Skylda að hvetja fólk til að hjóla eða nota almenningssamgöngur í bílaauglýsingum

Franskar bílaauglýsingar munu brátt breyta um svip. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tekur gildi í mars verða auglýsendur að hvetja fólk til þess að ferðast með öðrum leiðum en sínum eigin einkabíl í öllum bílaauglýsingum.

Brátt eiga allar bílaauglýsingar í Frakklandi að fela í sér hvatningu um að ferðast með öðrum hætti en á bíl.
Brátt eiga allar bílaauglýsingar í Frakklandi að fela í sér hvatningu um að ferðast með öðrum hætti en á bíl.
Auglýsing

Bíla­aug­lýs­ingar í Frakk­landi munu breyt­ast tals­vert á næstu mán­uð­um, en ný reglu­gerð sem ráð­gert er að taki þar gildi í mars mun skylda bíla­fram­leið­endur til þess að hvetja fólk til þess að ferð­ast með öðrum hætti en á sínum einka­bíl í öllum bíla­aug­lýs­ing­um.

Nánar til­tekið geta þeir sem eru að aug­lýsa bíla valið á milli þriggja skila­boða sem eiga, að kröfu yfir­valda, að fylgja með bíla­aug­lýs­ing­um; „íhugið að sam­ein­ast í bíl“, „fyrir styttri ferð­ir, veldu göngu eða hjól­reið­ar“ eða „not­aðu almenn­ings­sam­göngur fyrir dag­legar ferð­ir“.

Þetta mun eiga við allar bíla­aug­lýs­ing­ar, óháð því hvort þær birt­ast í útvarpi, sjón­varpi, í prent­miðl­um, á net­inu, í kvik­mynda­húsum eða á umhverf­is­skilt­um.

Ef aug­lýsendur fara ekki eftir reglu­gerð­inni bíður þeirra sekt sem numið getur allt að 50 þús­und evr­um, jafn­virði um 7 millj­óna íslenskra króna, sam­kvæmt því sem segir í frétt banda­ríska blaðs­ins Was­hington Post um þetta mál.

Orku­skipti snú­ist ekki bara um raf­mót­ora

Bar­bara Pomp­ili, ráð­herra vist­vænna umbreyt­inga í frönsku rík­is­stjórn­inni, sagði um þessar breyt­ingar í færslu á Twitter á dög­unum að orku­skipti í sam­göngum sner­ust ekki ein­ungis um að „skipta yfir í raf­mót­or“, heldur einnig um að nota almenn­ings­sam­göngur eða reið­hjól þegar það væri mögu­legt.

Auglýsing

Svip­aðar hömlur og nú er verið að setja á bíla­aug­lýs­ingar eru þegar í gildi í Frakk­landi þegar kemur að mat­ar­aug­lýs­ing­um, en þeim þurfa að fylgja skila­boð til neyt­enda um að borða minna af drasl­fæði og meira af græn­meti og ávöxt­um.

Hin nýja reglu­gerð er sögð sett á í kjöl­far ára­langrar bar­áttu frá nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um, sem hafa kraf­ist þess að bíla­aug­lýs­ingar verði bann­aðar með öllu í land­in­u.

Sam­kvæmt reglu­gerð­inni sem tekur gildi í mars verða los­un­ar­tölur bíla einnig að fylgja með öllum bíla­aug­lýs­ingum og frá og með árinu 2028 verður bannað að aug­lýsa þá bíla sem mest losa í Frakk­landi.

Tals­menn bíla­fram­leið­enda hafa tjáð sig um fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar nú í upp­hafi árs og hafa við­brögðin verið blend­in.

Æðsti yfir­maður Hyundai í Frakk­landi sagði við AFP-frétta­veit­una að fyr­ir­tækið myndi aðlaga sig að þessu, en kvart­aði þó undan því að þessi aðgerð „setti smán­ar­blett á bíla“, auk þess sem hann lýsti yfir von­brigðum með að regl­urnar ættu einnig að gilda um aug­lýs­ingar á raf­bíl­um, á sama tíma og frönsk stjórn­völd væru að búa til hvata til að auka hlut þeirra í nýskrán­ing­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent