Skylda að hvetja fólk til að hjóla eða nota almenningssamgöngur í bílaauglýsingum

Franskar bílaauglýsingar munu brátt breyta um svip. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tekur gildi í mars verða auglýsendur að hvetja fólk til þess að ferðast með öðrum leiðum en sínum eigin einkabíl í öllum bílaauglýsingum.

Brátt eiga allar bílaauglýsingar í Frakklandi að fela í sér hvatningu um að ferðast með öðrum hætti en á bíl.
Brátt eiga allar bílaauglýsingar í Frakklandi að fela í sér hvatningu um að ferðast með öðrum hætti en á bíl.
Auglýsing

Bíla­aug­lýs­ingar í Frakk­landi munu breyt­ast tals­vert á næstu mán­uð­um, en ný reglu­gerð sem ráð­gert er að taki þar gildi í mars mun skylda bíla­fram­leið­endur til þess að hvetja fólk til þess að ferð­ast með öðrum hætti en á sínum einka­bíl í öllum bíla­aug­lýs­ing­um.

Nánar til­tekið geta þeir sem eru að aug­lýsa bíla valið á milli þriggja skila­boða sem eiga, að kröfu yfir­valda, að fylgja með bíla­aug­lýs­ing­um; „íhugið að sam­ein­ast í bíl“, „fyrir styttri ferð­ir, veldu göngu eða hjól­reið­ar“ eða „not­aðu almenn­ings­sam­göngur fyrir dag­legar ferð­ir“.

Þetta mun eiga við allar bíla­aug­lýs­ing­ar, óháð því hvort þær birt­ast í útvarpi, sjón­varpi, í prent­miðl­um, á net­inu, í kvik­mynda­húsum eða á umhverf­is­skilt­um.

Ef aug­lýsendur fara ekki eftir reglu­gerð­inni bíður þeirra sekt sem numið getur allt að 50 þús­und evr­um, jafn­virði um 7 millj­óna íslenskra króna, sam­kvæmt því sem segir í frétt banda­ríska blaðs­ins Was­hington Post um þetta mál.

Orku­skipti snú­ist ekki bara um raf­mót­ora

Bar­bara Pomp­ili, ráð­herra vist­vænna umbreyt­inga í frönsku rík­is­stjórn­inni, sagði um þessar breyt­ingar í færslu á Twitter á dög­unum að orku­skipti í sam­göngum sner­ust ekki ein­ungis um að „skipta yfir í raf­mót­or“, heldur einnig um að nota almenn­ings­sam­göngur eða reið­hjól þegar það væri mögu­legt.

Auglýsing

Svip­aðar hömlur og nú er verið að setja á bíla­aug­lýs­ingar eru þegar í gildi í Frakk­landi þegar kemur að mat­ar­aug­lýs­ing­um, en þeim þurfa að fylgja skila­boð til neyt­enda um að borða minna af drasl­fæði og meira af græn­meti og ávöxt­um.

Hin nýja reglu­gerð er sögð sett á í kjöl­far ára­langrar bar­áttu frá nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um, sem hafa kraf­ist þess að bíla­aug­lýs­ingar verði bann­aðar með öllu í land­in­u.

Sam­kvæmt reglu­gerð­inni sem tekur gildi í mars verða los­un­ar­tölur bíla einnig að fylgja með öllum bíla­aug­lýs­ingum og frá og með árinu 2028 verður bannað að aug­lýsa þá bíla sem mest losa í Frakk­landi.

Tals­menn bíla­fram­leið­enda hafa tjáð sig um fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar nú í upp­hafi árs og hafa við­brögðin verið blend­in.

Æðsti yfir­maður Hyundai í Frakk­landi sagði við AFP-frétta­veit­una að fyr­ir­tækið myndi aðlaga sig að þessu, en kvart­aði þó undan því að þessi aðgerð „setti smán­ar­blett á bíla“, auk þess sem hann lýsti yfir von­brigðum með að regl­urnar ættu einnig að gilda um aug­lýs­ingar á raf­bíl­um, á sama tíma og frönsk stjórn­völd væru að búa til hvata til að auka hlut þeirra í nýskrán­ing­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent