186 íslenskar fjölskyldur fengu 8,4 milljarða í arð vegna erlendra hlutabréfa

Innlend hlutabréfaeign jókst á árinu 2020 en arðgreiðslur vegna hennar drógust saman og söluhagnaður sömuleiðis líka. Ástæður þess má leita í kórónuveirufaraldrinum. Þær fáu íslensku fjölskyldur sem áttu erlend hlutabréf tóku hins vegar út mikinn arð.

Það var ekki ástæða fyrir íslenska eigendur erlendra hlutabréfa að grípa oft um ennið á árinu 2020.
Það var ekki ástæða fyrir íslenska eigendur erlendra hlutabréfa að grípa oft um ennið á árinu 2020.
Auglýsing

Í lok árs 2020 áttu ein­stak­lingar á Ísland hluta­bréf í íslenskum félögum sem metin voru á 73,6 millj­arða króna að nafn­verði. Hluta­bréfa­eign var 6,6 millj­örðum krónum meiri, eða 9,9 pró­sent, en í lok árs 2019. 

Alls töldu 59.920 fjöl­skyldur fram hluta­bréf, 3.906 fleiri en árið áður. Þá töldu 4.921 fjöl­skyldur fram 20 millj­arða króna í erlendum hluta­bréf­um, sem var 4,4 millj­örðum króna eða 28,4 pró­sent meira en vegna árs­ins 2019. Fjöl­skyld­urnar voru 424 fleiri en þá. 

Þetta kemur fram í umfjöllun um álagn­ingu ein­stak­l­inga á árinu 2021 í Tíund, frétta­­blaði Skatts­ins, sem Páll Kol­beins rekstr­­ar­hag­fræð­ingur skrif­­ar. 

Vert er að taka fram að í tölum Tíundar er hlutafé talið fram á nafn­verði, sem gefur mjög tak­mark­aða mynd af raun­veru­legu verð­mæti hluta­bréf­anna.  Upp­lausn­ar­virði bréfanna, það sem hægt væri að fá fyrir þau ef þau yrðu seld á mark­aðsvirði nú, er miklu hærra en nafn­virð­ið. Mark­aðsvirði skráðra félaga í Kaup­höll Íslands jókst til að mynda um 312 millj­arða króna á árinu 2020.

Auglýsing
Í fyrra jókst það um rúm­­lega eitt þús­und millj­­arða króna og var 2.556 millj­­arðar króna þegar því ári lauk. Því hefur virði hluta­bréfa skráð í íslensku Kaup­höll­ina auk­ist um meira en 1.300 millj­arða króna á tveimur árum. Vert er að taka fram að nokkrar nýskrán­ingar áttu sér stað á þessu tíma­bili. Í fyrra voru til að mynda tvær stórar skrán­ingar á aðal­markað og tvær minni á First North mark­að­inn. 

Sölu­hagn­aður dróst saman

Af hluta­bréfum er oft greiddur arð­ur. Á árinu 2020 fengu alls 8.660 fjöl­skyldur ein­hvern arð af slík­um, alls 44,4 millj­arða króna. Arð­ur­inn var 4,5 millj­örðum krónum lægri en hann var árið áður og þeim sem fengu greiddan arð fækkað um næstum fimm þús­und. Þar spil­aði kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn mikla rullu en þeim til­mælum var til að mynda beint til fjár­mála­fyr­ir­tækja að greiða ekki út arð um tíma eftir að hann skall á og önnur skráð félög, til dæmis í þjón­ustu­starf­semi, fóru var­lega í slíkar útgreiðslur á meðan að full áhrif far­ald­urs­ins voru að koma fram. Þá hafði far­ald­ur­inn vit­an­lega mikil áhrif á rekstur þeirra skráðu félaga sem áttu hags­muni í ferða­þjón­ustu, sem skrapp gríð­ar­lega saman þegar far­þega­flutn­ingar nán­ast lögð­ust af um tíma, og eru enn langt frá því sem þeir voru árið 2019. 

Arður af erlendum hluta­bréfum jókst hins vegar mik­ið, eða um 8,4 millj­arða króna milli ára, og 186 fleiri fjöl­skyldur fengu greiddan arð. Í Tíund segir að „um mjög mikla aukn­ingu á arði af erlendum hluta­bréfum að ræða.“

Þeir sem eiga hluta­bréf geta hagn­ast á þeim á annan hátt en að fá greiddan út arð vegna starf­semi fyr­ir­tækja. Þeir geta líka selt bréfin og leyst þannig út sölu­hagnað vegna hækk­andi gengis þeirra. 

Það virð­ist ekki hafa verið lenska á árinu 2020 að gera það í miklum mæli. Ein ástæða þess getur verið sú að aðrir fjár­fest­inga­mögu­leik­ar, eins og vextir á inn­lán­un, gáfu ekki mikla arð­semi á umræddu ári þar sem stýri­vextir voru lækk­aðir niður í 0,75 pró­sent.

Sölu­hagn­aður var 26,1 millj­arður króna árið 2020, eða 5,9 millj­örðum krónum minni en árið áður. Í Tíund segir að árið 2020 hafi 3.839 fjöl­skyldur talið fram sölu­hagn­að, en þar af töldu 3.155 fjöl­skyldur fram 23,1 millj­arð króna í sölu­hagnað af hluta­bréfum og 757 fjöl­skyldur þrjá millj­arða króna í annan sölu­hagn­að. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent