Einhver verði dreginn til ábyrgðar fyrir stjórnlaust útboð á ríkiseign

Kristrún Frostadóttir sakar fjármálaráðherra um að vera á sjálfsstýringu í kjölfar þess sem hún kallar stjórnlaust útboð á ríkiseign og segir hann eiga að hleypa öðrum að, hafi hann ekki áhuga á því að taka pólitíska forystu í málinu.

Kristrún sagði ekkert að marka í tilsvörum Bjarna um sölu Íslandsbanka.
Kristrún sagði ekkert að marka í tilsvörum Bjarna um sölu Íslandsbanka.
Auglýsing

Tals­verður hiti var í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morgun og var aðal­um­ræðu­efnið útboð Banka­sýslu rík­is­ins á hlut í Íslands­banka. Þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Kristrún Frosta­dótt­ir, kall­aði eftir því að fjár­mála­ráð­herra sýndi póli­tíska for­ystu í mál­inu þar sem þjóðin væri búin að missa trúna á sölu­ferl­inu, þar sem aðilar hafi fengið frítt spil til að selja almenn­ings­eign á afslætti, sölu­að­ilum hafi verið borg­aðar him­in­háar þókn­anir til þess að hjálpa spá­kaup­mönnum að skot­græða á rík­is­eign.

­Sagði Kristrún óljóst hvernig kaup­endur hefðu verið vald­ir; þeirra á meðal hefðu verið aðilar með skelfi­lega sögu af banka­rekstri. Sak­aði hún fjár­mála­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­son, sem fyr­ir­spurnin beind­ist að, um skort á auð­mýkt, vald­hroka og for­ystu­leysi og sagði að væri hann svo áhuga­laus um mál­ið, sem hún kall­aði stjórn­laust úboð á rík­is­eign, ætti hann að huga að því hleypa öðrum að. Ekki væri hægt að sinna einu æðsta emb­ætti þjóð­ar­innar með hálfri hendi, algjör skortur væri á auð­mýkt og vald­hroki hafi ein­kennt ferl­ið.

Auglýsing
Nauðsynlegt væri að draga þá til ábyrgðar sem stóðu að þeirri spill­ingu sem hún sagði hafa átt sér stað við útboð­ið. „Ef hæst­virður ráð­herra getur ekki sýnt for­ystu í þessu máli, þá hefur hann ekki erindi lengur í póli­tík.“

Vilji ekk­ert frekar en að öllum spurn­ingum sé svarað

Í svari sínu sagð­ist Bjarni, líkt og allir þeir sem komið hafi um ákvörð­un­inni um sölu­ferlið, vilja ekk­ert frekar en að öllum spurn­ingum yrði svar­að. Sagði hann að gagn­rýni þing­manna kæmi honum spánskt fyrir sjónir miðað við hversu opið sölu­ferlið hafi verið og spurði hvers vegna þessi sjón­ar­mið hefðu ekki komið fram í aðdrag­anda söl­unn­ar.

Þá sagð­ist Bjarni ætla að hafa frum­kvæði að því að Rík­is­end­ur­skoðun yrði falið að fara yfir fram­kvæmd útboðs­ins. Hann hefði fulla trú að því að það myndi stand­ast skoð­un. Þá mætti ekki gleyma heild­ar­nið­ur­stöðu útboðs­ins.

Sagði Kristrún afleitt að hlusta á eft­irá­skýr­ingar ráð­herra sem hefði sagt sölu­ferlið opið; vilj­andi hefði verið ráð­ist í lokað útboð þar sem almenn­ingi var ekki hleypt að. Þjóðin hefði haldið að verið væri að veita ákveðnum aðilum með sterkt bak­land, sterka fjár­hags­lega getu og trú­verð­ug­leika aðgang að kaupum bank­ans.

Þá gæti hún ekki séð að ráð­herra væri að taka for­ystu í mál­inu, hann færi undan í sínum skýr­ing­um. „Það er ekk­ert að marka það sem hér er sag­t,“ end­aði Kristrún ræðu sína og hlaut við það und­ir­tektir ann­arra þing­manna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent