Vill vinna Hafnarfjörð fyrir jafnaðarmenn 29 árum eftir að hann hætti sem bæjarstjóri

Fyrrverandi bæjarstjóri, ráðherra og sendiherra vill verða oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og stefnir að því að tvöfalda bæjarfulltrúatölu flokksins. Hann hefur verið fjarverandi úr pólitík frá árinu 2005.

Guðmundur Árni Stefánsson.
Guðmundur Árni Stefánsson.
Auglýsing

Guð­mundur Árni Stef­áns­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri, ráð­herra og sendi­herra, hefur lýst því yfir að hann vilji leiða Sam­fylk­ing­una í Hafn­ar­firði í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Próf­kjör flokks­ins fer fram 12. febr­úar næst­kom­andi. Í stöðu­upp­færslu á Face­book segir hann vera viss um að Sam­fylk­ingin geti orðið stærsti flokkur bæj­ar­ins. „Fái ég stuðn­ing flokks­fé­laga minna í próf­kjör­inu, þá stefni ég óhikað að því að Sam­fylk­ing vinni góðan sigur í bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ingum í maí og tvö­faldi bæj­ar­full­trúa­tölu sína, þ.e. úr tveimur í fjóra. Og að afloknum kosn­ingum geti Sam­fylk­ingin í góðu sam­starfi við aðra flokka tekið við for­ystu um stjórn bæj­ar­ins.“

Góðu vin­ir. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til fram­boðs vegna kom­andi bæj­ar­stjórn­ar­kosn­inga í Hafn­ar­firði fyr­ir­...

Posted by Guð­mundur Árni Stef­áns­son on Wed­nes­day, Janu­ary 12, 2022

Guð­mundur Árni, sem verður 67 ára í haust, hefur áður verið leið­andi afl í bæj­ar­stjórn­arpóli­tík í Hafn­ar­firði. Hann sat í bæj­ar­stjórn í tólf ár á síð­ustu öld, þar af sem bæj­ar­stjóri í sjö. Guð­mundur Árni steig upp úr þeim stóli 1993, fyrir 29 árum síð­an, og sett­ist á þing í kjöl­farið fyrir Alþýðu­flokk­inn. 

„Nú kann­ast ég við þig. Ekki af baki dott­inn“ 

Í áður­nefndri stöðu­upp­færslu segir hann að það sé sann­ar­lega verk að vinna í Hafn­ar­firði, en sem stendur er sveit­ar­fé­lag­inu stýrt af meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks og óháðra og Rósa Guð­bjarts­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks, er bæj­ar­stjóri. „Átta ára þreytu­leg valda­tíð Sjálf­stæð­is­flokks­ins í bænum kallar á ný vinnu­brögð þar sem verkin þurfa að tala í sam­ráði við ólíka hópa og ein­stak­linga. Ég veit að Sam­fylk­ingin er til­búin í þau verk. Mála­flokk­arnir þar sem þarf að taka á eru um allt; má nefna mál sem varða skipu­lag, félags­mál, atvinnu­mál, leik­skóla, grunn­skóla, íþrótt­ir, loft­lag, jafn­rétti, hús­næði fyrir alla, svo fátt eitt sé talið.

Auglýsing
Það er mik­il­vægt að allir Hafn­firð­ingar geti verið stoltir af bænum sín­um. Það kallar á ný vinnu­brögð, opið stjórn­kerfi, kraft­mikla upp­bygg­ingu og virka aðkomu bæj­ar­búa að end­ur­bót­u­m.“

Á meðal þeirra sem skrifa ummæli við færsl­una er Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og for­sæt­is­ráð­herra. Hún skrif­ar: „Nú kann­ast ég við þig. Ekki af baki dott­inn.“ 

Sagði af sér ráð­herra­emb­ætti 1994

Guð­mundur Andri starf­aði við blaða­mennsku áður en hann hóf þátt­töku í póli­tík. Á níunda ára­tugnum var hann kos­inn í bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar og varð bæj­ar­stjóri. Hann sett­ist á þing árið 1993 og varð síðar sama ár heil­brigð­is- og trygg­inga­mála­ráð­herra. 

Ári síðar varð Guð­mundur Árni félags­mála­ráð­herra en gegndi emb­ætt­inu aðeins í nokkra mán­uði. Hann baðst lausnar úr starf­inu í kjöl­far skýrslu Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar um emb­ætt­is­verk hans. Skýrslan fjall­aði ítar­­lega um aðdrag­anda starfs­loka Björns Önund­­ar­­sonar trygg­inga­yf­­ir­læknis í nóv­­em­ber 1993, en hann fékk greiddar þrjár millj­­ónir króna vegna upp­­­gjörs á áunnu náms­­leyfi gegn því að hann segði upp störf­­um. Á blaða­­manna­fundi sagði Guð­­mundur Árni að umfjöllun fjöl­miðla og ann­­arra um sig og sín störf, sem hefði sjaldn­­ast byggst á mála­vöxtum heldur fyrst og síð­­­ast á end­­ur­­tekn­ing­um, hefði aug­­ljós­­lega skaðað sig og haft skað­væn­­leg áhrif á störf sín í félags­­­mála­ráðu­­neyt­inu. Í frétt í Morg­un­­blað­inu af blaða­­manna­fund­inum segir að Guð­­mundur Árni hafi sagt að ákvörð­unin hafi verið tekin til að láta minni hags­muni víkja fyrir meiri.

Sendi­herra í 16 ár

Hann sat samt sem áður áfram á þingi til 2005 þegar hann var skip­aður sendi­herra Íslands í Sví­þjóð. Síðan þá, í alls 16 ár, hefur Guð­mundur Árni starfað sem slík­ur. m.a. í Stokk­hólmi, Was­hington, Nýju Delí og nú síð­ast í Winnipeg í Kanada. 

Í stöðu­upp­færslu sinni á Face­book segir Guð­mundur Árni að hann hafi notið þess­ara starfa. „Í des­em­ber síð­ast­liðnum óskaði ég eftir heim­flutn­ingi vegna fjöl­skyldu­að­stæðna og einnig verð ég í leyfi næstu mán­uði frá störfum í utan­rík­is­ráðu­neyt­in­u.“

Margir jafn­að­ar­menn í Hafn­ar­firði hafi sett sig í sam­band við hann á síð­ustu vikum og óskað eftir því að hann legði lið við að styrkja stöðu jafn­að­ar­manna í bæn­um, þar sem Sam­fylk­ingin hefur verið í minni­hluta, en sveit­ar­fé­lagið var áður fyrr oft­ast undir stjórn jafn­að­ar­manna. „Ég hef ákveðið að verða við þessu kalli og er þess full­viss, að með góðri liðs­heild, skýrri stefnu og mark­vissum vinnu­brögðum geti Sam­fylk­ingin orðið stærsti flokkur bæj­ar­ins.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Pönk í Peking
Kjarninn 28. maí 2022
Fjármálaráðherra Bretlands Rishi Sunak var ekki sannfærður um hvalrekaskatt í fyrstu en líst nú vel á skynsamlega skattlagningu á gróða orkufyrirtækja.
Fjármálaráðherra Breta tekur U-beygju í afstöðu sinni til hvalrekaskatts
Rishi Sunak áætlar að hvalrekaskattur sem leggst á hagnað breskra olíu- og gasfyrirtækja muni skila fimm milljörðum punda í ríkiskassann næsta árið. Þeir peningar munu fjármagna stuðningsaðgerðir við breskan almenning að hluta til.
Kjarninn 27. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent