186 íslenskar fjölskyldur fengu 8,4 milljarða í arð vegna erlendra hlutabréfa

Innlend hlutabréfaeign jókst á árinu 2020 en arðgreiðslur vegna hennar drógust saman og söluhagnaður sömuleiðis líka. Ástæður þess má leita í kórónuveirufaraldrinum. Þær fáu íslensku fjölskyldur sem áttu erlend hlutabréf tóku hins vegar út mikinn arð.

Það var ekki ástæða fyrir íslenska eigendur erlendra hlutabréfa að grípa oft um ennið á árinu 2020.
Það var ekki ástæða fyrir íslenska eigendur erlendra hlutabréfa að grípa oft um ennið á árinu 2020.
Auglýsing

Í lok árs 2020 áttu ein­stak­lingar á Ísland hluta­bréf í íslenskum félögum sem metin voru á 73,6 millj­arða króna að nafn­verði. Hluta­bréfa­eign var 6,6 millj­örðum krónum meiri, eða 9,9 pró­sent, en í lok árs 2019. 

Alls töldu 59.920 fjöl­skyldur fram hluta­bréf, 3.906 fleiri en árið áður. Þá töldu 4.921 fjöl­skyldur fram 20 millj­arða króna í erlendum hluta­bréf­um, sem var 4,4 millj­örðum króna eða 28,4 pró­sent meira en vegna árs­ins 2019. Fjöl­skyld­urnar voru 424 fleiri en þá. 

Þetta kemur fram í umfjöllun um álagn­ingu ein­stak­l­inga á árinu 2021 í Tíund, frétta­­blaði Skatts­ins, sem Páll Kol­beins rekstr­­ar­hag­fræð­ingur skrif­­ar. 

Vert er að taka fram að í tölum Tíundar er hlutafé talið fram á nafn­verði, sem gefur mjög tak­mark­aða mynd af raun­veru­legu verð­mæti hluta­bréf­anna.  Upp­lausn­ar­virði bréfanna, það sem hægt væri að fá fyrir þau ef þau yrðu seld á mark­aðsvirði nú, er miklu hærra en nafn­virð­ið. Mark­aðsvirði skráðra félaga í Kaup­höll Íslands jókst til að mynda um 312 millj­arða króna á árinu 2020.

Auglýsing
Í fyrra jókst það um rúm­­lega eitt þús­und millj­­arða króna og var 2.556 millj­­arðar króna þegar því ári lauk. Því hefur virði hluta­bréfa skráð í íslensku Kaup­höll­ina auk­ist um meira en 1.300 millj­arða króna á tveimur árum. Vert er að taka fram að nokkrar nýskrán­ingar áttu sér stað á þessu tíma­bili. Í fyrra voru til að mynda tvær stórar skrán­ingar á aðal­markað og tvær minni á First North mark­að­inn. 

Sölu­hagn­aður dróst saman

Af hluta­bréfum er oft greiddur arð­ur. Á árinu 2020 fengu alls 8.660 fjöl­skyldur ein­hvern arð af slík­um, alls 44,4 millj­arða króna. Arð­ur­inn var 4,5 millj­örðum krónum lægri en hann var árið áður og þeim sem fengu greiddan arð fækkað um næstum fimm þús­und. Þar spil­aði kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn mikla rullu en þeim til­mælum var til að mynda beint til fjár­mála­fyr­ir­tækja að greiða ekki út arð um tíma eftir að hann skall á og önnur skráð félög, til dæmis í þjón­ustu­starf­semi, fóru var­lega í slíkar útgreiðslur á meðan að full áhrif far­ald­urs­ins voru að koma fram. Þá hafði far­ald­ur­inn vit­an­lega mikil áhrif á rekstur þeirra skráðu félaga sem áttu hags­muni í ferða­þjón­ustu, sem skrapp gríð­ar­lega saman þegar far­þega­flutn­ingar nán­ast lögð­ust af um tíma, og eru enn langt frá því sem þeir voru árið 2019. 

Arður af erlendum hluta­bréfum jókst hins vegar mik­ið, eða um 8,4 millj­arða króna milli ára, og 186 fleiri fjöl­skyldur fengu greiddan arð. Í Tíund segir að „um mjög mikla aukn­ingu á arði af erlendum hluta­bréfum að ræða.“

Þeir sem eiga hluta­bréf geta hagn­ast á þeim á annan hátt en að fá greiddan út arð vegna starf­semi fyr­ir­tækja. Þeir geta líka selt bréfin og leyst þannig út sölu­hagnað vegna hækk­andi gengis þeirra. 

Það virð­ist ekki hafa verið lenska á árinu 2020 að gera það í miklum mæli. Ein ástæða þess getur verið sú að aðrir fjár­fest­inga­mögu­leik­ar, eins og vextir á inn­lán­un, gáfu ekki mikla arð­semi á umræddu ári þar sem stýri­vextir voru lækk­aðir niður í 0,75 pró­sent.

Sölu­hagn­aður var 26,1 millj­arður króna árið 2020, eða 5,9 millj­örðum krónum minni en árið áður. Í Tíund segir að árið 2020 hafi 3.839 fjöl­skyldur talið fram sölu­hagn­að, en þar af töldu 3.155 fjöl­skyldur fram 23,1 millj­arð króna í sölu­hagnað af hluta­bréfum og 757 fjöl­skyldur þrjá millj­arða króna í annan sölu­hagn­að. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Pönk í Peking
Kjarninn 28. maí 2022
Fjármálaráðherra Bretlands Rishi Sunak var ekki sannfærður um hvalrekaskatt í fyrstu en líst nú vel á skynsamlega skattlagningu á gróða orkufyrirtækja.
Fjármálaráðherra Breta tekur U-beygju í afstöðu sinni til hvalrekaskatts
Rishi Sunak áætlar að hvalrekaskattur sem leggst á hagnað breskra olíu- og gasfyrirtækja muni skila fimm milljörðum punda í ríkiskassann næsta árið. Þeir peningar munu fjármagna stuðningsaðgerðir við breskan almenning að hluta til.
Kjarninn 27. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent