155 þúsund tonn af kolum þarf til framleiðslunnar árlega

Mati á umhverfisáhrifum endurbóta á kísilverinu í Helguvík er lokið. Miðað við fulla framleiðslu mun losun gróðurhúsalofttegunda frá verksmiðjunni jafngilda 11 prósentum af heildarlosun Íslands árið 2019.

Kísilverksmiðjan í Helguvík eins og hún lítur út í dag.
Kísilverksmiðjan í Helguvík eins og hún lítur út í dag.
Auglýsing

Fyr­ir­hug­aðar end­ur­bætur Stakks­bergs ehf. á kís­il­verk­smiðj­unni í Helgu­vík eru að mati Skipu­lags­stofn­unar lík­legar til að fækka til­vikum sem ljós­boga­ofn er stöðv­aður og stytta tíma sem hann keyrir á skertu afli. Þá eru áform um að losa útblástur um skor­steina en ekki um rjáfur síu­húss, sem bætt var við vegna aðfinnslu Umhverf­is­stofn­un­ar, lík­leg til að leiða til mun betri dreif­ingar útblást­ursefna, stöðugri rekst­urs verk­smiðj­unnar og stuðla að bættum loft­gæðum frá því sem áður var.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nið­ur­stöðu álits Skipu­lags­stofn­unar á end­an­legri mats­skýrslu Stakks­bergs. Stofn­unin telur líkur á að íbúar í nágrenn­inu komi til með að verða varir við lykt frá starf­sem­inni en tíðni til­vika og styrkur lyktar verði minni en á fyrri rekstr­ar­tíma. „Að því gefnu að inn­leið­ing end­ur­bóta verði far­sæl“ telur stofn­unin að áhrif við rekstur 1. áfanga kís­il­vers­ins á loft­gæði, þ.e. eins ljós­boga­ofns, verði „nokkuð nei­kvæð“ en áhrif fullrar fram­leiðslu fjög­urra ofna líkt og stefnt er að „tals­vert nei­kvæð“.

Auglýsing

Mats­skýrslan var lögð fram í byrjun síð­asta sum­ars og álit Skipu­lags­stofn­unar var birt á gaml­árs­dag. Þar með er mati á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­anna lokið og Stakks­berg, sem er í eigu Arion banka, getur und­ir­búið næstu skref á þeirri veg­ferð að gera end­ur­bætur á verk­smiðj­unni, end­ur­ræsa hana og stækka. Yfir­lýst mark­mið bank­ans er svo að selja kís­il­ver­ið.

Hönnun verk­smiðj­unnar hefur verið breytt frá því að Stakks­berg lagði fram til­lögu að mats­á­ætlun árið 2019 og frum­mats­skýrslu árið 2020 og rúm­ast nú allar nýjar bygg­ingar innan heim­ilda gild­andi deiliskipu­lags að mati félags­ins.

Kís­il­verk­smiðjan í Helgu­vík er þyrnir í augum margra íbúa Reykja­nes­bæjar sem og bæj­ar­stjórnar sem ítrekað hefur lýst yfir and­stöðu sinni við end­ur­ræs­ingu henn­ar. Kjartan Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, sagði í sam­tali við Kjarn­ann árið 2020 að nýtt deiliskipu­lag væri for­senda þess að end­ur­upp­bygg­ingin í Helgu­vík gæti átt sér stað og bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæjar hefði vald til að hafna eða sam­þykkja til­lögu að deiliskipu­lagi. Í des­em­ber síð­ast­liðnum sögð­ust bæj­ar­full­trúar sem Kjarn­inn ræddi við enn á þeirri skoðun að ekki ætti að hefja rekstur vers­ins á ný.

353 athuga­semdir

Frum­mats­skýrsla Stakks­bergs var lögð fram árið 2020 og fór þá í hefð­bundið aug­lýs­inga­ferli hjá Skipu­lags­stofn­un. Auk umsagna stofn­anna bár­ust fjöl­margar athuga­semdir frá ein­stak­lingum og félaga­sam­tökum um áformin sem þar voru kynnt eða 353 tals­ins. Lang­flestar voru þær frá íbúum Reykja­nes­bæjar og á einn veg: Þeir vilja verk­smiðj­una burt.

Skýr­ing­arnar eru aug­ljós­ar. Reynsla þeirra af kís­il­veri skammt frá íbúa­byggð var slæm.

Úr kísilverinu í Helguvík er það var enn í rekstri. Mynd: United Silicon

Kís­il­verk­smiðja Sam­ein­aðs Síli­kons hf. í Helgu­vík var gang­sett árið 2016 en þá hafði fyrsti áfangi verið reistur með einum ljós­boga­ofni. Á meðan hún var í rekstri urðu íbúar í nágrenn­inu varir við ólykt, reyk og fundu fyrir óþæg­indum sem Skipu­lags­stofnun telur að rekja megi til þess að ítrekað þurfti að stöðva ofn­inn sem varð til þess að hann var oft keyrður á lágu afli.

Umhverf­is­stofnun gerði ítrekað athuga­semdir við rekst­ur­inn sem ekki var brugð­ist við með full­nægj­andi hætti. 1. sept­em­ber 2017, tæpu ári eftir að verið var ræst, stöðv­aði Umhverf­is­stofnun því rekst­ur­inn. Í fram­haldi af því vann Sam­einað Síli­kon hf. að áætlun um umbæt­ur. Þær urðu ekki að veru­leika og fyr­ir­tækið var tekið til gjald­þrota­skipta árið 2018. Í kjöl­farið eign­að­ist Arion banki eignir þrota­bús­ins.

Ári síðar lagði dótt­ur­fé­lag bank­ans, Stakks­berg, fram mats­á­ætlun að end­ur­bót­um, stækkun og end­ur­ræs­ingu verk­smiðj­unn­ar. Stefnt er að verk­smiðju með fjórum ljós­boga­ofn­um, eins og þeim ofni sem þegar er upp­sett­ur, og allt að 100.000 tonna fram­leiðslu­getu á kísli á ári. Byggja á verk­smiðj­una upp í fjórum áföng­um.

Ljósbogaofn í kísilveri. Teikning: Þorsteinn Hannesson

Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir end­ur­bótum á þeirri verk­smiðju sem hefur þegar ris­ið. Þær byggja meðal ann­ars á úrbóta­á­ætlun Sam­ein­aðs Síli­kons hf. auk skil­yrða sem Umhverf­is­stofnun setti við sam­þykkt henn­ar. Sem dæmi er nú fyr­ir­hugað að reisa 52 metra háan skor­stein í stað þess að útblástur fari út um rjáfur síu­húss. Þá er fyr­ir­hugað að skipta um fóðr­ingu í ofni og setja upp nýtt ryk­hreinsi­virki. Jafn­framt er í úrbóta­á­ætlun lögð áhersla á þjálfun starfs­fólks.

Í öðrum áfanga yrði núver­andi ofn­hús stækkað en nýtt byggt fyrir þann þriðja og fjórða. Annar áfangi myndi samnýta skor­stein með þeim fyrsta en gert er ráð fyrir að byggja sams­konar skor­stein fyrir síð­ari áfanga. Hverjum ofni sem myndi bæt­ast við fylgja ýmis mann­virki, eins og síu­hús og kæli­virki. Nokkur ár geta liðið á milli áfanga en Stakks­berg áformar að reisa annan áfanga þegar stöð­ug­leiki er kom­inn á rekstur þess fyrsta. Segir félagið að staða á mörk­uðum og mögu­leikar á fjár­mögnun muni ráða því hvenær verði ráð­ist í þriðja og fjórða áfanga.

Helm­ingi meira af kolum þarf

Efni sem losna við kís­ilfram­leiðslu eru helst brenni­steins­dí­oxíð (SO2), köfn­un­ar­efn­is­oxíð (NOx), kolmónoxíð (CO), svifryk (PM10/2,5) og PAH-efni. Einnig eru los­aðir þung­málmar og rok­gjörn líf­ræn efna­sam­bönd (VOC). Í háum styrk geta mörg þess­ara efna haft áhrif á slím­húð og önd­un­ar­færi.

Fram­leiðslan veldur einnig losun koldí­oxíðs vegna bruna á elds­neyti af jarð­efna­upp­runa sem nemur allt að 100.000 tonnum á ári miðað við einn ljós­boga­ofn og allt að 400.000 tonnum á ári miðað við fjóra ofna. Í mats­skýrslu Stakks­bergs til Skipu­lags­stofn­unar síð­asta vor var rangt farið með magn kola sem þarf til starf­sem­inn­ar. Í henni sagði að árs­notkun yrði um 80.000 tonn á ári fyrir full­byggða verk­smiðju en ráð­gerð notkun væri hins vegar um 155.000 tonn á ári. Jafn­framt munu ber­ast um tvö kíló af kvika­silfri frá full­byggðri verk­smiðju en ekki 1,5 kíló. Stakks­berg kom sjálft þessum leið­rétt­ingum á fram­færi við stofn­un­ina.

Segir mat Stakks­berg „sann­fær­andi“

Skipu­lags­stofnun þykir mat Stakks­bergs á dreif­ingu og styrk helstu meng­un­ar­efna „sann­fær­andi“ og telur að við stöðugan rekstur „megi gera ráð fyr­ir“ að styrkur efn­anna verði undir við­mið­un­ar­mörk­um.

Losun rok­gjarnra líf­rænna efna (VOC-efna) og áhrif þeirra á loft­gæði eru þó óvissu­þátt­ur, bendir stofn­unin á. Talið er að VOC-efni hafi orsakað þá lykt­ar­mengun og óþæg­indi sem íbúar fundu fyrir á fyrri rekstr­ar­tíma en „ekki liggur fyrir í hve miklum styrk ein­stök VOC-efni valda lykt­ar­meng­un“.

Auglýsing

Fyr­ir­hug­aðar end­ur­bætur á verk­smiðj­unni eru „lík­legar til að draga úr losun VOC-efna og bæta dreif­ingu þeirra,“ segir í álit­inu. „Fyr­ir­liggj­andi gögn benda ein­dregið til þess að styrkur VOC-efna lækki umtals­vert við rekstur 1. áfanga sam­an­borið við fyrri rekstr­ar­tíma.“ Að því gefnu að inn­leið­ing end­ur­bóta verði far­sæl telur Skipu­lags­stofnun að áhrif við rekstur eins ljós­boga­ofns á loft­gæði verði nokkuð nei­kvæð og að áhrif fullrar fram­leiðslu geti verið tals­vert nei­kvæð.

Áhyggjur íbú­anna

Í fjölda athuga­semda almenn­ings við frum­mats­skýrslu Stakks­bergs komu fram áhyggjur af áhrifum á lykt og heilsu með vísan til fyrri rekstr­ar­tíma. Að mati Skipu­lags­stofn­unar eru líkur á að fólk komi til með að hafa áhyggjur af áhrifum starf­sem­innar á heilsu­far sitt í ljósi fyrri reynslu. „Slíkar áhyggjur geta vaknað óháð því hvort um raun­veru­leg áhrif á heilsu sé um að ræða,“ segir í álit­inu. „Í ljósi nálægðar við þétt­býl­ið, og ekki síður for­sög­unn­ar, er mik­il­vægt að upp­lýs­ingar um loft­gæði verði aðgengi­legar og vel haldið utan um kvart­anir vegna lykt­ar­meng­un­ar.“

Stakks­berg hyggst halda úti vef­síðu með nið­ur­stöðum vökt­unar og upp­lýs­ingum um frá­vik. Einnig verður þar hægt að leggja fram nafn­lausar ábend­ingar um lykt­ar­mengun sem fylgt verður eftir með mæl­ingum á VOC-efn­um.

Mann­virki verði meira áber­andi en myndir gefa til kynna

Efri myndin sýnir núverandi mannvirki og sú neðri á að sýna fullbyggða verksmiðju Stakksbergs. Skipulagsstofnun gagnrýnir myndirnar. Mynd: Úr matsskýrslu

Auk fram­an­greindra áhrifa telur Skipu­lags­stofnun að helstu áhrif kís­il­verk­smiðj­unnar muni fel­ast í áhrifum á lands­lag og ásýnd sem og lofts­lags­á­hrif­um. Með breyttri hönnun 1. áfanga með háum skor­steini verður hún meira áber­andi. Við upp­bygg­ingu frek­ari áfanga á hún eftir að verða enn sýni­legri frá þétt­býli og þjóð­veg­inum frá Leifs­stöð. Að mati Skipu­lags­stofn­unar koma ljós­myndir í mats­skýrslu ekki fylli­lega til skila umfangi mann­virkja og að þau verði meira áber­andi en mynd­irnar gefa til kynna. Skipu­lags­stofnun telur því að full­byggð verk­smiðja komi til með að hafa veru­lega nei­kvæð áhrif á lands­lag og ásýnd.

Losun jafn­gildir 11 pró­sent af heild­ar­losnun Íslands

Starf­semi verk­smiðj­unnar fellur undir við­skipta­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins með los­un­ar­heim­ildir og losun verk­smiðj­unnar á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum er því ekki losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­valda. Starf­semin mun engu að síður losa mikið af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum eða um 520 kt CO2-í­gildi á ári miðað við fulla fram­leiðslu sem jafn­gildir um 11 pró­sent af heild­ar­losun Íslands árið 2019.

Vegna óvissu um áhrif los­unar VOC-efna á loft­gæði og sam­fé­lag telur Skipu­lags­stofnun að ein­göngu eigi að veita heim­ild fyrir 1. áfanga verk­smiðj­unn­ar. Heim­ild fyrir upp­bygg­ingu og rekstri síð­ari áfangi verði veitt þegar reynsla er komin á rekstur eins ljós­boga­ofns.

Bygg­ingar rúm­ast innan deiliskipu­lags

Margt fór úrskeiðis í rekstri kís­il­vers­ins á árunum 2016-17. Vand­ræðin byrj­uðu þó áður en kveikt var á ljós­boga­ofn­in­um. Er bygg­ing­arnar í Helgu­vík risu kom í ljós að þær sam­ræmd­ust ekki því deiliskipu­lagi sem aug­lýst hafði verið og kynnt almenn­ingi m.a. í íbúa­kosn­ingu. Húsin voru hærri og meiri um sig en leyfi­legt var og þá voru hlutar þeirra utan bygg­ing­ar­reits­ins að mati Skipu­lags­stofn­un­ar.

Stakks­berg óskaði eftir því við Reykja­nesbæ að deiliskipu­lag­inu yrði breytt til sam­ræmis við bygg­ingar sem þegar hefðu verið byggðar og að sú vinna færi fram á sama tíma og unnið væri að mati á umhverf­is­á­hrif­um. Drög að skipu­lags- og mats­lýs­ingu voru send á Reykja­nesbæ í sept­em­ber 2018 og í jan­úar 2019 sam­þykkti bær­inn að Stakks­berg gæti hafið vinnu við und­ir­bún­ing skipu­lags­breyt­ing­ar.

Svona gæti kísilverið í Helguvík litið út fullbyggt að mati Stakksbergs. Mynd: Úr matsskýrslu.

Á fundi í júní 2019 taldi umhverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­nes­bæjar ekki tíma­bært að aug­lýsa til­lögu að deiliskipu­lags­breyt­ingu fyrr en mati á umhverf­is­á­hrifum væri lok­ið. „Áform­aðar end­ur­bætur á kís­il­verk­smiðj­unni rúm­ast hins vegar alveg innan gild­andi deiliskipu­lags og kalla þær því einar og sér ekki á breyt­ingu á skipu­lag­in­u,“ segir í mats­skýrslu Stakks­bergs, en þetta er breyt­ing frá því á fyrri stigum umhverf­is­mats­ins. „Ein­göngu þarf því að breyta deiliskipu­lagi til að sam­ræma það núver­andi mann­virkjum sem reist voru á grund­velli bygg­ing­ar­leyfa útgefnum af Reykja­nes­bæ, í sam­ræmi við fram­an­greindar athuga­semdir Skipu­lags­stofn­un­ar.“

Í skýrsl­unni kemur einnig fram að þótt ný mann­virki verði í sam­ræmi við gild­andi deiliskipu­lag þurfi að breyta því fyrir útgáfu leyfa til end­ur­bóta á sumum núver­andi mann­virkj­um. „Sú breyt­ing verður kynnt og færi gefin á gerð athuga­semda í sam­ræmi við ákvæði skipu­lags­laga,“ segir Stakks­berg í skýrsl­unni.

Nú þegar mati á umhverf­is­á­hrifum hinna fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmda er lokið mun félagið sækja um bygg­ing­ar­leyfi fyrir ný mann­virki og end­ur­skoðun á starfs­leyfi verður aug­lýst.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar