Sóttvarnareglur framlengdar um þrjár vikur

Núgildandi sóttvarnareglur, sem gilda til 12. janúar, verða framlengdar um þrjár vikur. Ríkisstjórnin ræddi nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á fundi sínum fyrir hádegi og féllst á tillögur hans um framlengingu aðgerða.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fór að ráðum sóttvarnalæknis í minnisblaði sem barst honum í gær og framlengdi gildandi sóttvarnareglur um þrjár vikur.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fór að ráðum sóttvarnalæknis í minnisblaði sem barst honum í gær og framlengdi gildandi sóttvarnareglur um þrjár vikur.
Auglýsing

„Ég held að við þurfum að taka á honum stóra okkar enn um sinn,“ sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra að loknum rík­is­stjórn­ar­fundi í hádeg­inu. Minn­is­blað sótt­varna­læknis sem hann skil­aði til heil­brigð­is­ráð­herra síð­degis í gær var til umræðu á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í morgun sem sam­þykkti að fara eftir til­lögum sótt­varna­læknis í einu og öllu, það er að fram­lengja gild­andi tak­mark­anir um þrjár vik­ur.

Aðgerð­irnar fela í sér áfram­hald­andi 20 manna sam­komu­tak­mark­an­ir, með und­an­tekn­ingu varð­andi 50 gesti á sitj­andi við­burðum og 200 gesti með nei­kvætt hrað­próf. Tveggja metra nálægð­ar­tak­mörk verða áfram í gildi og grímu­skylda þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra regl­una. Sótt­varna­reglur hvað varðar skóla­starf mið­ast áfram við 50 nem­end­ur. Þá mega veit­inga­staðir með vín­veit­inga­leyfi, skemmti­staðir og krár hafa opið til klukkan 21 en allir gestir þurfa að hafa yfir­gefið stað­inn klukkan 22. Skíða­svæði, sund­laugar og lík­ams­rækt­ar­stöðvar verða opnar fyrir 50% af leyfi­legum hámarks­fjölda gesta.

Auglýsing

Núgild­andi sótt­varna­regl­ur, sem hafa verið í gildi frá því á Þor­láks­messu, renna út á morgun en verða fram­lengdar til 2. febr­ú­ar. Aðgerðir voru hertar vegna fjölda smita, ekki síst vegna ómíkron-af­brigð­is­ins, sem greind­ist hér á landi í des­em­ber en hvert smit­metið var slegið á fætur öðru í aðdrag­anda jóla og náði hámarki 30. des­em­ber þegar 1.553 smit greindust inn­an­lands og á landa­mær­um.

Um 20 þús­und manns hófu árið í ein­angrun eða sótt­kví og á föstu­dag tóku gildi breyttar reglur um sótt­kví þar sem þrí­bólu­settir eru und­an­þegnir hefð­bund­inni sótt­kví. Regl­unum var breytt af fag­legum ástæðum að sögn sótt­varna­læknis og heil­brigð­is­ráð­herra sagði breyt­ing­arnar gerðar til að halda sam­fé­lag­inu gang­andi eins og fram­ast er kostur.

„Við erum ekki öll heil­brigð“

1.191 smit greind­ist inn­an­lands í gær og 41 á landa­mær­un­um, sam­kvæmt bráða­birgða­tölum frá almanna­vörn­um. Kona á níræð­is­aldri lést á Land­spít­ala með COVID-19 í gær. 41 hefur látið lífið frá því að far­ald­ur­inn braut út fyrir tæpum tveimur árum, þar af fjórir á fyrstu dögum þessa árs. Í dag eru 39 á Land­spít­ala með COVID-19. Sjö eru á gjör­gæslu og fjórir þeirra í önd­un­ar­vél. Með­al­aldur þeirra sem eru á spít­ala er 64 ár.

Már Krist­jáns­son, for­stöðu­maður lyf­lækn­inga og bráða­þjón­ustu Land­spít­ala, bendir á að hér á landi er ekki eins­leitur hópur af heil­brigði fólki. Í dag liggja til að mynda tveir á COVID-­deild Land­spít­ala sem eru alla jafna í skil­un, þá er einnig líf­færa­þegi, sjúk­lingur með sprung­inn botn­langa og barns­haf­andi kon­ur. Þetta kom fram í máli Más áopnum fundi vel­ferð­ar­nefndar Alþingis í morgun þar sem fram­kvæmd sótt­varna­að­gerða var til umræðu.

Már sagði mik­il­vægt að allir geri sér grein fyrir því að ekki er um eins­leitan hóp af heil­brigðu fólki að ræða í íslensku sam­fé­lagi heldur sam­bland af fólki með lang­vinn veik­indi sem gerir það að verkum að mjög mörg okkar standa höllum fæti. Að mati Más það skiptir höf­uð­máli að útbreiðsla bólu­setn­inga í sam­fé­lag­inu sé með þeim hætti sem stefnt er að þar sem hún dregur úr hættu á alvar­legum veik­indum hjá fólki sem stendur höllum fæti. „Fólk þarf að hafa það í huga, við erum ekki öll heil­brigð,“ sagði Már.

Var­huga­vert að stytta ein­angrun frekar að mati sótt­varna­læknis

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sat einnig fyrir svörum á fund­inum þar sem hann var meðal ann­ars spurður út í mögu­leika þess að stytta ein­angrun smit­aðra frekar, en hún hefur nú þegar verið stytt úr tíu dögum í sjö. Þórólfur sagði það var­huga­vert þar sem það auki hættu á frek­ari útbreiðslu veirunn­ar.

„Mín fram­tíð­ar­sýn er sú að við þurfum að búa við ein­hverjar tak­mark­anir núna til þess að halda far­aldr­inum í skefj­u­m,“ sagði Þórólf­ur. Hann sagði marga hafa talað niður þær aðgerðir sem gripið hefur verið til und­an­farið og að þær hafi ekki skilað neinu. „Það er bara ekki rétt. Vegna þess að ef að við hefðum ekki verið með þessar aðgerðir þá hefði far­ald­ur­inn verið í veld­is­vexti, hann er í línu­legum vexti vegna þess að við erum með sama fjölda smita á dag,“ sagði Þórólf­ur, sem telur mögu­legt að hjarð­ó­næmi mynd­ist á næstu vikum eða mán­uð­um.

Að hans mati má lítið út af bregða svo afleið­ing­arnar far­ald­urs­ins verði alvar­leg­ar. Þá segir hann raun­hæft að stefna að 500 smitum og einum til tveimur inn­lögnum á spít­ala á dag. „Ef við missum þol­in­mæð­ina og fáum gjör­sam­lega nóg af þessu öllu saman og viljum bara hætta þessu þá fáum við þetta í bakið aft­ur, því mið­ur,“ sagði sótt­varna­lækn­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent