Ari Edwald rekinn frá Ísey

Einn þeirra þriggja valdamanna úr atvinnulífinu sem hefur verið sakaður um að hafa beitt unga konu kynferðisofbeldi hefur verið sagt upp störfum. Hann hafði áður verið settur í tímabundið leyfi.

Ari Edwald
Ari Edwald
Auglýsing

Ari Edwald, fram­­kvæmda­­stjóra Íseyj­ar út­­flutn­ings, dótt­­ur­­fé­lags Auð­humlu, hef­ur verið rek­inn úr starfi. Frá þessu er greint á mbl.is þar sem segir að stjórn Íseyjar hafi sent félags­mönnum í Auð­humlu, eig­anda Mjólk­ur­sam­söl­unnar og Íseyj­ar, tölvu­póst með þessum upp­lýs­ingum í kvöld. Upp­sögnin tekur gildi sam­stund­is. 

Ari var settur í tíma­bundið leyfi í síð­ustu viku eftir að Vítalía Laz­areva steig fram í við­tali við Eddu Falak í hlað­varp­inu Eigin konur og rakti meint kyn­ferð­is­of­beldi sem hún sagði að Ari og tveir aðrir menn, Þórður Már Jóhann­es­son og Hregg­viður Jóns­son, hefðu beitt hana. 

Í tölvu­póst­inum sem mbl.is vitnar til segir að stjórn Íseyjar hafi fengið „óná­kvæmar upp­lýs­ing­ar“ um málið í lok októ­ber í fyrra. „Málið var strax tekið al­var­­lega vegna þess mög­u­­leika að upp­­lýs­ing­­arn­ar væru rétt­­ar, og hef­ur stjórn fé­lags­ins fundað oft um mál­ið, bæði með fram­­kvæmda­­stjóra og án hans. Málið var enn til með­ferðar í stjórn í síð­ustu viku þegar vatna­skil­in urðu. Eins og all­ir gera sér grein fyr­ir eru mál af þess­um toga bæði al­var­­leg og erfið [...] Þær ásak­an­ir sem nú eru komn­ar fram á hend­ur fram­­kvæmda­­stjóra eru með þeim hætti að stjórn fé­lags­ins taldi sér skylt, að vel at­hug­uðu máli, að segja upp ráðn­ing­­ar­­samn­ingn­um við hann, með áskiln­aði til rift­un­ar síðar ef til­­efni gefst til, með hlið­sjón af hags­mun­um fé­lags­ins, starfs­­fólks og við­skipta­­mönn­um þess, og ekki síður mein­t­um þol­anda.“

Auglýsing

Öll stjórn Íseyjar skrifar undir póst­inn, þar á meðal Elín Mar­grét Stef­áns­dótt­ir stjórn­ar­for­mað­ur.

Töldu ekki til­efni til við­bragða í des­em­ber

Vítalía opin­ber­aði sögu sína fyrst með skjá­skotum sem hún birti á Instagram seint í októ­ber. Þar nafn­greindi hún menn­ina sem hún segir að hafi brotið gegn sér í heitum potti haustið 2020. Þeirra á meðal var Ari.

Skjá­­skot af frá­­­sögn kon­unnar fóru sem eldur í sinu um íslenskt sam­­fé­lag. Í stórum hópum var fátt annað rætt í margar vikur á eftir en hvar þetta mál stæði. Ekk­ert var hins vegar fjallað um málið í fjöl­mið­l­um, þrátt haft hafi verið sam­­band við menn­ina fjóra, meðal ann­­ars frá blaða­­manni Kjarn­ans. Við­brögðin voru eng­in. Þeir svör­uðu ekki.

Kjarn­inn sendi fyr­ir­­spurn á stjórn­­­ar­­for­­mann MS og Ísey útflutn­ings vegna máls­ins 25. nóv­em­ber í fyrra. Fyr­ir­spurnin var ítrekuð en svar barst fyrst þann 17. des­em­ber 2021 frá Elínu. Í svar­inu stóð: „Stjórn Ísey útflutn­ings ehf. hefur vit­­neskju um það efni sem birt­ist á sam­­fé­lags­miðli og þú vísar til. Ekk­ert mál hefur verið til­­kynnt til stjórnar Ísey útflutn­ings ehf. og við höfum ekki vit­­neskju um að starfs­­maður okkar hafi verið kærð­­ur. Það er því ekki til­­efni til við­bragða af hálfu stjórnar að svo stödd­u.“

Hún sagði einnig að stjórnin hefði við­bragðs­á­ætlun til að bregð­­ast við vegna svona mála ef ástæða þætti til að bregð­­ast við. 

Hætti í stjórn banda­rísks félags í byrjun nóv­em­ber

Þrýst­ingur á aðgerðir vegna stöðu mann­anna jókst hratt eftir að við­talið við Vítalíu birt­ist í síð­ustu viku og á fimmtu­dag greindi Stundin frá því að Ari hefði sjálfur óskað eftir því að fara í leyfi.

Ari Edwald sat einnig í stjórn Icelandic Provisions, banda­rísks fyr­ir­tæk­is­ins sem fram­­leiðir skyr eftir aðferðum sem Mjólk­ur­sam­salan hefur þró­að, og er að hluta í eigu henn­ar. Hann sagði sig úr stjórn Icelandic Provisions 6. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn, nokkrum dögum eftir að frá­­­sögn Vitaliu birt­ist fyrst á sam­­fé­lags­mið­l­­um. Sæti hans í stjórn­­inni tók Sig­­ur­jón Rúnar Rafns­­son, aðstoð­­ar­­kaup­­fé­lags­­stjóri Kaup­­fé­lags Skag­­firð­inga, en Kaup­­fé­lagið á fimmt­ungs­hlut í Mjólk­ur­sam­söl­unni og félagi utan um erlenda starf­­semi þess. 

Sig­ur­jón er einnig einn þeirra þriggja stjórn­ar­manna Íseyjar sem skrif­aði undir tölvu­póst­inn sem mbl.is vitnar til í kvöld. 

Hefur verið for­stjóri innan sam­stæðu frá 2015

Ákveðið var að skipta Mjólk­­ur­­sam­­söl­unni upp í þrjú félög síðla árs 2020.

Inn­­lend starf­­semi var áfram í Mjólk­­ur­­sam­­söl­unni en Ísey útflutn­ingur og eign­­ar­hlutur í móð­­ur­­fé­lagi Ísey Skyr Bars fær­ð­ust í félagið MS erlend starf­­semi ehf. og eign­­ar­hlutur í banda­ríska skyr­­fyr­ir­tæk­inu Icelandic Provisions í félagið MS eign­­ar­hald ehf.

Ari Edwald, sem verið hafði for­­stjóri Mjólk­­ur­­sam­­söl­unnar frá árinu 2015, færði sig þá alfarið yfir í erlendu starf­­sem­ina og stýrði MS erlendri starf­­semi og MS eign­­ar­hald­i. 

Eig­endur Mjólk­­ur­­sam­­söl­unnar eru Auð­humla, sam­vinn­u­­fé­lag kúa­bænda, sem á 80 pró­­sent hlut og Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga sem á 20 pró­­sent hlut. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent