Uppgefin fjármunaeign Íslendinga erlendis næstum 700 milljarðar króna í lok síðasta árs

Beinar fjármunaeignir Íslendinga erlendis eru 44 prósent af því sem þær voru árið 2007. Upp­­­gefnar eignir lands­­manna á þekktum aflandseyjum hafa dreg­ist mikið saman á und­an­­förnum árum.

skattar
Auglýsing

Bein fjár­­muna­­eign Íslend­inga erlendis jókst um 42 millj­­arða króna á árinu 2020 og var 689,5 millj­­arðar króna um síð­­­ustu ára­­mót. Frá lokum árs 2017 hefur hún auk­ist um 139,5 millj­­arða króna. Þetta kemur fram í nýlegum hag­­­tölum frá Seðla­­­banka Íslands.

Að uppi­stöðu er um eigið fé að ræða, alls 537,4 millj­arðar króna, en útistand­andi lán inn­lendra aðila til erlendra eru 152,1 millj­arðar króna. Því var 78 pró­sent af eignum Íslend­inga erlendis eigið fé. Ekki er óvar­legt að ætla að hluti þeirra lána hið minnsta sé milli tengdra aðila. Mestar eru eign­irnar sem tengdar eru fjár­mála­starf­semi, alls 309 millj­arðar króna. Af fjár­fest­ingu inn­lendra aðila erlendis er tæpur helm­ingur í eign­ar­halds­fé­lög­um.

Bein fjár­muna­eign inn­lendra aðila erlendis er óra­fjarri því sem hún var árið 2007, en þá áttu Íslend­ingar upp­gefið 1.554 millj­arða króna utan land­stein­anna. Umfang fjár­muna­eignar Íslend­inga erlendis um síð­ustu ára­mót var því 44 pró­sent af þeirri upp­hæð. 

Fjár­muna­eignin óx tíma­bundið eftir banka­hrun, aðal­lega vegna erlendra eigna þrota­búa föllnu bank­anna, hafta á Íslandi sem komu í veg fyrir að kröfu­hafar þeirra greiddu sér þær eignir út og veikrar krónu gagn­vart helstu við­skipta­mynt­um. Í árs­lok 2012 stór beina fjár­muna­eign inn­lendra aðila erlendis í 1.587 millj­örðum króna. Um helm­ingur þeirra eigna var vegna fjár­mála­starf­semi.

Mest í eign­ar­halds­fé­lögum í Hollandi

Mestar eru upp­­­­­gefnar fjár­muna­eignir Íslend­inga í Hollandi, en þar eiga inn­­­­­lendir aðilar alls tæp­lega 402 millj­­­arða króna. Þær juk­ust um 46 millj­arða króna á síð­asta ári. Megnið af því fé er í eign­ar­halds­fé­lögum sam­kvæmt sam­an­tekt Seðla­banka Íslands.

Auglýsing
Upp­­­gefnar eignir lands­­­manna á þekktum aflandseyjum hafa dreg­ist mikið saman á und­an­­­förnum árum. Þannig er fjár­­­muna­­­eign inn­­­­­lendra aðila á Bresku Jóm­frú­­­areyj­un­um, sem inn­­i­heldur með ann­­­ars Tortóla, sögð vera 22 millj­­­ónir króna í tölum Seðla­­­banka Íslands, sem er svipað og síð­­ast­liðin ár. Í árs­­­lok 2015 voru 32 millj­­­arðar króna í eigu Íslend­inga sagðir vera vistaðir í eyja­kla­s­an­­­um.

Sá hluti fjár­­­muna Íslend­inga erlendis sem eru óflokk­aðir hefur marg­fald­ast á nokkrum árum. Í lok árs 2017 var hann met­inn á tæpa 25 millj­­arða króna en um síð­­­ustu ára­­mót var sú upp­­hæð komin upp í 76,5 millj­­arða króna.

Óflokkað stækkar

Eignir Íslend­ingar í krónum talið lækk­­uðu skarpt á  í útlöndum frá árunum 2016 og 2017. Þar spil­aði mikil styrk­ing íslensku krón­unnar stóra rullu. Í lok árs 2017 hafði fjár­­muna­­eign inn­­­lendra aðila í krónum talið ekki verið lægri frá árinu 2004. 

Síð­­­ustu ára hefur þetta breyst og á tveggja ára tíma­bili, frá lokum árs 2017 og fram til lok árs 2019, juk­ust eign­­irnar í krónum talið um 97 millj­­arða króna. Það gerð­ist á sama tíma og íslenska krónan veikt­ist umtals­vert, og jók þannig krón­u­virði helstu við­­skipta­gjald­miðla. 

Krónan veikt­ist skarpt árinu 2020 og hver evra kost­aði 14,9 pró­sent meira í lok þess árs en í byrj­un. Í ár hefur hún á móti styrkst um 5,2 pró­sent. 

Skrán­ingu á erlendri fjár­­­­­muna­­­­­eign Íslend­inga var breytt fyr­ir­ nokkrum árum síð­­­­­­­­­an. Nú eru gefnar upp­­­­­lýs­ingar um eign í færri löndum en áður en ­flokk­­­­­ur­inn „óflokk­að“ hefur stækk­­­­­að. Áður var hægt að sjá til að mynda hver bein fjár­­­­­muna­­­­­eign Íslend­inga er á Cayman-eyj­um, Mön, Jersey, Guernsey og Má­ri­­­­­tí­us. Það er ekki hægt leng­­­­­ur. 

Líkt og áður sagði var „óflokk­uð“ bein fjár­­muna­­eign Íslend­inga rúm­­lega 76,5 millj­­arðar króna í lok árs 2020.

Íslend­ingar voru stórnot­endur skatta­­skjóla

Erlend fjár­­­­muna­­­­eign Íslend­inga var mjög í kast­­­­ljósi heims­ins vorið 2016  í kjöl­far frétta úr gagna­­­­leka frá panömsku lög­­­­fræð­i­­­­stof­unni Mossack Fon­seca sem gerður var opin­ber í apríl 2016. 

Í þeim kom fram að um 600 Íslend­ingar teng­d­ust um 800 aflands­­­­fé­lögum sem koma fram í skjöl­un­­­­um. Fyrir liggur að mestu er um að ræða við­­­­skipta­vini Lands­­­­banka Íslands sem stund­uðu aflands­við­­­­skipti. Ekki liggur fyrir hvaða milli­­­­­­­göng­u­liði Kaup­­­­þing og Glitnir not­uðu, en sam­­­­kvæmt við­­­­mæl­endum Kjarn­ans sem þekktu vel til í starf­­­­semi íslensku bank­anna fyrir hrun er ljóst að fjöldi aflands­­­­fé­laga sem stofnuð voru fyrir íslenska við­­­­skipta­vini eru mörg þús­und tals­ins. Því sýndi lek­inn frá Mossack Fon­seca ekki nema brot af þeim aflands­­fé­lögum sem þeir áttu, og eiga mög­u­­lega enn. Enn sem komið er hafa ekki komið fram upp­lýs­ingar um Íslend­inga í nýjum leka, hinum svoköll­uðu Pand­ora-skjöl­um, en sam­starfs­að­ilar alþjóða­sam­taka rann­sókn­ar­blaða­manna (ICIJ) hér­lend­is, Reykja­vik Media og Stund­in, hafa boðað birt­ingu úr þeim gögnum á föstu­dag. 

Lík­­­legt verður að teljast, að hluti þeirra eigna sem íslenskir rík­­­is­­­borg­­­arar hafa komið fyrir í þekktum skatta­­­skjól­um, séu ekki inni í þeim tölum yfir erlendar fjár­muna­eignir inn­­­­­lendra aðila sem Seðla­­­bank­inn birt­­­ir. Til­­­­­gangur þess að stofna félag í skatta­­­skjóli er enda fyrst og síð­­­­­ast tal­inn annar af tveim­­­ur: að kom­­­ast undan skatt­greiðslum eða til að leyna til­­­vist eignar frá ein­hverj­­­um.

Haustið 2019 hafði emb­ætti skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra, sem er ekki lengur til sem sjálf­stæð stofn­un, lokið rann­­sókn í alls 96 málum sem eiga upp­­runa sinn í Pana­ma­skjöl­un­­um. Af þeim höfðu alls 64 málum verið vísað til refsi­­með­­­ferðar hjá hér­­aðs­sak­­sókn­­ara, farið hafði verið fram á sekt­­ar­­kröfu fyrir yfir­­skatta­­nefnd í 17 mál­um, refsi­­með­­­ferð í tveimur málum var lokið með sekt­­ar­­gerð hjá skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra og ekki var hlut­­ast til um refsi­­með­­­ferð í 13 mál­u­m.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent