Spáir svipaðri verðbólgu út árið

Ekki er talið að umvandanir stjórnmálamanna til verkalýðsforystunnar muni skila sér í lægri verðbólgu í nýrri verðspá Hagfræðistofnunar HÍ. Stofnunin spáir stöðugri verðbólgu næstu mánuðina og minnkandi atvinnuleysi á seinni hluta ársins.

haskoli-islands_14128538452_o.jpg
Auglýsing

Verð­bólga mun hald­ast yfir 4 pró­sent allt árið, þrátt fyrir að nokkuð muni draga úr launa­hækk­unum frá árinu á und­an, en atvinnu­leysi mun hald­ast undir 4 pró­sentum á seinni hluta árs­ins. Þetta kemur fram í nýrri verð­spá Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands.

Ráða­menn hika við að beita aðhaldi

Sam­kvæmt spánni er aðhald pen­inga­stefn­unnar þessa stund­ina minna en ekk­ert, þar sem raun­vextir eru nei­kvæð­ir. Enn fremur ýtir efna­hags­stefna hins opin­bera undir eft­ir­spurn, þó að atvinnu­leysi hafi minnkað mikið um mitt nýliðið ár og hag­vaxt­ar­horfur séu góð­ar.

Stofn­unin segir að reyna muni meira á stjórn efna­hags­mála en venju­lega á næstu mán­uð­um, þar sem almennir kjara­samn­ingar renna út undir lok árs. „En ráða­menn hika við að beita efna­hags­legu aðhaldi. Þeir aðhyll­ast sárs­auka­minni lausnir, eins og áminn­ingar um ábyrgð verka­lýðs­fé­laga og aðgerð­ar­pakka sem eiga að koma í stað­inn fyrir launa­hækk­an­ir,“ bætir hún við.

Auglýsing

Slíkar umvand­anir munu lík­lega breyta litlu, sam­kvæmt stofn­un­inni, þar sem reynslan af kjara­samn­ingum hér­lendis sýni að kaup­kröfur ráð­ast öðru fremur af ástandi á vinnu­mark­aði.

Laun og hús­næð­is­verð hækka hraðar

Verð­spá stofn­un­ar­innar byggir á vænt­ingum um að meg­in­vextir Seðla­bank­ans hækki hægt og endi í 3,5 pró­sentum í lok árs, sem er svipað spám Lands­bank­ans frá því í haust. Einnig er búist við minnk­andi verð­bólgu í við­skipta­lönd­um, líkt og alþjóða­stofn­anir gera ráð fyr­ir, auk þess sem lág­marks­laun muni hækka um 5 þús­und krón­ur.

Að þessum for­sendum gefnum telur Hag­fræði­stofnun að verð­bólga hald­ist svipuð og verið hefur út þetta ár, eða yfir 4 pró­sent­um. Einnig er búist við að launa­hækk­an­irnar verði minni en í fyrra, en þó meiri en verð­bólg­an.

Til við­bótar við miklar launa­hækk­anir telur stofn­unin að hús­næð­is­verð, sem hún segir aðal­lega ráð­ast af vaxta­stig­inu, muni hækka heldur hraðar en almennt verð­lag.

Stofn­unin bætir einnig við frá­viks­spám, þar sem nokkur óvissa ríkir um verð­lags­þróun erlend­is, en sam­kvæmt Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­inni (OECD) eru meiri líkur á að verð­bólgan sé van­metin heldur en ofmet­in. Hald­ist verð­bólgan í við­skipta­löndum Íslands í 5 pró­sentum á þessu ári mætti búast við að verð­lag muni verða rétt yfir 5 pró­sentum hér­lendis í lok árs­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent