Óttast „verulegan ófrið“ verði kísilver Arion banka ræst að nýju

„Íbúar í Reykjanesbæ munu aldrei sættast á að rekstur þessarar verksmiðju fari í gang aftur og ég óttast að verulegur ófriður verði nái þetta fram að ganga,“ segir forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um áform Arion banka að endurræsa kísilverið.

Guðbrandur Einarsson er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Guðbrandur Einarsson er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Auglýsing

„Ég er að sjálf­sögðu mjög von­svik­inn yfir þessu áliti. Enn og aftur telur Skipu­lags­stofnun að það sé í lagi að gerðar séu til­raunir á íbúum Reykja­nes­bæjar sem margir hverjir upp­lifðu tals­verð veik­indi á meðan þessi rekstur var í gangi. Breyt­ing á bygg­ingu mun að mínu mati ekki breyta neinu þar um nema þá helst að dreifa meng­un­inni yfir fleiri íbú­a.“

Þannig kemst Guð­brandur Ein­ars­son, for­seti bæj­ar­stjórnar Reykja­nes­bæj­ar, að orði inntur eftir við­brögðum við áliti Skipu­lags­stofn­unar á mats­skýrslu Stakks­bergs á fyr­ir­hug­uðum end­ur­bót­um, end­ur­ræs­ingu og stækkun kís­il­verk­smiðj­unnar í Helgu­vík. Stakks­berg, sem í eigu Arion banka, eign­að­ist verk­smiðj­una og allt sem henni fylgir er Sam­einað Síli­kon ehf. varð gjald­þrota árið 2018. Verk­smiðjan hafði aðeins verið rekin um tíu mán­aða skeið á árunum 2016-2017. Ítrek­aðar bil­anir höfðu komið upp og ljós­boga­ofn­inn því oft keyrður á litlu afli með þeim afleið­ingum að íbúar í nágrenni vers­ins fundu oft fyrir heilsu­fars­legum óþæg­ind­um. Umhverf­is­stofnun stöðv­aði rekst­ur­inn í sept­em­ber árið 2017. Arion banki hefur frá upp­hafi stefnt að því að selja kís­il­verið og þegar árið 2019 lagði hann fram mats­á­ætlun um end­ur­bætur vers­ins og stækk­un. Mati á umhverf­is­á­hrifum þeirra fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmda eru nú lok­ið.

Skipu­lags­stofnun býður í óvissu­ferð

Fyr­ir­hug­aðar end­ur­bætur Stakks­bergs ehf. á kís­il­verk­smiðj­unni í Helgu­vík eru að mati Skipu­lags­stofn­unar lík­legar til að fækka til­vikum sem ljós­boga­ofn er stöðv­aður og stytta tíma sem hann keyrir á skertu afli. Þá eru áform um að losa útblástur um skor­steina en ekki um rjáfur síu­húss, sem bætt var við vegna aðfinnslu Umhverf­is­stofn­un­ar, lík­leg til að leiða til mun betri dreif­ingar útblást­ursefna, stöðugri rekst­urs verk­smiðj­unnar og stuðla að bættum loft­gæðum frá því sem áður var. Engu að síður er það álit stofn­un­ar­innar að áhrif við rekstur 1. áfanga, þ.e. eins ljós­boga­ofns, verði nokkuð nei­kvæð og áhrif fullrar fram­leiðslu fjög­urra ofna tals­vert nei­kvæð.

„Ég var að sjálf­sögðu að von­ast til þess að Skipu­lags­stofnun tæki af öll tví­mæli í þessu máli,“ segir Guð­brandur enn­fremur um nið­ur­stöðu Skipu­lags­stofn­un­ar. Þó nefni stofn­unin nokkur atriði sem hún telji vera nei­kvæð og upp í veru­lega nei­kvæð. „Engu að síður telja emb­ætt­is­menn Skipu­lags­stofn­unar rétt að bjóða íbúum Reykja­nes­bæjar upp á óvissu­ferð sem hún hefði aldrei átt að heim­ila í byrj­un.“

Guð­brandur segir að íbúar Reykja­nes­bæjar muni „aldrei sætt­ast á að rekstur þess­arar verk­smiðju fari í gang aftur og ég ótt­ast að veru­legur ófriður muni verða nái þetta fram að ganga“.

Segir túlkun Stakks­bergs ranga

Hönnun verk­smiðj­unnar hefur verið breytt frá því að Stakks­berg lagði fram frum­mats­skýrslu árið 2020 og rúm­ast nú allar nýjar bygg­ingar innan heim­ilda gild­andi deiliskipu­lags að mati félags­ins. Þetta þýði að ekki þurfi að gera nýtt deiliskipu­lag – aðeins breyta því í sam­ræmi við þær bygg­ingar sem fyrir eru og voru ekki í takti við fyr­ir­liggj­andi leyfi á sínum tíma.

Guð­brandur mót­mælir þess­ari túlkun Stakks­bergs og segir það rangt að bygg­ing­ar­innar rúmist innan núgild­andi deiliskipu­lags og „að ein­ungis þurfi að þurfi að sam­ræma deiliskipu­lagið núver­andi mann­virkjum sem reist voru á grund­velli bygg­ing­ar­leyfa útgefnum af Reykja­nes­bæ.

Því er til að svara að bygg­ing­ar­leyfið var gefið út í góðri trú á grund­velli rangra teikn­inga sem lagðar voru fram af hálfu United Sil­icon. Því má velta því fyrir sér hver eigi að bera ábyrgð á þessum ólög­legu teikn­ing­um.“

Auglýsing

Bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæjar hefur ítrekað lýst yfir and­stöðu sinni við að kís­il­verið í Helgu­vík verði end­ur­ræst. Spurður hvort að bæj­ar­yf­ir­völd geti hindrað end­ur­ræs­ingu miðað við þá stöðu sem nú er komin upp segir Guð­brandur að það verði að sjálf­sögðu skoð­að.

„En mér finnst þetta ekki bara vera mál Reykja­nes­bæj­ar, heldur líka rík­is­ins sem ber ábyrgð á þeim stofn­unum sem veittu heim­ild fyrir þessum rekstri í byrj­un. Það getur engan veg­inn þjónað hags­munum okkar að brenna þús­undum tonna af kolum á hverju ári í bak­garð­inum hjá okkur fyrir utan aðra mengun sem af þessu hlýst.“

Guð­brandur seg­ist einnig vilja beina ábyrgð­inni á Arion banka sem geti ekki „bara falið sig á bak við eitt­hvert dótt­ur­fé­lag. Hvar eru hin grænu gildi Arion banka? Eru þau bara til að skreyta sig með?“

Álit Skipu­lags­stofn­unar verður fljót­lega sett á dag­skrá bæj­ar­stjórnar Reykja­nes­bæj­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent