Er Arion banki „grænn banki“?

Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ, skrifar um áform Arion banka um að endurræsa verksmiðju í Helguvík í andstöðu við vilja íbúa og bæjaryfirvalda á Suðurnesjum.

Auglýsing

Und­an­farin ár hafa verið und­ar­leg. Yfir heim­inn hefur dunið óáran sem á sér ekki margar hlið­stæður í mann­kyns­sög­unni, en hafa hvatt til sam­stöðu vel­flestra jarð­ar­búa til að bregð­ast við. Fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar hafa eftir bestu getu lagt sig fram um að sinna þeim sam­fé­lags­legu skyldum sem eftir hefur verið kall­að. Covid og loft­lags­váin hafa sýnt okkur að þrátt fyrir þróun alls­konar tækni erum við ekki hafin yfir nátt­úru­lög­málin og getum ekki hagað okkur hvernig sem við vilj­um, eða villt á okkur sýn. Reynt að sýn­ast aðrir en erum. Og þó. 

Sumir virð­ast telja sér allt leyfi­legt í krafti auðs og valds. Vonin um aukin gróða virð­ist blinda mönnum sýn um hvað er rétt og hvað sé skyn­sam­legt eða sið­sam­legt . Nýlegar fréttir um afgreiðslu Skipu­lags­stofn­unar á umhverf­is­á­hrifum vegna stækk­unar kís­il­vers í Helgu­vík valda örugg­lega fleirum en íbúum á Suðu­nesjum von­brigð­um. Arion banki sem aug­lýsir sig að því er virð­ist sem „grænasta“ banka lands­manna er bara hreint ekki eins grænn og vill vera láta. 

Auglýsing
Stjórnendum Arion banka er það jafn ljóst og skýrslu­höf­undum Skipu­lags­stofn­unar að þær breyt­ingar sem lagðar eru til í umhverf­is­skýrsl­unni eru lítt til bóta. Áfram mun lykt og mengun leggj­ast yfir íbúða­byggð í Reykja­nes­bæ, með til­heyr­andi óþæg­indum fyrir bæj­ar­búa, hugs­an­legum heilsu­á­hrifum og jafn­vel verð­falli fast­eigna. Það skiptir þá litlu enda hafa þeir valið að vera ekki i við­skiptum við íbúa á Suð­ur­nesjum, þar eru aðrir sem skipta meira máli og skapa gróð­ann. 

Stjórn­endur Arion banka hafa nú í nokkurn tíma valið að láta svo líta út að kís­il­verk­smiðjan væri verð­laus í þeirra bók­um. Að vilji þeirra stæði til að sinna sínu „græna“ hlut­verki. Nú virð­ist breyt­ing hafa orðið og glýjan komin í augu þeirra. Kís­il­verð hefur farið hækk­andi og nú skal allt reynt til að koma kís­il­ver­inu í gott verð.

Því miður virð­is­t af­staða bæj­ar­búa í Reykja­nesbæ eða bæj­ar­yf­ir­valda litlu skipta. Fyrir utan­að­kom­and­i virð­ist nú eiga að nýta sér hverja þá laga­flækju sem mögu­lega finnst til þess að end­urstarta verk­smiðju sem eng­inn vill hafa í sínum bak­garði. Heyrst hefur í ann­ars hljóð­látu upp­lýs­inga­kerfis valda og fjár­mála­mann­anna að til­gangur Arion banka ­með umhverfi­skýrsl­unni sé fyrst og fremst að finna leið til að starta verk­smiðj­unni án þess að þurfa að eiga nokkur sam­skipti við skipu­lags eða bæj­ar­yf­ir­völd í Reykja­nes­bæ. Þeir vita að and­staðan þar við áformin er algjör. 

Vonin er um að í þeim bak­garði fjár­mála­kerf­is­ins þar sem völd og græðgi er höf­uð­mál­ið f­inn­ist þó enn ein­hver sá sem sér ástæðu til þessa að stíga út úr þeim aðstæðum sem Arion banki virð­ist vera að koma sér í. Að láta ekki gleð­ina yfir skamm­tíma­gróða þó mik­ill sé, ráða för. Að horfa til hags­muna sam­fé­lags­ins sem ætlað er að búa í námunda við kís­il­verið og þeirra áhrifa sem það kemur til með að hafa á lofts­lagið til langs tíma. Að bank­inn verði sá „græni banki“ sem þeir aug­lýsa og hægt sé að treysta því að þeir axli sína sam­fé­lags­legu ábyrgð sem þeir hafa und­ir­geng­ist í mark­aðs­setn­ingu sinni.

Höf­undur er íbúi í Reykja­nes­bæ. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar