Ari Edwald rekinn frá Ísey

Einn þeirra þriggja valdamanna úr atvinnulífinu sem hefur verið sakaður um að hafa beitt unga konu kynferðisofbeldi hefur verið sagt upp störfum. Hann hafði áður verið settur í tímabundið leyfi.

Ari Edwald
Ari Edwald
Auglýsing

Ari Edwald, fram­­kvæmda­­stjóra Íseyj­ar út­­flutn­ings, dótt­­ur­­fé­lags Auð­humlu, hef­ur verið rek­inn úr starfi. Frá þessu er greint á mbl.is þar sem segir að stjórn Íseyjar hafi sent félags­mönnum í Auð­humlu, eig­anda Mjólk­ur­sam­söl­unnar og Íseyj­ar, tölvu­póst með þessum upp­lýs­ingum í kvöld. Upp­sögnin tekur gildi sam­stund­is. 

Ari var settur í tíma­bundið leyfi í síð­ustu viku eftir að Vítalía Laz­areva steig fram í við­tali við Eddu Falak í hlað­varp­inu Eigin konur og rakti meint kyn­ferð­is­of­beldi sem hún sagði að Ari og tveir aðrir menn, Þórður Már Jóhann­es­son og Hregg­viður Jóns­son, hefðu beitt hana. 

Í tölvu­póst­inum sem mbl.is vitnar til segir að stjórn Íseyjar hafi fengið „óná­kvæmar upp­lýs­ing­ar“ um málið í lok októ­ber í fyrra. „Málið var strax tekið al­var­­lega vegna þess mög­u­­leika að upp­­lýs­ing­­arn­ar væru rétt­­ar, og hef­ur stjórn fé­lags­ins fundað oft um mál­ið, bæði með fram­­kvæmda­­stjóra og án hans. Málið var enn til með­ferðar í stjórn í síð­ustu viku þegar vatna­skil­in urðu. Eins og all­ir gera sér grein fyr­ir eru mál af þess­um toga bæði al­var­­leg og erfið [...] Þær ásak­an­ir sem nú eru komn­ar fram á hend­ur fram­­kvæmda­­stjóra eru með þeim hætti að stjórn fé­lags­ins taldi sér skylt, að vel at­hug­uðu máli, að segja upp ráðn­ing­­ar­­samn­ingn­um við hann, með áskiln­aði til rift­un­ar síðar ef til­­efni gefst til, með hlið­sjón af hags­mun­um fé­lags­ins, starfs­­fólks og við­skipta­­mönn­um þess, og ekki síður mein­t­um þol­anda.“

Auglýsing

Öll stjórn Íseyjar skrifar undir póst­inn, þar á meðal Elín Mar­grét Stef­áns­dótt­ir stjórn­ar­for­mað­ur.

Töldu ekki til­efni til við­bragða í des­em­ber

Vítalía opin­ber­aði sögu sína fyrst með skjá­skotum sem hún birti á Instagram seint í októ­ber. Þar nafn­greindi hún menn­ina sem hún segir að hafi brotið gegn sér í heitum potti haustið 2020. Þeirra á meðal var Ari.

Skjá­­skot af frá­­­sögn kon­unnar fóru sem eldur í sinu um íslenskt sam­­fé­lag. Í stórum hópum var fátt annað rætt í margar vikur á eftir en hvar þetta mál stæði. Ekk­ert var hins vegar fjallað um málið í fjöl­mið­l­um, þrátt haft hafi verið sam­­band við menn­ina fjóra, meðal ann­­ars frá blaða­­manni Kjarn­ans. Við­brögðin voru eng­in. Þeir svör­uðu ekki.

Kjarn­inn sendi fyr­ir­­spurn á stjórn­­­ar­­for­­mann MS og Ísey útflutn­ings vegna máls­ins 25. nóv­em­ber í fyrra. Fyr­ir­spurnin var ítrekuð en svar barst fyrst þann 17. des­em­ber 2021 frá Elínu. Í svar­inu stóð: „Stjórn Ísey útflutn­ings ehf. hefur vit­­neskju um það efni sem birt­ist á sam­­fé­lags­miðli og þú vísar til. Ekk­ert mál hefur verið til­­kynnt til stjórnar Ísey útflutn­ings ehf. og við höfum ekki vit­­neskju um að starfs­­maður okkar hafi verið kærð­­ur. Það er því ekki til­­efni til við­bragða af hálfu stjórnar að svo stödd­u.“

Hún sagði einnig að stjórnin hefði við­bragðs­á­ætlun til að bregð­­ast við vegna svona mála ef ástæða þætti til að bregð­­ast við. 

Hætti í stjórn banda­rísks félags í byrjun nóv­em­ber

Þrýst­ingur á aðgerðir vegna stöðu mann­anna jókst hratt eftir að við­talið við Vítalíu birt­ist í síð­ustu viku og á fimmtu­dag greindi Stundin frá því að Ari hefði sjálfur óskað eftir því að fara í leyfi.

Ari Edwald sat einnig í stjórn Icelandic Provisions, banda­rísks fyr­ir­tæk­is­ins sem fram­­leiðir skyr eftir aðferðum sem Mjólk­ur­sam­salan hefur þró­að, og er að hluta í eigu henn­ar. Hann sagði sig úr stjórn Icelandic Provisions 6. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn, nokkrum dögum eftir að frá­­­sögn Vitaliu birt­ist fyrst á sam­­fé­lags­mið­l­­um. Sæti hans í stjórn­­inni tók Sig­­ur­jón Rúnar Rafns­­son, aðstoð­­ar­­kaup­­fé­lags­­stjóri Kaup­­fé­lags Skag­­firð­inga, en Kaup­­fé­lagið á fimmt­ungs­hlut í Mjólk­ur­sam­söl­unni og félagi utan um erlenda starf­­semi þess. 

Sig­ur­jón er einnig einn þeirra þriggja stjórn­ar­manna Íseyjar sem skrif­aði undir tölvu­póst­inn sem mbl.is vitnar til í kvöld. 

Hefur verið for­stjóri innan sam­stæðu frá 2015

Ákveðið var að skipta Mjólk­­ur­­sam­­söl­unni upp í þrjú félög síðla árs 2020.

Inn­­lend starf­­semi var áfram í Mjólk­­ur­­sam­­söl­unni en Ísey útflutn­ingur og eign­­ar­hlutur í móð­­ur­­fé­lagi Ísey Skyr Bars fær­ð­ust í félagið MS erlend starf­­semi ehf. og eign­­ar­hlutur í banda­ríska skyr­­fyr­ir­tæk­inu Icelandic Provisions í félagið MS eign­­ar­hald ehf.

Ari Edwald, sem verið hafði for­­stjóri Mjólk­­ur­­sam­­söl­unnar frá árinu 2015, færði sig þá alfarið yfir í erlendu starf­­sem­ina og stýrði MS erlendri starf­­semi og MS eign­­ar­hald­i. 

Eig­endur Mjólk­­ur­­sam­­söl­unnar eru Auð­humla, sam­vinn­u­­fé­lag kúa­bænda, sem á 80 pró­­sent hlut og Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga sem á 20 pró­­sent hlut. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent