Áhrif kísilvers yrðu „talsvert neikvæð“ – hvað þýðir það?

Umhverfisstofnun metur áhrif endurræsingar og stækkunar kísilversins í Helguvík talsvert neikvæð. Hvað einstaka umhverfisþætti varðar telur hún áhrifin allt frá því að vera óviss í það að geta orðið verulega neikvæð. En hvað þýða þessar vægiseinkunnir?

Kísilverið í Helguvík var starfrækt á nokkurra mánaða tímabili á árunum 2016-2017.
Kísilverið í Helguvík var starfrækt á nokkurra mánaða tímabili á árunum 2016-2017.
Auglýsing

„Heilt yfir metur Umhverf­is­stofnun áhrif end­ur­ræs­ingar 1. áfanga og upp­bygg­ingar kís­il­verk­smiðju Stakks­bergs í Helgu­vík, í fulla virkni 4. áfanga, vera tals­vert nei­kvæð frá núver­andi stöðu. Óvissa er um áhrif end­ur­ræs­ingar og gæði meng­un­ar­varna án neyð­ar­skor­steins. Umhverf­is­stofnun telur hættu á rekstr­ar­ó­stöð­ug­leika með fyr­ir­liggj­andi fyr­ir­komu­lagi um starf­semi án neyð­ar­skor­steins/a. Við þær aðstæður telur stofn­unin mögu­legt að áhrif verk­smiðj­unnar á loft­gæði verði veru­lega nei­kvæð, bæði ryklos­unar og lykt­ar­meng­un­ar. Þá eru áhrifin ekki aðeins stað­bundin við iðn­að­ar­svæðið í Helgu­vík heldur einnig svæð­is­bundin m.t.t. ásýnd­ar.“Þetta eru loka­orð í ítar­legri umsögn Umhverf­is­stofn­unar um frum­mats­skýrslu Stakks­bergs á áform­aðri end­ur­ræs­ingu og stækkun kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver United Sil­icon í Helgu­vík, sem starf­rækt var um nokk­urra mán­aða skeið á árunum 2016-2017 olli íbúum Reykja­nes­bæjar óþæg­ind­um. Rekst­ur­inn gekk brös­ug­lega allt frá upp­hafi, illa gekk að halda ljós­boga­ofni vers­ins stöð­ugum svo oft­sinnis þurfti að slökkva á honum og kveikja upp á nýjan leik. Það er við þær aðstæður sem mest hætta á mengun verð­ur. Umhverf­is­stofnun ákvað að stöðva rekst­ur­inn haustið 2017. United Sil­icon varð gjald­þrota en eig­andi verk­smiðj­unnar í dag er Stakks­berg, félag sem er alfarið í eigu Arion banka.Stakks­berg hyggst gera end­ur­bætur á verk­smiðj­unni, end­ur­ræsa hana og stækka svo í áföngum þar til ofn­arnir verða fjór­ir. Í frum­mats­skýrslu er lagt mat á þau áhrif sem þær fyr­ir­ætl­anir gætu haft.

AuglýsingUmhverf­is­stofnun er ósam­mála Stakks­bergi að ýmsu leyti hvað áhrifin varð­ar. Þannig telur hún til dæmis að áhrif á loft­gæði gætu orðið tals­vert nei­kvæð en ekki nokkuð nei­kvæð eins og fram kemur í skýrslu Stakks­bergs. Þá telur stofn­unin að áhrif á loft­gæði yrðu ekki endi­lega aft­ur­kræf og ef rekstaró­stöð­ug­leiki skap­ist geti þau orðið veru­lega nei­kvæð.En hvað þýða þessar væg­is­ein­kunnir sem gefnar eru í skýrslum um mat á umhverf­is­á­hrifum og umsögnum stofn­ana?Allt hvílir ferlið á lögum um mat á umhverf­is­á­hrifum frá árinu 2000 með síð­ari breyt­ing­um. Og til að glöggva sig á orða­val­inu er gagn­legt að skoða leið­bein­ingar Skipu­lags­stofn­unar um flokkun umhverf­is­þátta, við­mið ein­kenni og vægi umhverf­is­á­hrifa.Þegar meta á áhrif til­tek­innar fram­kvæmd­ar, s.s. umfang og vægi áhrifa, á ákveðna umhverf­is­þætti (t.d. and­rúms­loft) þarf að liggja fyrir við hvað er miðað við mat­ið. Grund­völlur slíks mats er m.a. fyr­ir­liggj­andi stefna um við­kom­andi umhverf­is­þætti sem að finna má lögum og reglu­gerð­um, alþjóða­samn­ingum og ýmsum stefnu­skjölum stjórn­valda.  Sem dæmi um við­mið má nefna við­mið­un­ar­mörk fyrir styrk brenni­steins­dí­oxíð (SO2) í útblæstri frá verk­smiðju er við­mið sem notað er til að meta áhrif verk­smiðj­unnar á umhverf­is­þátt­inn and­rúms­loft, segir í leið­bein­ing­un­um.Í þeim er að finna yfir­lit yfir þau við­mið sem sett eru fram í hinum ýmsu stefnu­skjölum um umhverf­is­mál sem gilda hér á landi. Yfir­litið er þó ekki sagt tæm­andi og fram kemur að í huga þurfi að hafa að til­tekin við­mið geti breyst og önnur bæst við með til­komu nýrra stefnu­skjala, svo sem nýrra laga og reglu­gerða.

Ýmsir þættir eru skoð­aðirUmhverf­is­þættir sem eru til skoð­unar við mat á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmda eru t.d. and­rúms­loft og veð­ur­far, vatn og sjór, land og sjáv­ar­botn, vist­kerfi, heilsa og öryggi, lands­lag, nátt­úru- og menn­ing­arminjar og hag­rænir og félags­legir þætt­ir.Í lögum um mat á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmda segir að í skýrslu um mat á umhverf­is­á­hrifum skuli til­greina bein, óbein, upp­söfnuð og sam­virk áhrif fram­kvæmdar á umhverf­ið. Í reglu­gerð frá árinu 2005 eru ein­kenni umhverf­is­á­hrifa flokkuð í bein og óbein áhrif, jákvæð og nei­kvæð áhrif, var­an­leg og tíma­bundin áhrif, aft­ur­kræf og óaft­ur­kræf áhrif, sam­virk og sam­mögnuð áhrif.

Ein­kenni áhrifa

Þegar unnið er að lýs­ingu og mati á áhrifum fram­kvæmdar á umhverfið þarf að gera grein fyrir ein­kennum áhrif­anna. Til að stuðla að sam­ræmdri umfjöllun um áhrif í mats­skýrslum réð­ist Skipu­lags­stofnun í að skil­greina þessi ein­kenni. Auk þess eru í leið­bein­ing­unum sett fram dæmi um skýr­ingar sem geta lýst eig­in­leikum áhrif­anna. Bent er á að taka þurfi til­lit til stað­setn­ingar og eðlis hverrar fram­kvæmdar fyrir sig. Þannig geti t.d. bein áhrif fram­kvæmda á til­tek­inn umhverf­is­þátt verið aft­ur­kræf í sumum til­fellum en óaft­ur­kræf í öðr­um.Bein áhrif geta verið skerð­ing á gróðri, varp­svæð­um, jarð­mynd­unum og forn­leif­um, svo dæmi séu tek­in. Einnig geta bein áhrif orðið á loft­gæði og hávaða.Óbein áhrif eru áhrif á umhverf­is­þætti sem ekki eru bein afleið­ing fram­kvæmdar en þó má rekja til fram­kvæmd­ar­inn­ar, t.d. breyt­ing á gróðri vegna hækk­aðrar grunn­vatns­stöðu.Jákvæð áhrif geta falist í auknu umferð­ar­ör­yggi, auknum atvinnu­mögu­leikum og svo fram­veg­is.Áhrif eru nei­kvæð ef þau skerða eða rýra gildi til­tek­ins eða til­tek­inna umhverf­is­þátta á beinan eða óbeinan hátt. Til dæmis hávaði í íbúða­byggð, skerð­ing á útsýni, jarð­vegs- og gróð­ur­eyð­ing, röskun á jarð­mynd­unum og fleira.Var­an­leg áhrif verða til dæmis þegar ný íbúða­hverfi eru byggð á lítt snortnu landi en tíma­bundin áhrif geta svo orðið á fram­kvæmda­tíma, s.s. með auk­inni umferð og hávaða.

Væg­is­ein­kunnirVið mat á áhrifum fram­kvæmdar þarf svo að meta vægi þeirra, t.d. veru­lega jákvæð, tals­vert jákvæð, óveru­leg, tals­vert nei­kvæð eða veru­lega nei­kvæð á til­tekna umhverf­is­þætti s.s. loft, vatn, jörð vist­kerfi, heilsu og öryggi. Það þarf einnig að gera hvað varðar fram­kvæmd­ina í heild sinni.Skipu­lags­stofnun bendir á að vægi áhrifa og væg­is­ein­kunn sé ávallt mats­kennd, jafn­vel þótt liggi fyrir til­tekin og skýr við­mið í stefnu­mörkum stjórn­valda, lögum og reglu­gerðum eða alþjóða­samn­ing­um.  „Al­mennt má segja að vægi áhrifa fari eftir eðli, gerð, umfangi, tíðni og tíma­lengd umhverf­is­á­hrifa, hverjar séu líkur á áhrifum og hvort þau séu óaft­ur­kræf að teknu til­liti til við­kvæmni fyr­ir­hug­aðs fram­kvæmda- og áhrifa­svæð­is. Allt eru þetta þættir sem leggja þarf mat á í matsvinn­unni til að kom­ast að nið­ur­stöðu um vægi áhrifa á til­tek­inn umhverf­is­þátt.“Að auki bendir Skipu­lags­stofnun á að hafa þurfi í huga að áhrif fram­kvæmdar á ein­stakan umhverf­is­þátt geta verið nei­kvæð en um leið geti þau haft jákvæð áhrif á annan umhverf­is­þátt. Nei­kvæðu áhrifin geti þó verið það veru­leg og afger­andi að þrátt fyrir jákvæð áhrif á til­tekna þætti vegi þau ekki upp á móti þeim nei­kvæðu, þannig að áhrif fram­kvæmd­ar­innar í heild sinni telj­ast umtals­verð.Í leið­bein­ing­unum eru lögð til hug­tök sem lúta að vægi áhrifa. „Þetta er gert í því skyni að stuðla að sam­ræm­ingu í hug­taka­notkun þegar kom­ist er að nið­ur­stöðu um vægi á ein­staka umhverf­is­þætt­i.“Hug­tökin eru eft­ir­far­andi:Veru­lega jákvæð: Áhrif fram­kvæmdar á umhverf­is­þátt bæta hag mik­ils fjölda fólks og/eða hafa jákvæð áhrif á umfangs­mikið svæði. Sú breyt­ing eða ávinn­ingur sem hlýst af fram­kvæmd­inni er oft­ast var­an­leg. Áhrifin eru oft­ast á svæð­is-, lands- og/eða heims­vísu en geta einnig verið stað­bund­in.Tals­verð jákvæð: Áhrif fram­kvæmdar á umhverf­is­þátt taka ekki til umfangs­mik­ils svæðis en svæðið kann að vera við­kvæmt fyrir breyt­ing­um, m.a. vegna nátt­úru­fars og forn­minja. Áhrifin geta verið jákvæð fyrir svæðið og/eða geta verið jákvæð fyrir fjölda fólks. Áhrifin geta verið var­an­leg og í sumum til­fellum aft­ur­kræf. Áhrif geta verið stað-, svæð­is­bundin og/eða á lands­vísu.Óveru­leg: Áhrif fram­kvæmdar á umhverf­is­þátt eru minni­háttar með til­liti til umfangs svæðis og við­kvæmni þess fyrir breyt­ingum ´samt fjölda fólk sem verður fyrir áhrif­um. Áhrifin eru í mörgum til­fellum tíma­bundin og að mestu aft­ur­kræf. Áhrifin eru oft­ast stað- eða svæð­is­bund­in.Tals­verð nei­kvæð: Áhrif fram­kvæmdar á umhverf­is­þátt taka ekki til umfangs­mik­ils svæðis en svæðið kann að vera við­kvæmt fyrir breyt­ingum m.a. vegna nátt­úru­fars eða forn­minja. Áhrifin geta verið nei­kvæð fyrir svæðið og/eða geta valdið fjölda fólks ónæði eða óþæg­ind­um. Áhrifin geta verið var­an­leg og í sumum til­fellum óaft­ur­kræf.Veru­leg nei­kvæð: Áhrif fram­kvæmdar á umhverf­is­þátt skerða umfangs­mikið svæði og/eða svæði sem er við­kvæmt fyrir breyt­ingum og/eða rýra hag mik­ils fjölda fólks. Sú breyt­ing eða tjón sem hlýst af fram­kvæmd­inni er oft­ast var­an­leg og yfir­leitt óaft­ur­kræf.Miðað við skil­grein­ingar Skipu­lags­stofn­unar á hug­tak­inu „tals­vert nei­kvæð“ telur Umhverf­is­stofnun að end­ur­ræs­ing kís­il­verk­smiðj­unnar í Helgu­vík og stækkun hennar gæti valdið fjölda fólks ónæði eða óþæg­indum og að áhrifin gætu orðið var­an­leg og í sumum til­fellum óaft­ur­kræf.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent