Viðræður standa enn yfir um sölu kísilversins í Helguvík

Arion banki og PCC eiga enn í viðræðum um kísilverið í Helguvík, verksmiðjuna sem Arion vill selja og PCC, sem rekur kísilver á Húsavík, mögulega kaupa. Viljayfirlýsing var undirrituð í janúar og samkvæmt henni skal viðræðum lokið í sumar.

Kísilverksmiðjan í Helguvík hefur ekki verið starfrækt í fjögur og hálft ár.
Kísilverksmiðjan í Helguvík hefur ekki verið starfrækt í fjögur og hálft ár.
Auglýsing

„Þetta er enn í far­vegi, engin nið­ur­staða enn sem komið er,“ segir Har­aldur Guðni Eiðs­son, for­stöðu­maður sam­skipta­sviðs Arion banka, um stöðu við­ræðna við PCC SE, meiri­hluta­eig­anda kís­il­vers­ins á Húsa­vík, sem lýst hefur áhuga á að kaupa kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík af bank­an­um. Vilja­yf­ir­lýs­ing milli Arion og PCC var und­ir­rituð í byrjun árs og sam­kvæmt henni skal við­ræðum lokið í sum­ar, segir Har­aldur Guðni.

Verk­smiðjan í Helgu­vík hefur ekki verið starf­rækt frá haust­mán­uðum 2017 eða í um fjögur og hálft ár. Félagið Sam­einað Síli­kon (United Sil­icon) átti hana en rekst­ur­inn, sem hófst í nóv­em­ber 2016, gekk brös­ug­lega frá upp­hafi og stóð aðeins í tíu mán­uði eða þar til Umhverf­is­stofnun stöðv­aði starf­sem­ina vegna ítrek­aðra bil­ana og kvart­ana íbúa í nágrenni hennar um heilsu­fars­leg óþæg­indi. Sam­einað Síli­kon var tekið til gjald­þrota­skipta í upp­hafi árs 2018 og eign­að­ist Arion banki, helsti lán­ar­drott­inn félags­ins, eignir þrota­bús­ins í kjöl­far­ið.

Auglýsing

Síðan þá hefur verið stefnt að því að selja verk­smiðj­una. Árið 2019 hófst mat á umhverf­is­á­hrifum þeirra áforma bank­ans að gera end­ur­bætur á henni, end­ur­ræsa hana og stækka með því að bæta þremur ljós­boga­ofnum við þann eina sem fyrir er. Mat­inu lauk með áliti Skipu­lags­stofn­unar á gaml­árs­dag.

Að mati stofn­un­ar­innar eru fyr­ir­hug­aðar end­ur­bætur lík­legar til að fækka til­vikum sem ljós­boga­ofn er stöðv­aður og stytta tíma sem hann keyrir á skertu afli. Þá eru áform um að losa útblástur um skor­steina en ekki um rjáfur síu­húss, sem bætt var við vegna aðfinnslu Umhverf­is­stofn­un­ar, lík­leg til að leiða til betri dreif­ingar útblást­ursefna, stöðugri rekst­urs verk­smiðj­unnar og stuðla að bættum loft­gæðum frá því sem áður var. Engu að síður er það álit stofn­un­ar­innar að áhrif við rekstur 1. áfanga verði nokkuð nei­kvæð og áhrif fullrar fram­leiðslu fjög­urra ofna tals­vert nei­kvæð.

Bæj­ar­yf­ir­völd í Reykja­nesbæ eru alfarið mót­fallin því að verk­smiðjan verði end­ur­ræst og rímar það við skoðun íbúa sem í tuga­tali sendu inn athuga­semdir við fyr­ir­ætl­an­irnar í umhverf­is­mats­ferl­inu.

„Ég hef ekk­ert heyrt í PCC eða Arion banka í marga mán­uð­i,“ segir Kjartan Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri í Reykja­nes­bæ, spurður um hvort þessir aðilar hafi verið í ein­hverjum sam­skiptum við bæj­ar­yf­ir­völd í þeim við­ræðum sem þeir eiga nú í.

Vilji bæj­ar­yf­ir­valda og íbúa stendur til þess að verk­smiðjan verði rif­in. Þórður Ólafur Þórð­ar­son, lög­fræð­ingur Arion banka og stjórn­ar­maður í Stakks­bergi, dótt­ur­fé­lagi bank­ans sem á kís­il­verið í Helgu­vík, sagði á fundi umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþingis í febr­úar að „það tjón sem þarna yrði á hags­munum við það að flytja verk­smiðj­una í burtu, það er bara svo óskap­legt að það er raun­veru­lega ekki efna­hags­lega boð­legur kost­ur“.

Auglýsing Arion banka í Leifsstöð. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Ólafur Hrafn Hösk­ulds­son, fjár­mála­stjóri Arion banka og stjórn­ar­for­maður Stakks­bergs, sagði á fund­inum að þrátt fyrir að búið væri að færa eign­irnar að mestu niður í bókum bank­ans þá fælist „mikil ábyrgð og sóun í því að rífa niður þessa 15-20 millj­arða og ekki kanna til hlítar hvort að hægt sé að gang­setja þarna verk­smiðju sem hægt er að reka í eins góðri sátt við sam­fé­lagið og hægt er og í takti við kröfur eft­ir­lits­að­ila“.

Hann segir stjórn­endur bank­ans hafa skoðað alla mögu­leika í stöð­unni, líka þann að rífa verk­smiðj­una. „Við erum banka­menn, við erum ekki sér­fræð­ingar í sili­kon­fram­leiðslu eða fram­kvæmdum á sili­kon­verk­smiðju, það er ljóst. Það hefur alltaf legið fyrir frá upp­hafi í þessu ferli hjá bank­anum að það verði ekki farið í þetta nema með aðila sem hefur þekk­ingu og reynslu við­eig­andi á þessu svið­i.“ Því væri vilja­yf­ir­lýs­ing við PCC „rök­rétt staða í þessu ferli“.

Tak­marka upp­bygg­ingu meng­andi iðn­aðar

Í til­lögu að aðal­skipu­lagi Reykja­nes­bæjar til árs­ins 2035, sem nú er aug­lýst, er kynnt stefnu­breyt­ing varð­andi upp­bygg­ingu í Helgu­vík. Dregið er tölu­vert úr umfangi iðn­að­ar­svæðis sem „felur í sér minni áhættu á meng­un,“ segir í umhverf­is­skýrslu sem gerð var í tengslum við mat á umhverf­is­á­hrifum nýs skipu­lags.

Í Helgu­vík er enn gert ráð fyrir upp­bygg­ingu iðn­aðar en áhersla lögð á iðnað sem sam­ræm­ist íbúa­byggð, sem er þar í næsta nágrenni, og settir skil­málar um hvers konar iðn­aður megi bæt­ast við, m.a. til að draga úr líkum á að við bæt­ist iðn­aður sem auki á losun flú­ors og brenni­steins­dí­oxíðs. „Mik­il­vægt er að íbúum í nágrenni iðn­að­ar­svæðis verði tryggð heil­næm lífs­skil­yrði og njóti heil­næms og ómeng­aðs umhverf­is,” segir m.a. í grein­ar­gerð með aðal­skipu­lags­til­lög­unni. „Breyt­ing á aðal­skipu­lagi stuðlar að bættri heilsu íbúa og dregur úr líkum á mengun í nágrenni við þétt­býlið í Reykja­nes­bæ.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent