Vill vinna Hafnarfjörð fyrir jafnaðarmenn 29 árum eftir að hann hætti sem bæjarstjóri

Fyrrverandi bæjarstjóri, ráðherra og sendiherra vill verða oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og stefnir að því að tvöfalda bæjarfulltrúatölu flokksins. Hann hefur verið fjarverandi úr pólitík frá árinu 2005.

Guðmundur Árni Stefánsson.
Guðmundur Árni Stefánsson.
Auglýsing

Guð­mundur Árni Stef­áns­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri, ráð­herra og sendi­herra, hefur lýst því yfir að hann vilji leiða Sam­fylk­ing­una í Hafn­ar­firði í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Próf­kjör flokks­ins fer fram 12. febr­úar næst­kom­andi. Í stöðu­upp­færslu á Face­book segir hann vera viss um að Sam­fylk­ingin geti orðið stærsti flokkur bæj­ar­ins. „Fái ég stuðn­ing flokks­fé­laga minna í próf­kjör­inu, þá stefni ég óhikað að því að Sam­fylk­ing vinni góðan sigur í bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ingum í maí og tvö­faldi bæj­ar­full­trúa­tölu sína, þ.e. úr tveimur í fjóra. Og að afloknum kosn­ingum geti Sam­fylk­ingin í góðu sam­starfi við aðra flokka tekið við for­ystu um stjórn bæj­ar­ins.“

Góðu vin­ir. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til fram­boðs vegna kom­andi bæj­ar­stjórn­ar­kosn­inga í Hafn­ar­firði fyr­ir­...

Posted by Guð­mundur Árni Stef­áns­son on Wed­nes­day, Janu­ary 12, 2022

Guð­mundur Árni, sem verður 67 ára í haust, hefur áður verið leið­andi afl í bæj­ar­stjórn­arpóli­tík í Hafn­ar­firði. Hann sat í bæj­ar­stjórn í tólf ár á síð­ustu öld, þar af sem bæj­ar­stjóri í sjö. Guð­mundur Árni steig upp úr þeim stóli 1993, fyrir 29 árum síð­an, og sett­ist á þing í kjöl­farið fyrir Alþýðu­flokk­inn. 

„Nú kann­ast ég við þig. Ekki af baki dott­inn“ 

Í áður­nefndri stöðu­upp­færslu segir hann að það sé sann­ar­lega verk að vinna í Hafn­ar­firði, en sem stendur er sveit­ar­fé­lag­inu stýrt af meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks og óháðra og Rósa Guð­bjarts­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks, er bæj­ar­stjóri. „Átta ára þreytu­leg valda­tíð Sjálf­stæð­is­flokks­ins í bænum kallar á ný vinnu­brögð þar sem verkin þurfa að tala í sam­ráði við ólíka hópa og ein­stak­linga. Ég veit að Sam­fylk­ingin er til­búin í þau verk. Mála­flokk­arnir þar sem þarf að taka á eru um allt; má nefna mál sem varða skipu­lag, félags­mál, atvinnu­mál, leik­skóla, grunn­skóla, íþrótt­ir, loft­lag, jafn­rétti, hús­næði fyrir alla, svo fátt eitt sé talið.

Auglýsing
Það er mik­il­vægt að allir Hafn­firð­ingar geti verið stoltir af bænum sín­um. Það kallar á ný vinnu­brögð, opið stjórn­kerfi, kraft­mikla upp­bygg­ingu og virka aðkomu bæj­ar­búa að end­ur­bót­u­m.“

Á meðal þeirra sem skrifa ummæli við færsl­una er Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og for­sæt­is­ráð­herra. Hún skrif­ar: „Nú kann­ast ég við þig. Ekki af baki dott­inn.“ 

Sagði af sér ráð­herra­emb­ætti 1994

Guð­mundur Andri starf­aði við blaða­mennsku áður en hann hóf þátt­töku í póli­tík. Á níunda ára­tugnum var hann kos­inn í bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar og varð bæj­ar­stjóri. Hann sett­ist á þing árið 1993 og varð síðar sama ár heil­brigð­is- og trygg­inga­mála­ráð­herra. 

Ári síðar varð Guð­mundur Árni félags­mála­ráð­herra en gegndi emb­ætt­inu aðeins í nokkra mán­uði. Hann baðst lausnar úr starf­inu í kjöl­far skýrslu Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar um emb­ætt­is­verk hans. Skýrslan fjall­aði ítar­­lega um aðdrag­anda starfs­loka Björns Önund­­ar­­sonar trygg­inga­yf­­ir­læknis í nóv­­em­ber 1993, en hann fékk greiddar þrjár millj­­ónir króna vegna upp­­­gjörs á áunnu náms­­leyfi gegn því að hann segði upp störf­­um. Á blaða­­manna­fundi sagði Guð­­mundur Árni að umfjöllun fjöl­miðla og ann­­arra um sig og sín störf, sem hefði sjaldn­­ast byggst á mála­vöxtum heldur fyrst og síð­­­ast á end­­ur­­tekn­ing­um, hefði aug­­ljós­­lega skaðað sig og haft skað­væn­­leg áhrif á störf sín í félags­­­mála­ráðu­­neyt­inu. Í frétt í Morg­un­­blað­inu af blaða­­manna­fund­inum segir að Guð­­mundur Árni hafi sagt að ákvörð­unin hafi verið tekin til að láta minni hags­muni víkja fyrir meiri.

Sendi­herra í 16 ár

Hann sat samt sem áður áfram á þingi til 2005 þegar hann var skip­aður sendi­herra Íslands í Sví­þjóð. Síðan þá, í alls 16 ár, hefur Guð­mundur Árni starfað sem slík­ur. m.a. í Stokk­hólmi, Was­hington, Nýju Delí og nú síð­ast í Winnipeg í Kanada. 

Í stöðu­upp­færslu sinni á Face­book segir Guð­mundur Árni að hann hafi notið þess­ara starfa. „Í des­em­ber síð­ast­liðnum óskaði ég eftir heim­flutn­ingi vegna fjöl­skyldu­að­stæðna og einnig verð ég í leyfi næstu mán­uði frá störfum í utan­rík­is­ráðu­neyt­in­u.“

Margir jafn­að­ar­menn í Hafn­ar­firði hafi sett sig í sam­band við hann á síð­ustu vikum og óskað eftir því að hann legði lið við að styrkja stöðu jafn­að­ar­manna í bæn­um, þar sem Sam­fylk­ingin hefur verið í minni­hluta, en sveit­ar­fé­lagið var áður fyrr oft­ast undir stjórn jafn­að­ar­manna. „Ég hef ákveðið að verða við þessu kalli og er þess full­viss, að með góðri liðs­heild, skýrri stefnu og mark­vissum vinnu­brögðum geti Sam­fylk­ingin orðið stærsti flokkur bæj­ar­ins.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent