega afstöðu, segir Frið­jón. Slíkra umsókna er nú beð­ið. „Við erum í flók­inni stöðu þar sem vald sveit­ar­fé­lags­ins liggur fyrst og fremst í skipu­lagi lóða,“ segir hann spurður um hvernig bæj­ar­yf­ir­völd geti stigið inn í málið á þessu stigi. Hann bendir á að engir samn­ingar séu í gildi í dag, hvorki við höfn­ina né sveit­ar­fé­lag­ið.

„Við munum reyna allt sem við getum til að stöðva end­ur­ræs­ingu og munum áfram biðla til bank­ans að hætta við hana,“ segir Frið­jón. „Að mínu mati á bank­inn engan rétt í þessu máli og fárán­legt í raun að bank­inn hlusti ekki á íbúa svæð­is­ins.“

Arion banki og PCC SE, meirihlutaeigandi kísilversins á Bakka, hafa undirritað viljayfirlýsingu varðandi möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Hann minnir á að það hafi verið Arion banki sem fjár­magn­aði rekstur verk­smiðju United Sil­icon á sínum tíma „verk­efni sem mistókst hrapa­lega og ber sem slíkur mikla ábyrgð hvernig fór. Ég trúi ekki að fjár­festar komi að verk­efn­inu vit­andi að sveit­ar­fé­lagið og íbúar flestir eru alfarið á móti rekstri þess í tún­fæt­in­um.“

Bæj­ar­yf­ir­völd Í Reykja­nesbæ hafa að sögn Frið­jóns heyrt af áhuga erlendra aðila sem vilja kaupa verk­smiðj­una og flytja úr landi. „Sveit­ar­fé­lagið hefur lýst yfir áhuga á að fylgja því máli eftir en bank­inn dregur fæt­urna.“

Auglýsing

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að PCC SE, meiri­hluta­eig­andi PCC BakkiSil­icon hf., kís­il­vers­ins á Húsa­vík, hefur áhuga á að kaupa kís­il­málm­verk­smiðj­una í Helgu­vík. Frið­jón sagð­ist í sam­tali við Kjarn­ann í gær hafa heyrt af þeim áformum og hafa tjáð for­svars­mönnum PCC „að áhugi sveit­ar­fé­lags­ins er eng­inn né heldur íbúa. Við munum berj­ast til síð­asta blóð­dropa“.

Hann segir það hlut­verk yfir­valda að gæta að heilsu íbúa og það hlut­verk taki bæj­ar­stjórnin alvar­lega. „Bæj­ar­yf­ir­völd munu skoða sína stöðu og beita öllum leiðum til að stöðva end­ur­ræs­ing­u.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent