Alþjóðabankinn svartsýnni í nýrri hagspá

Hagvaxtarhorfur á heimsvísu hafa versnað frá síðasta sumri, samkvæmt nýrri hagspá Alþjóðabankans. Bankinn býst við að núverandi kreppa muni leiða til meiri ójafnaðar á milli ríkra og fátækra landa.

Fyrir utan höfuðstöðvar Alþjóðabankans í Washington
Fyrir utan höfuðstöðvar Alþjóðabankans í Washington
Auglýsing

Nýtt veiru­af­brigði, meiri verð­bólga og aukin skuld­setn­ing hins opin­bera mun leiða til þess að hægja mun á hag­vexti á heims­vísu í ár. Afleið­ingar þess­ara þátta verða sér­stak­lega slæmar fyrir þró­un­ar­ríki, en búist er við því að tekju­munur á milli þeirra og iðn­ríkja muni aukast enn frekar á næstu árum. Þetta kemur fram í nýrri hag­spá Alþjóða­bank­ans, sem kom út fyrr í dag.

Hörð lend­ing mögu­leg

Sam­kvæmt hag­spánni er búist við að hag­vöxtur á heims­vísu muni nema 4,1 pró­sent í ár og 3,2 pró­sent á næsta ári, sam­hliða því sem dregur úr vexti eft­ir­spurnar og undið verður ofan af stuðn­ings­að­gerðum rík­is­stjórna víða um heim. Áður fyrr hafði bank­inn spáð 5,5 pró­senta hag­vexti í ár.

Varað var við „harðri lend­ingu“ eftir efna­hags­þreng­ing­arnar sem hafa fylgt heims­far­aldr­in­um, þar sem nýtt Omíkron-af­brigði kór­ónu­veirunnar myndi lík­lega hægja á efna­hags­þróun til skamms tíma. Auk þess nefndi bank­inn að minni hag­vöxtur í Banda­ríkj­unum og Kína myndi hafa nei­kvæð áhrif á eft­ir­spurn eftir útflutn­ings­vörum þró­un­ar­ríkja og að fram­boðs­trufl­anir og verð­bólga gætu reynst þrá­lát.

Auglýsing

Ójöfn­uður gæti auk­ist

Hæg­ari hag­vöxtur mun eiga sér stað sam­hliða frek­ari gliðnun í hag­vexti á milli iðn­ríkja og þró­un­ar­ríkja, segir í frétta­til­kynn­ingu frá Alþjóða­bank­anum. Því er spáð að hag­kerfi iðn­ríkja muni vaxa nægi­lega til að ná sér að fullu efna­hags­lega á næsta ári, en að hag­kerfi þró­un­ar­ríkja verði enn 4 pró­sentum minni en þau hefðu verið ef far­ald­ur­inn hefði ekki skollið á.

Sömu­leiðis nefnir bank­inn að vax­andi verð­bólga, sem bitnar verst á tekju­lág­um, muni hefta getu stjórn­valda til að bregð­ast við ástand­inu. Sam­kvæmt honum hafa mörg þró­un­ar- og nýmark­aðs­ríki þurft að draga úr opin­berum efna­hags­að­gerðum gegn áhrifum far­ald­urs­ins löngu áður en efna­hags­lífið hefur náð sér á strik til að halda verð­bólgu­þrýst­ingnum í lág­marki.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent