Uppgefin fjármunaeign Íslendinga erlendis næstum 700 milljarðar króna í lok síðasta árs

Beinar fjármunaeignir Íslendinga erlendis eru 44 prósent af því sem þær voru árið 2007. Upp­­­gefnar eignir lands­­manna á þekktum aflandseyjum hafa dreg­ist mikið saman á und­an­­förnum árum.

skattar
Auglýsing

Bein fjár­­muna­­eign Íslend­inga erlendis jókst um 42 millj­­arða króna á árinu 2020 og var 689,5 millj­­arðar króna um síð­­­ustu ára­­mót. Frá lokum árs 2017 hefur hún auk­ist um 139,5 millj­­arða króna. Þetta kemur fram í nýlegum hag­­­tölum frá Seðla­­­banka Íslands.

Að uppi­stöðu er um eigið fé að ræða, alls 537,4 millj­arðar króna, en útistand­andi lán inn­lendra aðila til erlendra eru 152,1 millj­arðar króna. Því var 78 pró­sent af eignum Íslend­inga erlendis eigið fé. Ekki er óvar­legt að ætla að hluti þeirra lána hið minnsta sé milli tengdra aðila. Mestar eru eign­irnar sem tengdar eru fjár­mála­starf­semi, alls 309 millj­arðar króna. Af fjár­fest­ingu inn­lendra aðila erlendis er tæpur helm­ingur í eign­ar­halds­fé­lög­um.

Bein fjár­muna­eign inn­lendra aðila erlendis er óra­fjarri því sem hún var árið 2007, en þá áttu Íslend­ingar upp­gefið 1.554 millj­arða króna utan land­stein­anna. Umfang fjár­muna­eignar Íslend­inga erlendis um síð­ustu ára­mót var því 44 pró­sent af þeirri upp­hæð. 

Fjár­muna­eignin óx tíma­bundið eftir banka­hrun, aðal­lega vegna erlendra eigna þrota­búa föllnu bank­anna, hafta á Íslandi sem komu í veg fyrir að kröfu­hafar þeirra greiddu sér þær eignir út og veikrar krónu gagn­vart helstu við­skipta­mynt­um. Í árs­lok 2012 stór beina fjár­muna­eign inn­lendra aðila erlendis í 1.587 millj­örðum króna. Um helm­ingur þeirra eigna var vegna fjár­mála­starf­semi.

Mest í eign­ar­halds­fé­lögum í Hollandi

Mestar eru upp­­­­­gefnar fjár­muna­eignir Íslend­inga í Hollandi, en þar eiga inn­­­­­lendir aðilar alls tæp­lega 402 millj­­­arða króna. Þær juk­ust um 46 millj­arða króna á síð­asta ári. Megnið af því fé er í eign­ar­halds­fé­lögum sam­kvæmt sam­an­tekt Seðla­banka Íslands.

Auglýsing
Upp­­­gefnar eignir lands­­­manna á þekktum aflandseyjum hafa dreg­ist mikið saman á und­an­­­förnum árum. Þannig er fjár­­­muna­­­eign inn­­­­­lendra aðila á Bresku Jóm­frú­­­areyj­un­um, sem inn­­i­heldur með ann­­­ars Tortóla, sögð vera 22 millj­­­ónir króna í tölum Seðla­­­banka Íslands, sem er svipað og síð­­ast­liðin ár. Í árs­­­lok 2015 voru 32 millj­­­arðar króna í eigu Íslend­inga sagðir vera vistaðir í eyja­kla­s­an­­­um.

Sá hluti fjár­­­muna Íslend­inga erlendis sem eru óflokk­aðir hefur marg­fald­ast á nokkrum árum. Í lok árs 2017 var hann met­inn á tæpa 25 millj­­arða króna en um síð­­­ustu ára­­mót var sú upp­­hæð komin upp í 76,5 millj­­arða króna.

Óflokkað stækkar

Eignir Íslend­ingar í krónum talið lækk­­uðu skarpt á  í útlöndum frá árunum 2016 og 2017. Þar spil­aði mikil styrk­ing íslensku krón­unnar stóra rullu. Í lok árs 2017 hafði fjár­­muna­­eign inn­­­lendra aðila í krónum talið ekki verið lægri frá árinu 2004. 

Síð­­­ustu ára hefur þetta breyst og á tveggja ára tíma­bili, frá lokum árs 2017 og fram til lok árs 2019, juk­ust eign­­irnar í krónum talið um 97 millj­­arða króna. Það gerð­ist á sama tíma og íslenska krónan veikt­ist umtals­vert, og jók þannig krón­u­virði helstu við­­skipta­gjald­miðla. 

Krónan veikt­ist skarpt árinu 2020 og hver evra kost­aði 14,9 pró­sent meira í lok þess árs en í byrj­un. Í ár hefur hún á móti styrkst um 5,2 pró­sent. 

Skrán­ingu á erlendri fjár­­­­­muna­­­­­eign Íslend­inga var breytt fyr­ir­ nokkrum árum síð­­­­­­­­­an. Nú eru gefnar upp­­­­­lýs­ingar um eign í færri löndum en áður en ­flokk­­­­­ur­inn „óflokk­að“ hefur stækk­­­­­að. Áður var hægt að sjá til að mynda hver bein fjár­­­­­muna­­­­­eign Íslend­inga er á Cayman-eyj­um, Mön, Jersey, Guernsey og Má­ri­­­­­tí­us. Það er ekki hægt leng­­­­­ur. 

Líkt og áður sagði var „óflokk­uð“ bein fjár­­muna­­eign Íslend­inga rúm­­lega 76,5 millj­­arðar króna í lok árs 2020.

Íslend­ingar voru stórnot­endur skatta­­skjóla

Erlend fjár­­­­muna­­­­eign Íslend­inga var mjög í kast­­­­ljósi heims­ins vorið 2016  í kjöl­far frétta úr gagna­­­­leka frá panömsku lög­­­­fræð­i­­­­stof­unni Mossack Fon­seca sem gerður var opin­ber í apríl 2016. 

Í þeim kom fram að um 600 Íslend­ingar teng­d­ust um 800 aflands­­­­fé­lögum sem koma fram í skjöl­un­­­­um. Fyrir liggur að mestu er um að ræða við­­­­skipta­vini Lands­­­­banka Íslands sem stund­uðu aflands­við­­­­skipti. Ekki liggur fyrir hvaða milli­­­­­­­göng­u­liði Kaup­­­­þing og Glitnir not­uðu, en sam­­­­kvæmt við­­­­mæl­endum Kjarn­ans sem þekktu vel til í starf­­­­semi íslensku bank­anna fyrir hrun er ljóst að fjöldi aflands­­­­fé­laga sem stofnuð voru fyrir íslenska við­­­­skipta­vini eru mörg þús­und tals­ins. Því sýndi lek­inn frá Mossack Fon­seca ekki nema brot af þeim aflands­­fé­lögum sem þeir áttu, og eiga mög­u­­lega enn. Enn sem komið er hafa ekki komið fram upp­lýs­ingar um Íslend­inga í nýjum leka, hinum svoköll­uðu Pand­ora-skjöl­um, en sam­starfs­að­ilar alþjóða­sam­taka rann­sókn­ar­blaða­manna (ICIJ) hér­lend­is, Reykja­vik Media og Stund­in, hafa boðað birt­ingu úr þeim gögnum á föstu­dag. 

Lík­­­legt verður að teljast, að hluti þeirra eigna sem íslenskir rík­­­is­­­borg­­­arar hafa komið fyrir í þekktum skatta­­­skjól­um, séu ekki inni í þeim tölum yfir erlendar fjár­muna­eignir inn­­­­­lendra aðila sem Seðla­­­bank­inn birt­­­ir. Til­­­­­gangur þess að stofna félag í skatta­­­skjóli er enda fyrst og síð­­­­­ast tal­inn annar af tveim­­­ur: að kom­­­ast undan skatt­greiðslum eða til að leyna til­­­vist eignar frá ein­hverj­­­um.

Haustið 2019 hafði emb­ætti skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra, sem er ekki lengur til sem sjálf­stæð stofn­un, lokið rann­­sókn í alls 96 málum sem eiga upp­­runa sinn í Pana­ma­skjöl­un­­um. Af þeim höfðu alls 64 málum verið vísað til refsi­­með­­­ferðar hjá hér­­aðs­sak­­sókn­­ara, farið hafði verið fram á sekt­­ar­­kröfu fyrir yfir­­skatta­­nefnd í 17 mál­um, refsi­­með­­­ferð í tveimur málum var lokið með sekt­­ar­­gerð hjá skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra og ekki var hlut­­ast til um refsi­­með­­­ferð í 13 mál­u­m.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spennan magnast fyrir 70 ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar sem fagnað verður með ýmsum hætti 2. - 5. júní.
Konungssinnar eyða mörgum milljörðum í varning vegna krýningarafmælis drottningar
Áætlað er að Bretar muni eyða yfir 60 milljörðum króna í konunglegan varning vegna krýningarafmælis drottningar sem haldið verður upp á með fjögurra daga hátíðarhöldum. Tebollar, diskar með gyllingu og spiladósir eru meðal konunglegra muna sem rjúka út.
Kjarninn 29. maí 2022
Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Fyrrverandi ráðherra slapp fyrir horn
Claus Hjort Frederiksen þingmaður og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur slapp fyrir horn þegar danska þingið felldi tillögu um að afnema þinghelgi hans. Ríkisstjórn og ríkislögmaður vildu ákæra Claus Hjort fyrir landráð.
Kjarninn 29. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent