Ólöf Helga formannsefni A-lista uppstillingarnefndar Eflingar – Guðmundur leggur fram eigin lista

„Það er ekki þú? Við erum bara þrjú hérna og ég get sagt að það er ekki ég. Þannig að það ert bara þú, Ólöf Helga.“ Uppljóstrað var í Rauða borðinu, þætti Gunnars Smára Egilssonar, hvert formannsefni uppstillingarnefndar Eflingar er.

Rauða borðið
Auglýsing

Upp­still­ing­ar­nefnd Efl­ingar hefur gert til­lögu að A-lista stjórnar félags­ins og er Ólöf Helga Adolfs­dóttir for­manns­efni þess lista. Til­lagan á eftir að fara fyrir stjórn­ar­fund á fimmtu­dag og trún­að­ar­ráð í kjöl­farið og á fundi ráðs­ins ætlar Guð­mundur Bald­urs­son, stjórn­ar­maður í Efl­ingu, að leggja fram eigin lista, þ.e. annan val­kost við A-lista upp­still­ing­ar­nefnd­ar.

Enn gætu svo fleiri listar átt eftir að koma fram en árið 2018 lagði hópur félags­manna fram B-lista með Sól­veigu Önnu Jóns­dóttur sem for­manns­efni. Guð­mundur var einnig á þeim lista sem var svo kjör­inn.

Þetta var meðal þess sem kom fram í Rauða borð­inu, þætti Gunn­ars Smára Egils­sonar for­manns Sós­í­alista­flokks­ins, í gær en gestir hans voru þau Ólöf og Guð­mund­ur.

Auglýsing

Ólöf Helga var trún­að­ar­maður í hlað­deild Icelandair er henni var sagt upp störfum í ágúst. Hún var valin vara­for­maður Efl­ingar af stjórn félags­ins eftir að Sól­veig Anna sagði af sér sem for­maður í byrjun vetrar og þáver­andi vara­for­mað­ur, Agnieszka Ewa Ziólkowska, varð for­mað­ur.

Umræðu­efni Rauða borðs­ins voru áherslur þeirra tveggja enda höfðu þau bæði lýst yfir áhuga á að verða for­menn Efl­ing­ar. „Upp­still­ing­ar­nefnd er búin að setja upp lista sem hún ætlar að leggja til,“ sagði Ólöf Helga á einum tíma­punkti í þætt­in­um. „Svo mun stjórnin fara yfir þennan lista á fundi á fimmtu­dag og svo trún­að­ar­ráð í kjöl­far­ið“

Gunnar Smári, sem er vanur fjöl­miðla­maður greip þetta á lofti og spurði: „Veistu hver list­inn er?“

Ólöf: „Já, ég er búin að sjá hann.“

Gunnar: „Og hver er í efsta sæti á þessum lista?“

Ólöf sagð­ist þá ekki til­búin að greina frá því að svo stöddu.

Gunn­ar: „Guð­mund­ur, ert þú búinn að sjá list­ann?“

Guð­mund­ur: „Já, ég veit hvernig hann er. Ég veit hver er val­inn for­maður fyrir A-list­ann. Ég get bara sagt það að það er ekki ég.“

Gunn­ar: „Það er ekki þú? Þannig að við erum bara þrjú hérna og ég get sagt að það er ekki ég. Þannig að það ert bara þú, Ólöf Helga.“

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar. Mynd: Bára Huld Beck

Ólöf: „Eins og ég kom inn á þá mun list­inn fara fyrir stjórn og svo trún­að­ar­ráð þar sem allt getur gerst. Það getur hvaða félags­maður sem er staðið upp og boðið sig fram til for­manns. Þannig að þó að ég sé á list­anum núna þá er það ekki [ör­ugg­t].“

Gunnar Smári spurði þá Guð­mund hvernig hann ætl­aði að bregð­ast við þessu. „Ég get upp­lýst þig um það Gunnar að við ætlum að setja fram sér lista. Já, við ætlum að gera það.“

Sá listi verði val­mögu­leiki við A-lista upp­still­ing­ar­nefnd­ar­innar og trún­að­ar­ráðs að velja á milli þeirra á fundi sín­um. Gunnar Smári nefndi þá þann mögu­lega að ein­hver annar hópur gæti komið fram með B-lista, svipað því sem gerð­ist árið 2018. „Bú­ist þið við því? Búist þið við því að Sól­veig Anna komi aftur með B-lista?“ spurði Gunnar þau bæði.

„Ég veit að ekki,“ svar­aði Ólöf Helga. „En ég fagna því að það séu fleiri val­kostir fyrir félags­menn okk­ar.“

„Ég svo sem geri mér enga grein fyrir því hvað Sól­veig Anna er að hugs­a,“ svar­aði Guð­mund­ur. „Hún hefur lítið tjáð sig opin­ber­lega þannig að satt að segja hef ég ekki hug­mynd um það.“

Áherslu­málin rædd

Í þætt­inum spurði Gunnar þau bæði út í þeirra áherslu­mál.

„Við eigum enn langt í að koma til móts við erlenda félags­menn okk­ar,“ sagði Ólöf Helga, er Gunnar Smári spurði hana hvað þyrfti að laga innan Efl­ingar að hennar mati. Meira en helm­ingur félags­manna eru af erlendu bergi brotnu. Nefndi hún m.a. túlka­þjón­ust­una sem þyrfti að bæta enda óásætt­an­legt að ætl­ast til þess að aðstand­endur félags­manna væru að túlka fyrir þá. Fræðslu­málin voru henni einnig ofar­lega í huga. Þá sagði hún eflaust tíma­bært að end­ur­skoða lög Efl­ing­ar.

„Við vorum á ljóm­andi góðri leið með Efl­ingu, að breyta ýmsu,“ sagði Guð­mundur og vís­aði þar m.a. til fræðslu og aðgengis fyrir félags­menn af erlendum upp­runa. Hann seg­ist hafa sagt í kosn­inga­bar­átt­unni 2018 að Efl­ing væri sof­andi risi og að það væri tími til kom­inn að hann vakn­aði. „Og hann hefur sann­ar­lega gert það á ýmsum svið­u­m.“

Gunn­ar: „Þannig að þú ert að tala um að halda áfram því starfi sem Sól­veig Anna leidd­i?“

„Að sjálf­sögð­u,“ svar­aði Guð­mund­ur. „Því hún var á ljóm­andi góðri leið með félag­ið. Það er engin ástæða til að víkja af þeirri leið.“

Efl­ing sé rót­tækt verka­lýðs­fé­lag

Gunnar spurði svo Ólöfu hvernig hún sjái fyrir sér að Efl­ing muni leiða áfram íslenska verka­lýðs­bar­áttu. „Mér finnst mik­il­vægt að Efl­ing sé rót­tækt stétt­ar­fé­lag,“ svar­aði Ólöf. „Ég vil líka horfa á sam­vinnu milli verka­lýðs­fé­laga og stétt­ar­fé­laga á Íslandi. Af því að við erum nátt­úr­lega sterk­ari sam­an. Það er styrkur í fjöld­an­um.“

Þá var hún spurð hvað fælist í þeim orðum hennar að Efl­ing yrði að vera „rót­tækt verka­lýðs­fé­lag“ og sagði Ólöf að Efl­ing yrði að vera „til­búin að taka slag­inn. Við þurfum að skoða hlut­ina mjög vel, koma með nýjar hug­myndir og nýjar áherslur og ekki vera feimin að beita þeim vopnum sem að við höf­um.“

Vill afslátt­ar­kjör fyrir félags­menn

Guð­mundur sagð­ist sam­mála því að Efl­ing ætti að vera óhrætt við að beita verk­föllum og öðrum vopn­um. Hann sagð­ist einnig taka undir með Ólöfu að styrk­ur­inn fælist í sam­vinnu við önnur félög í kjara­bar­átt­unni framund­an. Hann nefndi svo einnig að reyna ætti að „kría út“ eins mikið af aflsátt­ar­kjörum fyrir félags­menn Efl­ingar og hægt væri, t.d. hjá mat­vöru­versl­unum og olíu­fé­lög­um.

Gunnar Smári greip þessa hug­mynd Guð­mundar á lofti og spurði hvort það væri ekki hættu­legt að semja t.d. við mat­vörurisa um afslátt­ar­kjör en vera á sama tíma að semja um kaup og kjör við þetta fyr­ir­tæki. Guð­mundur hafði ekki miklar áhyggjur af því og tók sem dæmi að félags­mönnum Sam­eykis byð­ust ýmis afslátt­ar­kjör, t.d. í Bláa lón­inu.

„En Sam­eyki er félag hjá starfs­mönnum ríkis og sveit­ar­fé­laga þannig að þeir eru ekki að semja við Bláa lónið eða þá sem gefa afslátt­inn,“ sagði Gunnar þá.

„Ég veit það, svar­aði Guð­mund­ur. „Þó að við séum Gunnar að semja um svona afslátt­ar­kjör þá eiga þeir ekk­ert inni hjá okkur í stað­inn. Það er ekk­ert svo­leið­is.“

Hér getur þú horft á þátt­inn í heild:

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent