Tímasetning frá bólusetningu að sýkingu gæti skipt sköpum

Ný rannsókn bendir til þess að lengri tími milli bólusetningar og sýkingar af völdum kórónuveirunnar sé betri en styttri.

Kórónuveiran
Auglýsing

Tíma­setn­ing á bólu­setn­ingu og smiti fólks af kór­ónu­veirunni gæti verið lyk­il­at­riði þegar kemur að því að verj­ast ómíkron-­bylgj­unni. Rann­sókn jap­anskra vís­inda­manna bendir til að fólk sem smit­ast hefur af kór­ónu­veirunni nýju, SAR­S-CoV-2, nokkrum mán­uðum eftir að hafa fengið bólu­setn­ingu hafi betri vörn gegn ómíkron-af­brigði veirunnar en þeir sem styttra leið á milli bólu­setn­ingar og sýk­ing­ar.

Í grein í vís­inda­tíma­rit­inu Nat­ure um rann­sókn­ina segir að þetta gæti þýtt að lönd þar sem smit­bylgja ann­arra afbrigða en ómíkron gekk yfir á síð­ari hluta síð­asta árs séu í betri stöðu nú í upp­hafi nýs árs en ann­ars hefði ver­ið.

Auglýsing

Í mörgum löndum hefur hver smit­bylgjan á fætur annarri riðið yfir og ónæmi þar með að ein­hverju leyti mynd­ast gegn alvar­legum sýk­ing­um. En í Japan er staðan nokkuð önnur og ónæmi fyrst og fremst til­komið með bólu­setn­ingum með mRNA-­bólu­efn­um.

Að­al­höf­undur rann­sókn­ar­inn­ar, smit­sjúk­dóma­sér­fræð­ing­ur­inn Takeshi Aras­hiro, segir teymi hans hafa viljað vita hvort að þessi staða gerði það að verkum að jap­anska þjóðin væri sér­stak­lega mót­tæki­leg fyrir ómíkron-af­brigð­inu. Enn sem komið er hafa ekki margir bólu­settir sýkst af ómíkron í land­inu.

Teymið safn­aði mótefni frá Japönum sem höfðu fengið tvo skammta af bólu­efni Pfizer en höfðu síðar sýkst annað hvort af alfa-af­brigði veirunnar eða delta. Þeir rann­sök­uðu svo hæfni mótefn­is­ins til að vernda rækt­aðar frumur gegn sýk­ingu af veirunni. Nið­ur­staðan var sú að sá tími sem hafði liðið frá bólu­setn­ingu og til sýk­ingar fólks skipti sköpum þegar kom að því að verj­ast end­ur­sýk­ingu – sér­stak­lega af völdum ómíkron-af­brigð­is­ins.

Sam­ræm­ist almennum skiln­ingi vís­ind­anna

Nat­ure ræðir einnig við ónæm­is­sér­fræð­ing­inn Jennu Gut­hmiller sem starfar við Háskól­ann í Chigago. Hún segir rann­sókn japönsku vís­inda­mann­anna, sem ekki hefur enn verið rit­rýnd, áhuga­verða og að hún sam­ræm­ist almennum skiln­ingi vís­ind­anna á því hvernig mótefni virka og breyt­ast með tím­an­um.

Gut­hmiller útskýrir að bólu­setn­ing kalli fram mótefna­svar í lík­am­anum rétt eins og nátt­úru­leg sýk­ing. Ef mann­eskja sýk­ist fljót­lega eftir bólu­setn­ingu eru mótefnin lík­lega enn í blóð­rásinni þar sem þau bind­ast veirunni og útrýma henni.

Þegar mann­eskja hins vegar sýk­ist nokkrum mán­uðum eftir bólu­setn­ingu hefur hún myndað minn­is­frumur sem þekkja sýkil­inn (veiruna) er hann reynir inn­göngu í lík­amann og get­ur, fræði­lega séð, varist sýk­ingu bet­ur.

Þar sem nátt­úru­legt ónæmi er lítið í Japan eru miklar vonir bundnar við örv­un­ar­skammta bólu­efn­anna til að verj­ast ómíkron. Örv­un­ar­skammt­arnir gætu mögu­lega virkað eins og hin svið­setta end­ur­sýk­ing í japönsku rann­sókn­inni en það á hins vegar enn eftir að rann­saka sér­stak­lega.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent