Segir nauðsynlegt að fjölga innflytjendum í Þýskalandi

Efnahags- og umhverfisráðherra Þýskalands segir að bregðast þurfi við ört hækkandi meðalaldri þjóðarinnar með fleiri innflytjendum ef þýska hagkerfið á að viðhalda eigin framleiðslugetu.

Robert Habeck, efnahagsráðherra og varakanslari Þýskalands.
Robert Habeck, efnahagsráðherra og varakanslari Þýskalands.
Auglýsing

Þjóð­verjar munu þurfa fleiri inn­flytj­endur til að koma í veg fyrir skort á fram­boð vinnu­afls í Þýska­landi. Þetta sagði efna­hags- og umhverf­is­ráð­herra lands­ins, Robert Habeck, á blaða­manna­fundi í gær.

Sam­kvæmt frétt Reuters um málið sagði Habeck, sem er einnig for­maður þýska Græn­ingja­flokks­ins og varakansl­ari, að landið stæði frammi fyrir krísu vegna breyttrar ald­urs­sam­setn­ingar þjóð­ar­inn­ar.

Því til stuðn­ings benti ráð­herr­ann á að þessa stund­ina væru 300 þús­und laus störf í land­inu og að búist sé við að þau verði rúm milljón í fram­tíð­inni. „Ef við lokum ekki þessu gati munum við enda með stórt fram­leiðni­vanda­mál,“ bætti hann við.

Auglýsing

Habeck nefndi nokkrar leiðir til að fjölga starfs­fólki á fjöl­miðla­fund­in­um, meðal ann­ars með bættri starfs­þjálfun og fleiri starfs­mögu­leika fyrir fjöl­skyldu­fólk. Þar að auki segir hann að auka þurfi veru­lega inn­flutn­ing á vinnu­afli til lands­ins í öllum starfs­grein­um. „Við þurfum að skipu­leggja þetta,“ sagði hann.

Upp­safn­aður skortur á vinnu­afli

Sam­kvæmt mati þýsku sam­tak­anna IW mun vinnu­mark­að­ur­inn þar í landi minnka um 300 þús­und manns í ár, sökum mik­ils fjölda fólks sem er komið á eft­ir­launa­ald­ur. Búist er við áfram­hald­andi minnkun vinnu­mark­að­ar­ins á næstu árum og að upp­safn­aður skortur á starfs­fólki muni nema fimm millj­ónum árið 2030.

Frétta­stofa Reuters segir ójafn­vægið á milli stærða ald­urs­hópa í land­inu vera til­komið vegna lít­illar frjó­semi og ójafns fjölda inn­flytj­enda á milli ára síð­ustu ára­tug­ina. Þetta ójafn­vægi er einnig vanda­mál fyrir þýska líf­eyr­is­kerf­ið, þar sem færri starfs­menn fjár­magna nú elli­líf­eyri fyrir stærri þjóð­fé­lags­hóp en áður, auk þess sem elli­líf­eyr­is­þegar búa nú við auknar lífslík­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent