Bólusetning barna nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi að mati sóttvarnalæknis

Öll rök hníga að því að bólusetning barna sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi að sögn sóttvarnalæknis. Eitt barn á fyrsta ári liggur inni á spítala með COVID-19. Sóttvarnalæknir mun mögulega leggja til harðari aðgerðir á næstu dögum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir öll rök hníga að því að bólusetning barna sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir öll rök hníga að því að bólusetning barna sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir fór yfir áhrif kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins á börn hér á landi á upp­lýs­inga­fundi dags­ins. Bólu­setn­ing 5-11 ára barna hófst í Laug­ar­dals­höll í vik­unni og vildi sótt­varna­læknir fara yfir atriði sem tengj­ast ann­ars vegar börnum sem veikj­ast af COVID-19 og hins vegar að því sem snýr að bólu­setn­ingum barna. Eitt barn á fyrsta ári er á Land­spít­ala vegna COVID-19 sem stend­ur.

Alvar­legar auka­verk­anir hjá börnum eftir COVID þrisvar sinnum hærri en eftir bólu­setn­ingu

Þórólfur segir öll rök hníga að því að bólu­setn­ing barna sé nauð­syn­leg til að koma í veg fyrir alvar­leg veik­indi þeirra.

Auglýsing
Frá því að far­ald­ur­inn braust út hér á landi fyrir tæpum tveimur árum hafa tíu börn yngri en 16 ára hafa þurft á inn­lögn að halda af völdum COVID-19 af um 9.300 börnum sem hafa grein­st, eða 0,1 pró­sent. Tvö börn hafa lagst inn á gjör­gæslu með COVID-19. Að auki hafa hund­ruð barna verið í nánu eft­ir­liti barna­spít­al­ans vegna veik­inda af völdum COVID-19 en ekki þurft á inn­lögn að halda.

Hins vegar hefur eitt barn, 17 ára, þurft að leggj­ast inn vegna auka­verk­ana eftir bólu­setn­ingu. Þá hafa sex til­kynn­ingar borist um alvar­legar auka­verk­anir sem tengj­ast bólu­setn­ingu af um 22 þús­und bólu­setn­ingum eða 0,03%.

„Þannig er ljóst að hér á landi eru alvar­legar auka­verk­anir hjá börnum eftir COVID að minnsta kosti þrisvar sinnum hærri en eftir bólu­setn­ingu. Þetta er í sam­ræmi við reynslu og upp­gjör erlend­is, bæði í Banda­ríkj­unum og Dan­mörku,“ sagði Þórólfur í yfir­ferð sinni á upp­lýs­inga­fund­in­um.

Leggur mögu­lega fram hertar aðgerðir á næstu dögum

Varð­andi stöð­una á far­aldr­inum almennt segir Þórólfur að til greina komi að hann leggi til hertar aðgerðir í vik­unni. Núgild­andi sótt­varna­reglur voru fram­lengdar um þrjár vikur í gær og eru í gildi til 2. febr­úar en það gæti mögu­lega breyst. Þórólfur horfir samt sem áður björtum augum til fram­tíð­ar.

„Þó útlitið sé kannski ekki bjart akkúrat þessa stund­ina varð­andi COVID-19 hér á landi þá held ég að til lengri tíma litið sé útlitið bjart og þá er ég að tala um næstu vikur eða mán­uði. Með útbreiddri bólu­setn­ingu sem kemur í veg fyrir alvar­leg veik­indi en einnig að hluta í veg fyrir smit þá getum við sætt okkur við ákveð­inn fjölda smita í sam­fé­lag­inu þannig að almenn veik­indi sligi ekki heil­brigð­is­kerfið og ýmsa inn­viði. Okkur mun þannig takast að auka hér ónæmi í sam­fé­lag­inu hægt og bít­andi sem gerir okkur kleift að slaka á ýmsum tak­mörk­unum í sam­fé­lag­in­u.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent