Er Arion banki „grænn banki“?

Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ, skrifar um áform Arion banka um að endurræsa verksmiðju í Helguvík í andstöðu við vilja íbúa og bæjaryfirvalda á Suðurnesjum.

Auglýsing

Und­an­farin ár hafa verið und­ar­leg. Yfir heim­inn hefur dunið óáran sem á sér ekki margar hlið­stæður í mann­kyns­sög­unni, en hafa hvatt til sam­stöðu vel­flestra jarð­ar­búa til að bregð­ast við. Fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar hafa eftir bestu getu lagt sig fram um að sinna þeim sam­fé­lags­legu skyldum sem eftir hefur verið kall­að. Covid og loft­lags­váin hafa sýnt okkur að þrátt fyrir þróun alls­konar tækni erum við ekki hafin yfir nátt­úru­lög­málin og getum ekki hagað okkur hvernig sem við vilj­um, eða villt á okkur sýn. Reynt að sýn­ast aðrir en erum. Og þó. 

Sumir virð­ast telja sér allt leyfi­legt í krafti auðs og valds. Vonin um aukin gróða virð­ist blinda mönnum sýn um hvað er rétt og hvað sé skyn­sam­legt eða sið­sam­legt . Nýlegar fréttir um afgreiðslu Skipu­lags­stofn­unar á umhverf­is­á­hrifum vegna stækk­unar kís­il­vers í Helgu­vík valda örugg­lega fleirum en íbúum á Suðu­nesjum von­brigð­um. Arion banki sem aug­lýsir sig að því er virð­ist sem „grænasta“ banka lands­manna er bara hreint ekki eins grænn og vill vera láta. 

Auglýsing
Stjórnendum Arion banka er það jafn ljóst og skýrslu­höf­undum Skipu­lags­stofn­unar að þær breyt­ingar sem lagðar eru til í umhverf­is­skýrsl­unni eru lítt til bóta. Áfram mun lykt og mengun leggj­ast yfir íbúða­byggð í Reykja­nes­bæ, með til­heyr­andi óþæg­indum fyrir bæj­ar­búa, hugs­an­legum heilsu­á­hrifum og jafn­vel verð­falli fast­eigna. Það skiptir þá litlu enda hafa þeir valið að vera ekki i við­skiptum við íbúa á Suð­ur­nesjum, þar eru aðrir sem skipta meira máli og skapa gróð­ann. 

Stjórn­endur Arion banka hafa nú í nokkurn tíma valið að láta svo líta út að kís­il­verk­smiðjan væri verð­laus í þeirra bók­um. Að vilji þeirra stæði til að sinna sínu „græna“ hlut­verki. Nú virð­ist breyt­ing hafa orðið og glýjan komin í augu þeirra. Kís­il­verð hefur farið hækk­andi og nú skal allt reynt til að koma kís­il­ver­inu í gott verð.

Því miður virð­is­t af­staða bæj­ar­búa í Reykja­nesbæ eða bæj­ar­yf­ir­valda litlu skipta. Fyrir utan­að­kom­and­i virð­ist nú eiga að nýta sér hverja þá laga­flækju sem mögu­lega finnst til þess að end­urstarta verk­smiðju sem eng­inn vill hafa í sínum bak­garði. Heyrst hefur í ann­ars hljóð­látu upp­lýs­inga­kerfis valda og fjár­mála­mann­anna að til­gangur Arion banka ­með umhverfi­skýrsl­unni sé fyrst og fremst að finna leið til að starta verk­smiðj­unni án þess að þurfa að eiga nokkur sam­skipti við skipu­lags eða bæj­ar­yf­ir­völd í Reykja­nes­bæ. Þeir vita að and­staðan þar við áformin er algjör. 

Vonin er um að í þeim bak­garði fjár­mála­kerf­is­ins þar sem völd og græðgi er höf­uð­mál­ið f­inn­ist þó enn ein­hver sá sem sér ástæðu til þessa að stíga út úr þeim aðstæðum sem Arion banki virð­ist vera að koma sér í. Að láta ekki gleð­ina yfir skamm­tíma­gróða þó mik­ill sé, ráða för. Að horfa til hags­muna sam­fé­lags­ins sem ætlað er að búa í námunda við kís­il­verið og þeirra áhrifa sem það kemur til með að hafa á lofts­lagið til langs tíma. Að bank­inn verði sá „græni banki“ sem þeir aug­lýsa og hægt sé að treysta því að þeir axli sína sam­fé­lags­legu ábyrgð sem þeir hafa und­ir­geng­ist í mark­aðs­setn­ingu sinni.

Höf­undur er íbúi í Reykja­nes­bæ. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar