Bólusetning barna nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi að mati sóttvarnalæknis

Öll rök hníga að því að bólusetning barna sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi að sögn sóttvarnalæknis. Eitt barn á fyrsta ári liggur inni á spítala með COVID-19. Sóttvarnalæknir mun mögulega leggja til harðari aðgerðir á næstu dögum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir öll rök hníga að því að bólusetning barna sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir öll rök hníga að því að bólusetning barna sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir fór yfir áhrif kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins á börn hér á landi á upp­lýs­inga­fundi dags­ins. Bólu­setn­ing 5-11 ára barna hófst í Laug­ar­dals­höll í vik­unni og vildi sótt­varna­læknir fara yfir atriði sem tengj­ast ann­ars vegar börnum sem veikj­ast af COVID-19 og hins vegar að því sem snýr að bólu­setn­ingum barna. Eitt barn á fyrsta ári er á Land­spít­ala vegna COVID-19 sem stend­ur.

Alvar­legar auka­verk­anir hjá börnum eftir COVID þrisvar sinnum hærri en eftir bólu­setn­ingu

Þórólfur segir öll rök hníga að því að bólu­setn­ing barna sé nauð­syn­leg til að koma í veg fyrir alvar­leg veik­indi þeirra.

Auglýsing
Frá því að far­ald­ur­inn braust út hér á landi fyrir tæpum tveimur árum hafa tíu börn yngri en 16 ára hafa þurft á inn­lögn að halda af völdum COVID-19 af um 9.300 börnum sem hafa grein­st, eða 0,1 pró­sent. Tvö börn hafa lagst inn á gjör­gæslu með COVID-19. Að auki hafa hund­ruð barna verið í nánu eft­ir­liti barna­spít­al­ans vegna veik­inda af völdum COVID-19 en ekki þurft á inn­lögn að halda.

Hins vegar hefur eitt barn, 17 ára, þurft að leggj­ast inn vegna auka­verk­ana eftir bólu­setn­ingu. Þá hafa sex til­kynn­ingar borist um alvar­legar auka­verk­anir sem tengj­ast bólu­setn­ingu af um 22 þús­und bólu­setn­ingum eða 0,03%.

„Þannig er ljóst að hér á landi eru alvar­legar auka­verk­anir hjá börnum eftir COVID að minnsta kosti þrisvar sinnum hærri en eftir bólu­setn­ingu. Þetta er í sam­ræmi við reynslu og upp­gjör erlend­is, bæði í Banda­ríkj­unum og Dan­mörku,“ sagði Þórólfur í yfir­ferð sinni á upp­lýs­inga­fund­in­um.

Leggur mögu­lega fram hertar aðgerðir á næstu dögum

Varð­andi stöð­una á far­aldr­inum almennt segir Þórólfur að til greina komi að hann leggi til hertar aðgerðir í vik­unni. Núgild­andi sótt­varna­reglur voru fram­lengdar um þrjár vikur í gær og eru í gildi til 2. febr­úar en það gæti mögu­lega breyst. Þórólfur horfir samt sem áður björtum augum til fram­tíð­ar.

„Þó útlitið sé kannski ekki bjart akkúrat þessa stund­ina varð­andi COVID-19 hér á landi þá held ég að til lengri tíma litið sé útlitið bjart og þá er ég að tala um næstu vikur eða mán­uði. Með útbreiddri bólu­setn­ingu sem kemur í veg fyrir alvar­leg veik­indi en einnig að hluta í veg fyrir smit þá getum við sætt okkur við ákveð­inn fjölda smita í sam­fé­lag­inu þannig að almenn veik­indi sligi ekki heil­brigð­is­kerfið og ýmsa inn­viði. Okkur mun þannig takast að auka hér ónæmi í sam­fé­lag­inu hægt og bít­andi sem gerir okkur kleift að slaka á ýmsum tak­mörk­unum í sam­fé­lag­in­u.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent