Viðreisn blæs til prófkjörs í Reykjavík – þess fyrsta í sögu flokksins

Viðreisn hefur ákveðið að halda prófkjör fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Fólk þarf að hafa verið skráð í Viðreisn þremur dögum fyrir prófkjörið til að hafa atkvæðisrétt.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Auglýsing

Félags­fundur Reykja­vík­ur­ráðs Við­reisnar ákvað í gær­kvöldi að próf­kjör yrði haldið til að velja á lista Við­reisnar fyrir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í Reykja­vík. Þetta er í fyrsta sinn sem ákveðið er að listar Við­reisnar skuli ráð­ast með próf­kjöri en ekki upp­still­ingu, sem hefur verið meg­in­regla Við­reisnar til þessa.

Ekki er búið að ákveða hvenær próf­kjör flokks­ins á að fara fram, en sam­kvæmt því sem fram kemur í frétta­til­kynn­ingu þarf að aug­lýsa það með að minnsta kosti 30 daga fyr­ir­vara. Fram­boð þurfa að ber­ast að minnsta kosti 15 dögum fyrir próf­kjör.

Allir félags­menn í Við­reisn sem skráðir hafa verið í flokk­inn í að minnsta kosti þrjá daga og búsettir eru í Reykja­vík geta tekið þátt í próf­kjör­inu. Að því loknu mun upp­still­ing­ar­nefnd ganga frá til­lögum sínum um fram­boðs­lista í sam­ræmi við nið­ur­stöður próf­kjörs­ins, en þó skal tryggja jöfn kynja­hlut­föll með fléttu­lista, þannig að ein­stak­lingar af sama kyni verði ekki í sam­liggj­andi sæt­um.

Um 2.700 manns voru skráð í Við­reisn á lands­vísu skömmu fyrir alþing­is­kosn­ing­arnar síð­asta haust, sam­kvæmt svari flokks­ins til Kjarn­ans. Í svar­inu var sér­stak­lega tekið fram að flokk­ur­inn hefði aldrei nokkru sinni haldið próf­kjör, sem venju­lega laða nýja félaga inn á flokks­skránna.

Bene­dikt Jóhann­es­son fyrr­ver­andi for­maður Við­reisnar rit­aði í ára­móta­grein sinni í Kjarn­ann að hann teldi próf­kjör bestu leið­ina til þess að velja fólk til for­ystu innan stjórn­mála­flokka, þó vissu­lega væri það „mein­gallað fyr­ir­komu­lag“.

Bar­áttan um borg­ina í start­hol­unum

Sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar fara fram 14. maí og flokk­arnir sem ætla sér að bjóða fram í höf­uð­borg­inni eru sumir byrj­aðir að láta glitta í hvernig þeir ætli að haga próf­kjörs­bar­átt­unni – og sums staðar er hún raunar þegar farin af stað með til­kynn­ingum um fram­boð.

Auglýsing

Rétt eins og Við­reisn verður Sam­fylk­ingin með próf­kjör, sem reyndar er kallað flokksval á þeim bæn­um. Það fer fram dag­ana 12.-13. febr­úar og verður opið félögum í Sam­fylk­ing­unni og skráðum stuðn­ings­mönnum flokks­ins í Reykja­vík.

Hjá Sjálf­stæð­is­flokknum er þess enn beðið að end­an­leg ákvörðun verði tekin um að halda annað hvort leið­toga­próf­kjör eins og árið 2018 eða opið próf­kjör þar sem almennir flokks­fé­lagar fái að hafa sitt að segja um annað og meira en ein­ungis það hver leiðir list­ann. Sú ákvörðun er í höndum full­trúa­ráðs flokks­ins.

Píratar ætla sér að halda próf­kjör í febr­úar og ætla má að Vinstri græn geri það einnig. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem ekki á full­trúa í borg­ar­stjórn í dag, ætlar sér hins vegar að stilla upp lista.

Lítið hefur heyrst úr ranni ann­arra flokka sem eiga full­trúa í borg­ar­stjórn, Mið­flokks­ins, Flokks fólks­ins og Sós­í­alista­flokks­ins.

Odd­vitar og einu borg­ar­full­trúar þess­ara þriggja flokka lýstu því þó allar yfir í sam­tali við Vísi í gær að þær hefðu hug á að sækj­ast á ný eftir sæti á fram­boðs­listum flokk­anna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent