13 færslur fundust merktar „stakksberg“

Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
29. september 2022
Kísilverið í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá haustinu 2017.
Arion útilokar ekki aðra nýtingu innviðanna í Helguvík
Arion banki stefnir enn á að selja kísilverksmiðjuna í Helguvík og segir meginmarkmiðið að hún verði áfram starfrækt þar en útilokar ekki aðra nýtingu innviðanna. Áreiðanleikakönnun vegna mögulegra kaupa PCC stendur nú yfir.
8. maí 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík hefur ekki verið starfrækt í fjögur og hálft ár.
Viðræður standa enn yfir um sölu kísilversins í Helguvík
Arion banki og PCC eiga enn í viðræðum um kísilverið í Helguvík, verksmiðjuna sem Arion vill selja og PCC, sem rekur kísilver á Húsavík, mögulega kaupa. Viljayfirlýsing var undirrituð í janúar og samkvæmt henni skal viðræðum lokið í sumar.
9. apríl 2022
Kísilverið í Helguvík er í eigu Stakksbergs, dótturfélags Arion banka.
Kísilverið „timburmenn sem þarf að hrista úr kerfinu“
Stóriðjudraumar síðustu ára í Helguvík hafa kostað Reykjanesbæ um 10 milljarða. Allir hafa þeir runnið út í sandinn. „Og samfélaginu blæðir,“ segir formaður bæjarráðs. Þingmaður Pírata segir kísilver í Helguvík „dreggjar“ stóriðjustefnunnar.
1. febrúar 2022
Kísilverið í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá haustinu 2017.
„Raunverulega ekki boðlegur kostur“ að flytja kísilverið
Fulltrúar Arion banka segja það að flytja kísilverið úr Helguvík yrði „svo óskaplegt“ að það sé „raunverulega ekki efnahagslega boðlegur kostur“. Þeir segja „engar gulrætur frá ríkinu“ fylgja sölunni.
1. febrúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
19. janúar 2022
Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, hefur tjáð stjórnendum PCC á Bakka að áhugi bæjaryfirvalda á því að endurræsa kísilverið í Helguvík sé enginn.
„Við munum berjast til síðasta blóðdropa“
Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir allt verða reynt til að stöðva endurræsingu kísilversins í Helguvík. Hann hefur tjáð PCC á Bakka, sem vill kaupa verksmiðjuna, að áhugi bæjarins á starfseminni sé enginn.
13. janúar 2022
Kísilverið á Bakka.
Eigendur kísilversins á Bakka vilja kaupa verksmiðjuna í Helguvík
PCC SE, meirihlutaeigandi PCC BakkiSilicon hf., kísilversins á Húsavík, hefur áhuga á að kaupa kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík. Þetta staðfestir Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC á Bakka, við Kjarnann.
13. janúar 2022
Guðbrandur Einarsson er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Óttast „verulegan ófrið“ verði kísilver Arion banka ræst að nýju
„Íbúar í Reykjanesbæ munu aldrei sættast á að rekstur þessarar verksmiðju fari í gang aftur og ég óttast að verulegur ófriður verði nái þetta fram að ganga,“ segir forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um áform Arion banka að endurræsa kísilverið.
12. janúar 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík eins og hún lítur út í dag.
155 þúsund tonn af kolum þarf til framleiðslunnar árlega
Mati á umhverfisáhrifum endurbóta á kísilverinu í Helguvík er lokið. Miðað við fulla framleiðslu mun losun gróðurhúsalofttegunda frá verksmiðjunni jafngilda 11 prósentum af heildarlosun Íslands árið 2019.
11. janúar 2022
Vilja ekki kísilverið
Flestir bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ eru mótfallnir því að kísilverið í Helguvík verði endurræst eins og eigandi þess hyggst gera. Aðrir vilja stíga varlega til jarðar og að gerðar verði ítrustu kröfur til eigendanna.
14. september 2020
Kísilverið í Helguvík var starfrækt á nokkurra mánaða tímabili á árunum 2016-2017.
Áhrif kísilvers yrðu „talsvert neikvæð“ – hvað þýðir það?
Umhverfisstofnun metur áhrif endurræsingar og stækkunar kísilversins í Helguvík talsvert neikvæð. Hvað einstaka umhverfisþætti varðar telur hún áhrifin allt frá því að vera óviss í það að geta orðið verulega neikvæð. En hvað þýða þessar vægiseinkunnir?
25. júlí 2020
„Litla verksmiðjan sem reyndist hið mesta skrímsli“
„Ég vil ekki anda að mér eiturlofti,“ skrifar einn. „Það var grátlegt að geta ekki sett barn út í vagn,“ skrifar annar. „Ég þurfti að leita læknis,“ skrifar sá þriðji. Tugir athugasemda bárust við frummatsskýrslu Stakksbergs.
18. júlí 2020