Óttast „flensu fárviðri“ samhliða „ómíkron-flóðbylgju“

Hún er óvenju brött, kúrfan sem sýnir COVID-smitin í Ísrael. Bólusettasta þjóð heims er ekki í rónni þrátt fyrir að ómíkron sé mildara afbrigði enda er hún einnig að fást við delta og svo inflúensuna ofan á allt saman.

Gríðarleg ásókn er í PCR-próf í Ísrael og hafa yfirvöld orðið að breyta viðmiðum sínum. Enn myndast þá langar raðir bílar daglega við sýnatökustaði.
Gríðarleg ásókn er í PCR-próf í Ísrael og hafa yfirvöld orðið að breyta viðmiðum sínum. Enn myndast þá langar raðir bílar daglega við sýnatökustaði.
Auglýsing

Ísra­elar eru nú í auga ómíkron-­storms­ins og líkt og Íslend­ingar eru þeir að reyna að spá fyrir um álagið sem það mun hafa á heil­brigð­is­kerf­ið. Til­fellum fjölgar gríð­ar­lega hratt, sjúkra­húsinn­lögnum fjölgar sömu­leiðis tölu­vert en það sem læknar vara nú við er að sam­tímis grein­ast sífellt fleiri með inflú­ensu. Flensu­árið í fyrra reis ekki hátt enda sótt­varna­ráð­staf­anir mikl­ar. Þennan vet­ur­inn er staðan breytt, færri hafa þegið inflú­ensu­bólu­setn­ingu en venjan er og að auki virð­ast bólu­efn­in, sem þróuð eru á hverju ári, ekki gagn­ast sem skyldi gegn því afbrigði inflú­ensu­veirunnar sem nú geis­ar.

Ofan á allt saman er delta-af­brigði kór­ónu­veirunnar enn nokkuð útbreitt í Ísr­ael – afbrigði sem er ekki nándar nærri eins smit­andi og ómíkron en getur valdið alvar­legri veik­ind­um.

Auglýsing

„Okkar helsta áhyggju­efni er að álagið á heil­brigð­is­kerfið gæti orðið óbæri­legt og gæti kostað manns­líf,“ hefur Times of Isr­ael eftir Ran Nir-Paz, sér­fræð­ingi í smit­sjúk­dómum á Hadassa­h-­sjúkra­hús­inu í Jer­úsal­em. Hann segir þetta ekki svart­sýna spá heldur raun­sæja. Heil­brigð­is­starfs­fólk sé nú þegar undir miklu álagi að sinna COVID-­sjúk­lingum og ef flensutil­fellum haldi áfram að fjölga og inn­lögnum af þeim sökum einnig gæti það haft skelfi­legar afleið­ing­ar.

Álag á sjúkra­hús í land­inu hefur verið mikið vegna COVID-19 þrátt fyrir að Ísra­elar séu ein bólu­settasta þjóð heims og að rúm­lega 250 þús­und manns hafi ekki fengið aðeins einn örv­un­ar­skammt heldur tvo. Þannig hafa þessir ein­stak­lingar fengið fjóra skammta af bólu­efni Pfizer sem er nær það eina sem notað er í land­inu í kjöl­far samn­ings við lyfj­aris­ann sem tryggði meira en nóg af bólu­efni fyrir alla þjóð­ina.

Dauðsföll í Ísrael vegna COVID-19. Mynd: Our World in Data

Lækn­ir­inn Ronni Gamzu, sem fór fyrir við­brögðum yfir­valda vegna far­ald­urs­ins í upp­hafi og er nú for­stjóri Ichilov -sjúkra­húss­ins í Tel Aviv, er mun bjart­sýnni en kollegi hans. Hann telur sam­legð­ar­á­hrif þess­ara tveggja far­aldra ekki mikið áhyggju­efni. Enn séu sótt­varna­ráð­staf­anir vegna COVID að draga úr útbreiðslu inflú­ensu. Flensutill­fellum sé vissu­lega að fjölga en að „stórir topp­ar“ eins og venju­lega sjá­ist á vet­urna vegna inflú­ens­unar hafi enn ekki orð­ið. „Þess vegna er ég ekki sann­færður um að erfitt ástand sé framund­an.“

Hann segir enn­fremur að sjúkra­hús í Ísr­ael séu vel und­ir­bú­in, hafi nóg af tólum og tækjum hvers konar til að takast á við áskor­an­irnar framund­an.

Lækn­ir­inn Nir-Paz er alls ekki sam­mála og segir að þegar tveir smit­sjúk­dómar geisi á sama tíma sé hættan á of miklu álagi á sjúkra­húsin alltaf fyrir hendi. „Ómíkron er flóð­bylgja, inflú­ensa er fár­viðri og ófyr­ir­sjá­an­legt er hvaða áhrif þetta sam­an­lagt mun hafa.“

Segir vís­bend­ingar um góða virkni fjórða skammts­ins

Naftali Benn­ett, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, fagn­aði því í í gær að um 250 þús­und landar hans hefðu þegið fjórða skammt bólu­efn­is­ins gegn kór­ónu­veirunni. Allir sem eru sex­tíu ára eða eldri eiga nú rétt á slíkum skammti sem og heil­brigð­is­starfs­menn og fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Benn­ett segir fjórða skammt­inn“ lyk­il­inn“ að stefnu lands­ins í bar­átt­unni gegn ómíkron-­bylgj­unni. Enn er skortur á gögnum um gagn­semi af ann­ars örv­un­ar­skammts. Benn­ett vís­aði um helg­ina til þess að honum hefðu verið kynntar frum­nið­ur­stöður lít­illar rann­sóknar um að fjórði skammt­ur­inn fram­kall­aði næstum því fimm sinnum meira af mótefni í blóð­inu. Enn á eftir að koma í ljós hvort það eitt og sér gagn­ist gegn smiti og veik­indum af ómíkron-af­brigð­inu. Þá er heldur ekki vitað hversu lengi hið aukna mótefna­magn var­ir.

Sam­kvæmt spálík­ani stjórn­valda mega um 40 pró­sent Ísra­ela gera ráð fyrir því að smit­ast af COVID-19 í ómíkron-­bylgj­unni, þeirri fimmtu af far­aldr­inum sem gengur yfir þjóð­ina.

Mikil upp­sveifla

Greindum smitum hefur fjölgað gríð­ar­lega í Ísr­ael á síð­ustu dög­um. Á föstu­dag voru þau yfir 18 þús­und og hafa aldrei verið fleiri. Hlut­fall jákvæðra sýna þann dag var nærri 12 pró­sent og R-talan, sem segir til um hversu marga hver og einn smit­aður smitar er að nálg­ast 2.

Sjúkra­húsinn­lögnum fólks með COVID-19 hefur einnig fjölgað umtals­vert. 338 lágu inni fyrir viku en í gær var fjöld­inn kom­inn upp í 524. 206 þess­ara sjúk­linga voru alvar­lega veik­ir, að sögn heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins.

8.259 hafa lát­ist vegna COVID-19 í Ísr­a­el. Tíu lét­ust í gær. Dán­ar­tíðnin er þó langa vegu frá því sem hún hefur verið í fyrri bylgj­um. Það ber þó að hafa í huga að ómíkron-­bylgjan í land­inu er nokkuð seinna á ferð­inni en í mörgum Evr­ópu­ríkj­um.

Ísra­elar eru 9,5 millj­ón­ir. 6,6 millj­ónir hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni, tæpar 6 millj­ónir tvo skammta og 4,3 millj­ónir þrjá eða fjóra. Óbólu­settir eru því enn margir þrátt fyrir góðan aðgang að bólu­efni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent