Tímasetning frá bólusetningu að sýkingu gæti skipt sköpum

Ný rannsókn bendir til þess að lengri tími milli bólusetningar og sýkingar af völdum kórónuveirunnar sé betri en styttri.

Kórónuveiran
Auglýsing

Tíma­setn­ing á bólu­setn­ingu og smiti fólks af kór­ónu­veirunni gæti verið lyk­il­at­riði þegar kemur að því að verj­ast ómíkron-­bylgj­unni. Rann­sókn jap­anskra vís­inda­manna bendir til að fólk sem smit­ast hefur af kór­ónu­veirunni nýju, SAR­S-CoV-2, nokkrum mán­uðum eftir að hafa fengið bólu­setn­ingu hafi betri vörn gegn ómíkron-af­brigði veirunnar en þeir sem styttra leið á milli bólu­setn­ingar og sýk­ing­ar.

Í grein í vís­inda­tíma­rit­inu Nat­ure um rann­sókn­ina segir að þetta gæti þýtt að lönd þar sem smit­bylgja ann­arra afbrigða en ómíkron gekk yfir á síð­ari hluta síð­asta árs séu í betri stöðu nú í upp­hafi nýs árs en ann­ars hefði ver­ið.

Auglýsing

Í mörgum löndum hefur hver smit­bylgjan á fætur annarri riðið yfir og ónæmi þar með að ein­hverju leyti mynd­ast gegn alvar­legum sýk­ing­um. En í Japan er staðan nokkuð önnur og ónæmi fyrst og fremst til­komið með bólu­setn­ingum með mRNA-­bólu­efn­um.

Að­al­höf­undur rann­sókn­ar­inn­ar, smit­sjúk­dóma­sér­fræð­ing­ur­inn Takeshi Aras­hiro, segir teymi hans hafa viljað vita hvort að þessi staða gerði það að verkum að jap­anska þjóðin væri sér­stak­lega mót­tæki­leg fyrir ómíkron-af­brigð­inu. Enn sem komið er hafa ekki margir bólu­settir sýkst af ómíkron í land­inu.

Teymið safn­aði mótefni frá Japönum sem höfðu fengið tvo skammta af bólu­efni Pfizer en höfðu síðar sýkst annað hvort af alfa-af­brigði veirunnar eða delta. Þeir rann­sök­uðu svo hæfni mótefn­is­ins til að vernda rækt­aðar frumur gegn sýk­ingu af veirunni. Nið­ur­staðan var sú að sá tími sem hafði liðið frá bólu­setn­ingu og til sýk­ingar fólks skipti sköpum þegar kom að því að verj­ast end­ur­sýk­ingu – sér­stak­lega af völdum ómíkron-af­brigð­is­ins.

Sam­ræm­ist almennum skiln­ingi vís­ind­anna

Nat­ure ræðir einnig við ónæm­is­sér­fræð­ing­inn Jennu Gut­hmiller sem starfar við Háskól­ann í Chigago. Hún segir rann­sókn japönsku vís­inda­mann­anna, sem ekki hefur enn verið rit­rýnd, áhuga­verða og að hún sam­ræm­ist almennum skiln­ingi vís­ind­anna á því hvernig mótefni virka og breyt­ast með tím­an­um.

Gut­hmiller útskýrir að bólu­setn­ing kalli fram mótefna­svar í lík­am­anum rétt eins og nátt­úru­leg sýk­ing. Ef mann­eskja sýk­ist fljót­lega eftir bólu­setn­ingu eru mótefnin lík­lega enn í blóð­rásinni þar sem þau bind­ast veirunni og útrýma henni.

Þegar mann­eskja hins vegar sýk­ist nokkrum mán­uðum eftir bólu­setn­ingu hefur hún myndað minn­is­frumur sem þekkja sýkil­inn (veiruna) er hann reynir inn­göngu í lík­amann og get­ur, fræði­lega séð, varist sýk­ingu bet­ur.

Þar sem nátt­úru­legt ónæmi er lítið í Japan eru miklar vonir bundnar við örv­un­ar­skammta bólu­efn­anna til að verj­ast ómíkron. Örv­un­ar­skammt­arnir gætu mögu­lega virkað eins og hin svið­setta end­ur­sýk­ing í japönsku rann­sókn­inni en það á hins vegar enn eftir að rann­saka sér­stak­lega.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent