Óttast „verulegan ófrið“ verði kísilver Arion banka ræst að nýju

„Íbúar í Reykjanesbæ munu aldrei sættast á að rekstur þessarar verksmiðju fari í gang aftur og ég óttast að verulegur ófriður verði nái þetta fram að ganga,“ segir forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um áform Arion banka að endurræsa kísilverið.

Guðbrandur Einarsson er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Guðbrandur Einarsson er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Auglýsing

„Ég er að sjálf­sögðu mjög von­svik­inn yfir þessu áliti. Enn og aftur telur Skipu­lags­stofnun að það sé í lagi að gerðar séu til­raunir á íbúum Reykja­nes­bæjar sem margir hverjir upp­lifðu tals­verð veik­indi á meðan þessi rekstur var í gangi. Breyt­ing á bygg­ingu mun að mínu mati ekki breyta neinu þar um nema þá helst að dreifa meng­un­inni yfir fleiri íbú­a.“

Þannig kemst Guð­brandur Ein­ars­son, for­seti bæj­ar­stjórnar Reykja­nes­bæj­ar, að orði inntur eftir við­brögðum við áliti Skipu­lags­stofn­unar á mats­skýrslu Stakks­bergs á fyr­ir­hug­uðum end­ur­bót­um, end­ur­ræs­ingu og stækkun kís­il­verk­smiðj­unnar í Helgu­vík. Stakks­berg, sem í eigu Arion banka, eign­að­ist verk­smiðj­una og allt sem henni fylgir er Sam­einað Síli­kon ehf. varð gjald­þrota árið 2018. Verk­smiðjan hafði aðeins verið rekin um tíu mán­aða skeið á árunum 2016-2017. Ítrek­aðar bil­anir höfðu komið upp og ljós­boga­ofn­inn því oft keyrður á litlu afli með þeim afleið­ingum að íbúar í nágrenni vers­ins fundu oft fyrir heilsu­fars­legum óþæg­ind­um. Umhverf­is­stofnun stöðv­aði rekst­ur­inn í sept­em­ber árið 2017. Arion banki hefur frá upp­hafi stefnt að því að selja kís­il­verið og þegar árið 2019 lagði hann fram mats­á­ætlun um end­ur­bætur vers­ins og stækk­un. Mati á umhverf­is­á­hrifum þeirra fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmda eru nú lok­ið.

Skipu­lags­stofnun býður í óvissu­ferð

Fyr­ir­hug­aðar end­ur­bætur Stakks­bergs ehf. á kís­il­verk­smiðj­unni í Helgu­vík eru að mati Skipu­lags­stofn­unar lík­legar til að fækka til­vikum sem ljós­boga­ofn er stöðv­aður og stytta tíma sem hann keyrir á skertu afli. Þá eru áform um að losa útblástur um skor­steina en ekki um rjáfur síu­húss, sem bætt var við vegna aðfinnslu Umhverf­is­stofn­un­ar, lík­leg til að leiða til mun betri dreif­ingar útblást­ursefna, stöðugri rekst­urs verk­smiðj­unnar og stuðla að bættum loft­gæðum frá því sem áður var. Engu að síður er það álit stofn­un­ar­innar að áhrif við rekstur 1. áfanga, þ.e. eins ljós­boga­ofns, verði nokkuð nei­kvæð og áhrif fullrar fram­leiðslu fjög­urra ofna tals­vert nei­kvæð.

„Ég var að sjálf­sögðu að von­ast til þess að Skipu­lags­stofnun tæki af öll tví­mæli í þessu máli,“ segir Guð­brandur enn­fremur um nið­ur­stöðu Skipu­lags­stofn­un­ar. Þó nefni stofn­unin nokkur atriði sem hún telji vera nei­kvæð og upp í veru­lega nei­kvæð. „Engu að síður telja emb­ætt­is­menn Skipu­lags­stofn­unar rétt að bjóða íbúum Reykja­nes­bæjar upp á óvissu­ferð sem hún hefði aldrei átt að heim­ila í byrj­un.“

Guð­brandur segir að íbúar Reykja­nes­bæjar muni „aldrei sætt­ast á að rekstur þess­arar verk­smiðju fari í gang aftur og ég ótt­ast að veru­legur ófriður muni verða nái þetta fram að ganga“.

Segir túlkun Stakks­bergs ranga

Hönnun verk­smiðj­unnar hefur verið breytt frá því að Stakks­berg lagði fram frum­mats­skýrslu árið 2020 og rúm­ast nú allar nýjar bygg­ingar innan heim­ilda gild­andi deiliskipu­lags að mati félags­ins. Þetta þýði að ekki þurfi að gera nýtt deiliskipu­lag – aðeins breyta því í sam­ræmi við þær bygg­ingar sem fyrir eru og voru ekki í takti við fyr­ir­liggj­andi leyfi á sínum tíma.

Guð­brandur mót­mælir þess­ari túlkun Stakks­bergs og segir það rangt að bygg­ing­ar­innar rúmist innan núgild­andi deiliskipu­lags og „að ein­ungis þurfi að þurfi að sam­ræma deiliskipu­lagið núver­andi mann­virkjum sem reist voru á grund­velli bygg­ing­ar­leyfa útgefnum af Reykja­nes­bæ.

Því er til að svara að bygg­ing­ar­leyfið var gefið út í góðri trú á grund­velli rangra teikn­inga sem lagðar voru fram af hálfu United Sil­icon. Því má velta því fyrir sér hver eigi að bera ábyrgð á þessum ólög­legu teikn­ing­um.“

Auglýsing

Bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæjar hefur ítrekað lýst yfir and­stöðu sinni við að kís­il­verið í Helgu­vík verði end­ur­ræst. Spurður hvort að bæj­ar­yf­ir­völd geti hindrað end­ur­ræs­ingu miðað við þá stöðu sem nú er komin upp segir Guð­brandur að það verði að sjálf­sögðu skoð­að.

„En mér finnst þetta ekki bara vera mál Reykja­nes­bæj­ar, heldur líka rík­is­ins sem ber ábyrgð á þeim stofn­unum sem veittu heim­ild fyrir þessum rekstri í byrj­un. Það getur engan veg­inn þjónað hags­munum okkar að brenna þús­undum tonna af kolum á hverju ári í bak­garð­inum hjá okkur fyrir utan aðra mengun sem af þessu hlýst.“

Guð­brandur seg­ist einnig vilja beina ábyrgð­inni á Arion banka sem geti ekki „bara falið sig á bak við eitt­hvert dótt­ur­fé­lag. Hvar eru hin grænu gildi Arion banka? Eru þau bara til að skreyta sig með?“

Álit Skipu­lags­stofn­unar verður fljót­lega sett á dag­skrá bæj­ar­stjórnar Reykja­nes­bæj­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent