AGS segir sveiflur í rafmyntum ógna fjármálastöðugleika

Virði rafmynta líkt og Bitcoin og Ether sveiflast nú í takt við virði hlutabréfamarkaða vestanhafs. AGS segir þetta bjóða upp á miklar hættur fyrir fjármálastöðugleika.

Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS
Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS
Auglýsing

Þörf er á sam­ræmdu reglu­verki á alþjóða­vísu fyrir raf­myntir svo að þær valdi ekki óstöð­ug­leika á fjár­mála­mark­aði, en sveiflur í virði mynt­anna gæti leitt til mik­illa sveiflna á hluta­bréfa­mark­aði. Þetta kemur fram í grein­ingu frá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum (AGS), sem kom út í vik­unni.

36 pró­senta fylgni

Sam­kvæmt grein­ing­unni hefur fylgni á milli virðis raf­mynta, líkt og Bitcoin og Ether, og S&P 500 hluta­bréfa­vísi­töl­unnar vest­an­hafs auk­ist tölu­vert á síð­ustu árum. Þetta er mikil breyt­ing frá tíma­bil­inu 2017-2019, þar sem engin fylgni var á milli verðs á raf­mynt­unum og hluta­bréfa­verðs. Á síð­ustu tveimur árum jókst fylgnin á milli raf­mynta og hluta­bréfa hins vegar til muna og náði 36 pró­sent­um.

Fylgnin gengur í báðar átt­ir, þ.e. að verð­fall í raf­myntum hefur nei­kvæð áhrif á mark­að­inn og öfugt. AGS segir að sveiflur í virði Bitcoin geti útskýrt þriðj­ung af sveifl­unum í S&P 500 vísi­töl­unni. Aðrar raf­myntir og svo­kall­aðar stöð­ug­leika­myntir (e. stablecoins), sveifl­ast líka í takt við hluta­bréf, en valda þó minni áhrif á mark­að­inn. Stærsta stöð­ug­leika­mynt­in, Tether, útskýrir um fjögur til sjö pró­sent af sveiflum á banda­rískum hluta­bréfa­mark­aði.

Auglýsing

Þörf á reglu­verki

Gita Gopin­ath, aðal­hag­fræð­ingur AGS, vakti athygli á grein­ing­unni á Twitt­er-­síðu sinni í gær, en þar segir hún að mikil fylgni í virði Bitcoin við hluta­bréfa­mark­að­inn bendi til þess að fjár­fest­ing í mynt­inni bjóði ekki upp á jafn­mikla áhættu­dreif­ingu og áður var talið.

Þessi mikla fylgni gæti einnig orðið áhættu­söm fyrir stöð­ug­leika fjár­mála­kerf­is­ins, sér­stak­lega í þeim löndum þar sem notkun á Bitcoin er almenn. Eitt þess­ara landa er El Salvador, en líkt og Kjarn­inn hefur áður fjallað um er raf­myntin þjóð­ar­gjald­mið­ill þar í landi.

Sér­fræð­ingar hjá AGS segja því að nú sé tími til að skapa sam­ræmt og skýrt reglu­verk fyrir raf­myntir á alþjóða­vísu sem rík­is­stjórnir ein­stakra landa gætu notað til að stuðla að fjár­mála­stöð­ug­leika. Slíkt reglu­verk gæti inni­haldið auknar kröfur á þær fjár­mála­stofn­anir sem stunda við­skipti með raf­myntir og aðgerðir til að koma í veg fyrir fulla nafn­leynd þeirra sem nota þær.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent