Íslensku bankarnir fá erlenda samkeppni

Fjártæknifyrirtækið Revolut, sem hefur 18 milljón viðskiptavini um allan heim, hóf bankastarfsemi í tíu nýjum löndum í dag. Ísland var eitt þeirra.

Bankastarfsemi Revolut fer fram í gegnum snjallsímaforrit.
Bankastarfsemi Revolut fer fram í gegnum snjallsímaforrit.
Auglýsing

Breska fjár­tækni­fyr­ir­tækið Revolut hóf banka­starf­semi á Íslandi í dag í gegnum inn­láns­stofnun á vegum þess í Lit­háen. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu sem send var á fjöl­miðla.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni hafa inn­láns­stofn­anir á vegum fyr­ir­tæk­is­ins öðl­ast sér­hæft banka­leyfi sem gerir þeim kleift að stunda starf­semi sína á öllu Evr­ópska efna­hags­svæð­inu (EES). Því hófst banka­starf­semi þess í tíu Evr­ópu­löndum – þar með talið Íslandi – í dag.

Revolut var stofnað í Bret­landi árið 2015 og bauð upp á milli­færslur og gjald­miðla­við­skipti í gegnum smá­forrit án þókn­ana. Árið 2020 stofn­aði bank­inn svo inn­láns­stofn­anir í Pól­landi og Lit­há­en, auk ann­arra aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins. Alls eru við­skipta­vinir fyr­ir­tæk­is­ins 18 millj­ón­ir, en þar af eru sex þús­und þeirra á Íslandi.

Auglýsing

Fyr­ir­tækið segir að við­skipta­vinir þess hér­lendis muni nú njóta inni­stæðu­trygg­ingar upp að 100 þús­und evr­um, eða um 14,7 millj­ónum króna, á ábyrgð lit­háiska rík­is­ins.

Enn er ekk­ert fyr­ir­tæki sem stundar banka­starf­semi með aðsetur hér á landi, sam­kvæmt lista Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­bank­ans um starf­semi erlendra aðila. Hins vegar hefur fjöldi erlendra fyr­ir­tækja leyfi til að stunda banka­starf­semi og/eða verð­bréfa­við­skipti hér­lend­is.

Seðla­bank­inn sendi ábend­ingu til Kjarn­ans um banka­leyfi Revolut og áréttar að ekki sé um að ræða sér­stakt banka­leyfi sem sé útgefið á Íslandi. Félag­ið, sem er með starfs­leyfi sem lána­stofnun í Lit­háen hefur hins vegar fengið heim­ild til að veita þjón­ustu sína á Íslandi.

Enn fremur sagði bank­inn að það væri rangt eða a.m.k. vill­andi að tala um Revolut sem fjár­tækni­fyr­ir­tæki, þar sem ein­ungis inn­lána­stofn­anir geta tekið á móti inn­lánum frá við­skipta­vinum hér­lend­is. Þá vekur hann athygli á því að fyr­ir­tækjum utan evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins, m.a. frá Bret­landi sé ekki heim­ilt að veita þjón­ustu hér á landi nema að und­an­gengnu sam­þykki Seðla­bank­ans.

Aths rit­stjórnar kl. 14:54: Í fyrri útgáfu frétt­ar­innar stóð að Revolut væri eina erlenda fyr­ir­tækið sem stund­aði banka­starf­semi hér á landi. Fréttin hefur verið upp­færð í sam­ræmi við það.

Aths rit­stjórnar kl: 17:18: Fréttin hefur verið upp­færð með áben­ingu Seðla­bank­ans.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent