Vill fá Ríkisendurskoðun til að skoða Íslandsbankasöluna

Fjármálaráðherra leggur til að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið á hlut í Íslands­banka. Þingflokksformaður Pírata spyr af hverju ætti að leyfa ráðherranum að halda áfram að skipta sér af ríkissjóði þegar föður hans tókst að kaupa hlut í bankanum.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra telur það best að fá Rík­is­end­ur­skoðun til þess að taka út fram­kvæmd útboðs á hlut rík­is­ins í Íslands­banka og fara yfir það með þing­inu með hvaða hætti lög og fyr­ir­mæli voru fram­kvæmd við útboð­ið. „Ég tel að miðað við það sem ég veit að það muni bara koma vel út fyrir alla fram­kvæmd­ina.“

Þetta kom fram í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morg­un. Hall­dóra Mog­en­sen þing­flokks­for­maður Pírata spurði ráð­herr­ann af hverju þingið ætti að leyfa fjár­mála­ráð­herra að halda áfram að selja Íslands­banka eða skipta sér yfir höfuð af rík­is­sjóði þegar föður Bjarna tókst að kaupa hlut í bank­anum ásamt fjölda fólks með vafa­sama for­tíð frá banka­hrun­inu.

Hall­dóra hóf fyr­ir­spurn sína á því að benda á að nú lægi fyrir listi kaup­enda í nýaf­stöðnu útboði á Íslands­banka. Reif­aði hún atburða­rás­ina og benti á að í útboð­inu hefði verið hópi fjár­festa boðið að kaupa eignir rík­is­ins á afslætti. Þann 10. febr­úar hefði ráð­herra gefið út grein­ar­gerð um fyr­ir­ætl­anir um sölu bank­ans þar sem meðal ann­ars voru reifuð mark­mið, sölu­að­ferð og áætlað sölu­ferli bank­ans. Þann 18. mars hefði fjár­mála­ráð­herra sent Banka­sýsl­unni bréf þar sem hann hefði falið henni að fram­kvæma útboð á bréfum í Íslands­banka „að höfðu sam­ráði við ráð­herra um tíma­setn­ing­ar, skipt­ingu áfanga og sölu­að­ferð­ir“.

Auglýsing

Af hverju fá ein­stak­lingar með „væg­ast sagt vafa­sama for­tíð úr banka­hrun­inu“ að kaupa hlut í bank­anum með afslætti?

„Yf­ir­lýst mark­mið með að veita lok­uðum hópi fjár­festa þennan afslátt væri að finna trausta lang­tíma­fjár­festa sem fram­tíð­ar­eig­endur bank­ans. Tekin var með­vituð ákvörðun um að veita þennan afslátt og nota lokað útboð til að laða að stofn­fjár­festa sem lang­tíma­eig­endur bank­ans.

Ráð­herra sem ábyrgð­ar­að­ili þessa útboðs hefði auð­veld­lega getað sett reglur eða ramma um það hvernig fjár­festum skyldi hleypt að en þess í stað var um að ræða nokk­urs konar villta vestur þar sem fimm sölu­fyr­ir­tæki tóku kvöld­stund í að hringja í sína upp­á­halds­fjár­festa. Nið­ur­staðan er afar sund­ur­leitur listi fjár­festa þar sem ein­hverjir tugir ein­stak­linga eru að fjár­festa fyrir brot úr pró­sent­i,“ sagði Hall­dóra.

Spurði hún því ráð­herr­ann hvað hefði breyst frá því að ráð­herra gaf út yfir­lýst mark­mið um að finna stóra hæfa lang­tíma­fjár­festa. „Hvers vegna sjáum við fjár­festa sem eru að kaupa brot úr pró­senti í bank­anum með afslætti? Og af hverju fá ein­stak­lingar með væg­ast sagt vafa­sama for­tíð úr banka­hrun­inu að kaupa hlut í bank­anum með afslætt­i?“ spurði hún.

Halldóra Mogensen Mynd: Bára Huld Beck

Eng­inn hand­val­inn – þetta var opið útboð

Bjarni svar­aði og sagð­ist fyrst vilja ræða það sem Hall­dóra kall­aði afslátt í útboð­inu og benda á það að hér fór fram sala á rúm­lega 50 millj­arða hlut sem jafn­gildir um 300 við­skipta­dögum með hluta­bréf í bank­an­um, fimm­föld velta á mark­aði með hluta­bréf í Íslands­banka frá ára­mót­um.

„Spurn­ingin sem var uppi þennan dag var þessi: Hvert er rétta verðið fyrir sölu í dag á 22,5 pró­sent hlut? Það er spurn­ingin sem var uppi. Það fékkst svar við henni með ríkri þátt­töku mark­aðs­að­ila, gríð­ar­lega mik­illi eft­ir­spurn í útboð­inu og svarið var að þeim mark­miðum sem eru skrifuð út í lög og voru uppi hér í þing­inu af þing­nefndum og voru til grund­vallar sem við­mið af minni hálfu gagn­vart Banka­sýsl­unni – þessum mark­miðum öllum mátti best ná með því að gengið væri 117. Enda sjá það allir í hendi sér að ef við hefðum sett inn í Kaup­höll­ina 50 millj­arða hlut þá hefði fram­boðs­hliðin auð­vitað bara leitt til þess að verð í bank­anum hefði hrun­ið. Þegar við skoðum sam­an­burð við önnur dæmi, við getum notað Arion banka hér innan lands eða önnur erlend dæmi, þá sjáum við að frá­vikið frá síð­asta mark­aðs­gengi var lítið í þessu til­viki. Þetta er aðeins um það sem hátt­virtur þingmaður kallar afslátt.

Það var engum sér­stak­lega hleypt að í þessu ferli heldur var það ljóst frá upp­hafi að þeir sem teld­ust hæfir fjár­festar máttu taka þátt. Hvað er hæfur fjár­fest­ir? Það er fjár­festir sem hefur næga reynslu og þekk­ingu til þess að það megi selja honum án þess að það sé gefin út útboðs­lýs­ing. Allir þeir sem gáfu sig fram, lýstu áhuga á því að taka þátt í þessu útboði, sem var opin­bert af hálfu Banka­sýsl­unn­ar, og upp­fylltu skil­yrði um að vera hæfir sem sagt ann­ars vegar og voru reiðu­búnir að greiða verðið sem Banka­sýslan á end­anum lagði til og ég sam­þykkti, þeir fengu að taka þátt. Eng­inn hand­val­inn. Þetta var opið útboð,“ sagði Bjarni.

Af hverju ætti þingið að leyfa Bjarna að halda áfram að selja bank­ann?

Hall­dóra kom aftur í pontu og sagði að afsláttur væri fyrir stóra fjár­festa, til að laða að stórri áhættu­samri fjár­fest­ingu, ekki fyrir Lyf og heilsu til að kaupa banka eða föður fjár­mála­ráð­herra.

„Í fyrsta útboð­inu á bank­anum tap­aði rík­is­sjóður 30 millj­örð­um. Í seinna útboð­inu mistókst að finna hæfan fram­tíð­ar­eig­enda en það tókst að selja föður fjár­mála­ráð­herra hlut í bank­anum með afslætti ásamt fjölda manns með mjög vafa­sama for­tíð frá banka­hrun­inu. Að gef­inni þess­ari reynslu, af hverju í ósköp­unum ætti þingið að leyfa hæst­virtum ráð­herra að halda áfram að selja þennan banka eða skipta sér yfir höfuð af rík­is­sjóð­i?“ spurði hún.

Telur að skoðun muni koma vel út

Bjarni svar­aði í annað sinn og sagði að stjórn­völd hefðu lagt sig fram um það að tryggja gagn­sæi um alla þessa með­ferð. „Þess vegna voru þessi sam­skipti við þingið og þess vegna meðal ann­ars lagði ég mikla áherslu á það, ef lög ekki hindr­uðu, að birta lista yfir þá sem fengu úthlutun í þessu útboði. Um það giltu almennar regl­ur.“

Hann vildi vekja athygli á því vegna þess að Hall­dóra hefði skoð­anir á ein­stökum kaup­endum og teldi þá mis­vel til þess fallna að fara með eigna­hlut í fjár­mála­fyr­ir­tæki að lög kvæðu á um það að ef ein­stak­lingar eða lög­að­ilar vilja fara með virkan eign­ar­hlut, eins og það heitir í lög­um, yfir 10 pró­sent þá yeðu þeir að fara í gegnum nál­ar­auga.

„Það gildir ekki fyrir smáa eign­ar­hluti. Þar gilda aðrar regl­ur. Ég ætla að segja þetta um fram­hald­ið: Vegna þeirrar gagn­rýni sem fram hefur komið þá held ég að það sé lang­best – til þess einmitt að tryggja að það sé ekk­ert í skugg­anum og það sé vel farið yfir þá fram­kvæmd sem við höfum hér nú nýgengið í gegnum – að við fáum Rík­is­end­ur­skoðun til þess að taka út fram­kvæmd útboðs­ins og fara yfir það fyrir þingið með hvaða hætti lög og fyr­ir­mæli voru fram­kvæmd við þetta útboð. Ég tel að miðað við það sem ég veit að það muni bara koma vel út fyrir alla fram­kvæmd­ina.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent