„Raunverulega ekki boðlegur kostur“ að flytja kísilverið

Fulltrúar Arion banka segja það að flytja kísilverið úr Helguvík yrði „svo óskaplegt“ að það sé „raunverulega ekki efnahagslega boðlegur kostur“. Þeir segja „engar gulrætur frá ríkinu“ fylgja sölunni.

Kísilverið í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá haustinu 2017.
Kísilverið í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá haustinu 2017.
Auglýsing

„Það má ekki gleyma því að þarna hefur verið varið til mjög miklum fjár­munum til að byggja upp rekstur sem þarf jú að vísu nokkra fjár­fest­ingu til að sé hægt að full­klára þessa verk­smiðju. En raun­veru­lega það tjón sem þarna yrði á hags­munum við það að flytja verk­smiðj­una í burtu, það er bara svo óskap­legt að það er raun­veru­lega ekki efna­hags­lega boð­legur kost­ur.“

Þetta sagði Þórður Ólafur Þórð­ar­son, lög­fræð­ingur Arion banka og stjórn­ar­maður í Stakks­bergi, dótt­ur­fé­lagi bank­ans sem á kís­il­verið í Helgu­vík, sem var gestur á fundi umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþingis í morg­un. Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður Pírata, óskaði eftir fund­inum og var umræðu­efnið kís­il­verið í Helgu­vík sem hvorki bæj­ar­yf­ir­völd í Reykja­nesbæ né íbúar vilja að verði end­ur­ræst. Arion banki hefur hins vegar önnur áform, umhverf­is­mati er lokið og nýverið að skrifað undir vilja­yf­ir­lýs­ingu við rekstr­ar­að­ila kís­il­vers PCC á Bakka um mögu­leg kaup.

Ólafur Hrafn Hösk­ulds­son, fjár­mála­stjóri Arion banka og stjórn­ar­for­maður Stakks­berg var einnig gestur fund­ar­ins og rifj­aði upp að bank­inn hefði eign­ast verk­smiðj­una árið 2018 eftir gjald­þrot United Sil­icon. Rekst­ur­inn hafði þá verið stöðv­aður af Umhverf­is­stofnun haustið áður vegna ítrek­aðra rekstr­ar­erf­ið­leika og meng­unar sem íbúar kvört­uðu oft­sinnis yfir.

Auglýsing

Ólafur sagði að um 15-20 millj­arða króna fjár­fest­ingu væri að ræða í innviðum til kís­ilfram­leiðslu. „Það er ljóst að þrátt fyrir það að búið sé að færa þessar eignir að mestu niður í bókum bank­ans þá felst ábyrgð í því að halda á þess­ari 15-20 millj­arða fjár­fest­ingu og það er þessi ábyrgð sem hefur verið okkar leið­ar­ljós í verk­efn­inu. Þegar maður talar um þessa ábyrgð þá felst vissu­lega ábyrgð í því að skoða gang­setn­ingu á verk­smiðj­unni en það fellst að sama skapi mikil ábyrgð og sóun í því að rífa niður þessa 15-20 millj­arða og ekki kanna til hlítar hvort að hægt sé að gang­setja þarna verk­smiðju sem hægt er að reka í eins góðri sátt við sam­fé­lagið og hægt er og í takti við kröfur eft­ir­lits­að­ila.“

Þórður Ólafur Þórðarson (t.v.) og Ólafur Hrafn Höskuldsson voru fulltrúar Arion banka á fundinum.

Hann segir stjórn­endur bank­ans hafa viljað skoða alla mögu­leika í stöð­unni, líka þann að rífa verk­smiðj­una. „Við erum banka­menn, við erum ekki sér­fræð­ingar í sili­kon­fram­leiðslu eða fram­kvæmdum á sili­kon­verk­smiðju, það er ljóst. Það hefur alltaf legið fyrir frá upp­hafi í þessu ferli hjá bank­anum að það verði ekki farið í þetta nema með aðila sem hefur þekk­ingu og reynslu við­eig­andi á þessu svið­i.“ Því væri vilja­yf­ir­lýs­ing við PCC „rök­rétt staða í þessu ferli“.

Myndu alltaf tapa pen­ingum

Ólafur sagði að rætt hefði verið við tugi fjár­festa und­an­farin ár þar sem ýmsum hug­myndum um rekstur í Helgu­vík hefðu verið rædd­ar, bæði varð­andi flutn­ing verk­smiðj­unn­ar, end­ur­ræs­ingu hennar og önnur not fyrir inn­við­ina. „Í fyrsta lagi hafa engin skuld­bind­andi til­boð komið á borðið frá aðilum sem sjá önnur not fyrir þessa inn­við­i.“

Hann sagði að önnur not á verk­smiðj­unni en til sili­kon­fram­leiðslu kæmu „aldrei til með að nýta þessa 15-20 millj­arða inn­viði í ein­hverjum mæli. Þannig að mestu not af þessum innviðum eru, aug­ljós­lega kannski, kís­ilfram­leiðsla“.

Engar gul­rætur fylgja

Andrés Ingi spurði m.a. hvort að ein­hverjar íviln­anir frá hinu opin­bera fylgdu eign­inni ef til sölu hennar kæmi. Þórður sagði að raf­orku­samn­ingur hefði ekki fylgt en að Stakks­berg hefði gert nýjan samn­ing við Lands­virkjun sum­arið 2018 sem að efn­inu til væri ekki ósvip­aður þeim samn­ingi og United Sil­icon hefði haft. United Sil­icon og rík­is­ins var svo íviln­un­ar­samn­ing­ur, hefð­bund­inn fjár­fest­inga­samn­ing­ur, eins og Þórður orð­aði það, „en við kusum að yfir­færa ekki þann samn­ing þannig að það fylgja þessu nýja fyr­ir­tæki Stakks­bergi engar gul­rætur frá rík­in­u“.

Ólafur sagði það „vissu­lega“ mögu­leika að taka verk­smiðj­una niður og flytja hana ann­að. „En það er kostn­að­ar­sam­t“. Hann sagði stjórn­endur bank­ans hafa átt sam­töl við rekstr­ar­að­ila „út um allan heim“ um þennan mögu­leika. „En nið­ur­staðan er raun­veru­lega að eina upp­leggið var „í raun eig­enda­skipti á vanda­mál­inu fyrir ekki neitt“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent