Bólusetjum börnin gegn COVID-19, þau eiga rétt á því

Ingileif Jónsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, skrifar um bólusetningu barna á aldrinum 5-11 ára.

Auglýsing

Ég treysti því að for­eldrar vilji börnum sínum allt hið besta: Að þau fái sams­konar vernd gegn alvar­legum afleið­ingum COVID-19 og þeir hafa sjálfir þegið með bólu­setn­ing­u. ­Börnin eiga rétt á að njóta besta heilsu­fars og heil­brigð­is­þjón­ustu í formi bólu­setn­ingar sem yfir 90% þjóð­ar­inn­ar, 12 ára og eldri, hefur fengið nú þeg­ar.

Alvar­leg veik­indi af völdum Delta afbrigð­is­ins eru meiri hjá ung­lingum og börnum en af fyrri afbrigðum SAR­S-CoV-2 veirunn­ar. Þrátt fyrir að Ómíkron afbrigðið sé miklu meira smit­andi en Delta eru Delta smit enn yfir 100 á dag á Íslandi, og börn eru aðal­lega að sýkj­ast af Delta, meðan ungir full­orðnir eru í meiri­hluta þeirra sem sýkj­ast af Ómíkron. 

Delta og Ómíkron – er óþarft að bólu­setja börn?

Mik­il­vægt er að bólu­setja börn þar sem þar sem þau geta veikst alvar­lega af COVID-19 og bólu­setn­ing verndar vel gegn bæði smiti og alvar­legum sjúk­dómi af völdum Delta og ann­ara afbrigða eins og Alfa, Beta og Gamma. Þótt vernd gegn Ómíkron sé minni en gegn Delta þá vekja þrír skammtar af Pfizer bólu­efn­inu sam­bæri­legt magn hlut­leysandi mótefna gegn Ómíkron og 2 skammtar veita gegn Delta, og veita þannig ein­hverja vernd. Það er heldur ekki tryggt að Ómíkron sé síð­asta afbrigði SAR­S-CoV-2, og ný afbrigði gætu þró­ast á grunni Alfa, Beta, Delta eða ann­ara afbrigða og þá er gott að hafa byggt upp vernd og ónæm­is­minni sem Pfizer bólu­efnið vekur gegn þeim.

Í Barna­sátt­mála sam­ein­uðu þjóð­anna, sem Ísland hefur stað­fest, segir í 24. gr.: Aðild­ar­ríki við­ur­kenna rétt barns til að njóta besta heilsu­fars sem hægt er að tryggja, og aðstöðu til lækn­is­með­ferðar og end­ur­hæf­ing­ar. Aðild­ar­ríki skulu kapp­kosta að tryggja að ekk­ert barn fari á mis við rétt sinn til að njóta slíkrar heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Auglýsing
Því miður njóta ekki öll börn þess­ara rétt­inda, sér­stak­lega ekki börn í fátæk­ari löndum heims. Við sem erum efnuð þjóð, sem leggur áherslu á að styrkja heil­brigð­is­kerfið til að það geti veitt öllum þegnum sínum bestu þjón­ustu sem völ er á, höfum boðið full­orðnum og börnum frá 12 ára aldri bólu­setn­ingu gegn COVID-19. Nú eru 91% lands­manna 12 ára og eldri full­bólu­sett­ir. ­Bólu­setn­ingin veitir yfir 90% vernd gegn alvar­legum COVID-19 sjúk­dómi, sjúkra­húsinn­lögn og dauða, líka af völdum Delta afbrigð­is­ins, sem er meira smit­andi og veldur alvar­legri sjúk­dómi í öllum ald­urs­hópum en fyrri afbrigði. Bólu­setn­ing veitir líka 50-80% vernd gegn smiti af völdum Delta og smit­aðir bólu­settir ein­stak­lingar smita aðra helm­ingi síður en smit­aðir óbólu­settir ein­stak­ling­ar. 

Auka­verk­anir af bólu­setn­ingum gegn COVID-19

Nið­ur­stöður rann­sóknar frá Ísr­ael á sam­an­burði auka­verk­ana eftir bólu­setn­ingu gegn COVID-19 eða PCR stað­festum SAR­S-CoV-2 sýk­ingum 16 ára og eldri, birt­ust í hinu virta tíma­riti New Eng­land Journal of Med­icine í lok ágúst. Algeng­ustu auka­verk­anir eftir COVID-19 sjúk­dóm voru hjart­slátt­ar­trufl­an­ir, nýrnaskaði, sega­myndun í lung­um, blóð­tappar og hjarta­á­föll, síðan koma hjarta­vöðva­bólga og goll­urs­hús­bólga. Allar þessar auka­verk­anir voru miklu algeng­ari eftir COVID-19 sjúk­dóm en eftir bólu­setn­ingu (11 til 168 sinnum algeng­ari). Sú rann­sókn sýndi 18.28 falt aukna áhættu á hjarta­vöðva- og goll­urs­hús­bólgu meðal 233.392 ein­stak­linga sem fengu COVID-19 í 1- 42 daga frá grein­ingu miðað við jafn­marga í stöðl­uðum við­mið­un­ar­hópi. Hins vegar var aukn­ing á áhættu á hjarta­vöðva- og goll­urs­hús­bólgu 3,24 föld á 1. til 42. degi frá fyrra skammti af tveimur meðal 884.828 bólu­settra með Pfizer bólu­efn­inu miðað við jafn­marga í stöðl­uðum við­mið­un­ar­hópi. Þannig eru alvar­legar auka­verk­anir af Pfizer bólu­efn­inu miklu sjald­gæfari en sömu auka­verk­anir í kjöl­far COVID-19 sýk­ing­ar.

Í rann­sókn á sjúkra­húsinn­lögn eða dauða af völdum hjarta­vöðva­bólgu, goll­urs­hús­bólgu eða hjart­slátt­ar­trufl­ana meðal rúm­lega 38 millj­óna bólu­settra ein­stak­linga og rúm­lega 3 millj­óna SAR­S-CoV-2 sýktra í Bret­landi, sem birt­ist í Nat­ure Med­icine um miðjan des­em­ber sl., kom fram 1,31-­föld aukin áhætta á hjarta­vöðva­bólgu innan 1 til 28 daga frá bólu­setn­ingu með Pfizer bólu­efn­inu (fjöldi = 16.993.389), 1,30-­föld aukin áhætta eftir annan skammt (ekki mark­tæk), meðan 9,76-falt aukin áhætta var eft­ir PCR stað­festa SAR­S-CoV-2 sýk­ingu (fjöldi = 3.028.867). Við­bót­ar­til­felli voru 1 á hverja 1 milljón bólu­settra með einum skammti af Pfizer en við­bót­ar­til­felli voru 40 á hverja 1 milljón ein­stak­linga sem greindust með COVID-19 í 1 til 28 daga frá PCR stað­festri sýk­ingu. Hlut­falls­leg áhætta á sjúkra­húsinn­lögn var meiri eftir COVID-19 sýk­ingu en eftir bólu­setn­ingu bæði hjá þeim sem eru yngri en 40 ára og þeim sem eru 40 ára eða eldri. Hjá karl­mönnum yngri en 40 ára var aukin áhætta 1.83-­föld eftir Pfizer bólu­setn­ingu, en 4.06-­föld eftir PCR stað­festa SAR­S-CoV-2 sýk­ingu. Sama rann­sóknateymi birti bráða­birgða­nið­ur­stöður (óritrýnd­ar) 26. des. sl. sem sýndu að aukin áhætta á sjúkra­húsinn­lögn og dauða af völdum hjarta­vöðva­bólgu meðal 42 milljón ein­stak­linga í Bret­landi var meiri eftir COVID-19 sýk­ingu en eftir bólu­setn­ingu. Áhættan á hjarta­vöðva­bólgu jókst við end­ur­teknar bólu­setn­ingar með mRNA bólu­efnum en er mjög lág í heild­ina, og jókst aðeins um 2 til­felli á hverja milljón ein­stak­linga sem fengu örv­un­ar­skammt af Pfizer bólu­efn­inu.

COVID-19 hjá börnum

Því er oft rang­lega haldið fram að börn veik­ist ekki af COVID-19. Vissu­lega smit­ast þau sjaldnar og veikj­ast sjaldnar en full­orðn­ir, einkum aldr­að­ir. Þegar Delta afbrigðið sem er meira smit­andi en fyrri afbrigði, breidd­ist út í heim­inum kom í ljós að SAR­S-CoV-2 veiran getur líka valdið alvar­legum veik­indum hjá börn­um, þótt flest veik­ist ekki alvar­lega, sem betur fer. 

Sjúkra­húsinn­lagnir þessa ald­urs­hóps vegna COVID-19 fóru hratt vax­andi með til­komu Delta. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Smit­sjúk­dóma­stofnun Evr­ópu (ECDC) var mikil aukn­ing sjúkra­húsinn­lagna COVID-19 sjúk­linga á öllum aldri í Evr­ópu á haust­mán­uð­u­m. COVID-19 hjá börnum er sem betur fer oft­ast ein­kenna­lít­ill og afleið­ingar ekki alvar­leg­ar. Alvar­leg ein­kenni COVID-19 eru sjald­gæf hjá 5-11 ára börn­um; af 65.800 börnum 5-11 ára, með COVID-19 veik­indi með ein­kennum í 10 Evr­ópu­löndum voru 0,61% lögð inn á sjúkra­hús á Delta tíma­bil­inu, og 0,06% þurftu á gjör­gæslu/önd­un­ar­vél að halda. Áhættan á sjúkra­húsinn­lögn 5-11 ára barna er 12-­föld og áhætta á gjör­gæslu­inn­lögn 19-­föld ef þau hafa und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Mik­il­vægt er að benda á að mik­ill meiri­hluti (78%) barna í þessum ald­urs­hópi sem þurfti að leggja inn á sjúkra­hús höfðu enga und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. 

Auglýsing
Í nýbirtri rann­sókn á veik­indum 915 barna undir 18 ára, sem lágu á sjúkra­húsi vegna COVID-19 tengdra veik­inda á sex barna­spít­ölum í Banda­ríkj­unum í júlí-ágúst 2021, þegar Delta var ráð­andi, kom í ljós að 77,9% voru lögð inn vegna bráðra COVID-19 veik­inda en 19,3% reynd­ust SAR­S-CoV-2 jákvæð eftir inn­lögn. Af þeim 713 börnum sem voru lögð inn vegna COVID-19, voru 24,7% undir 1 árs aldri, 17,1% voru 1-4 ára, 20,1% voru 5–11 ára, og 38.1% voru 12–17 ára. 67.5% höfðu und­ir­liggj­andi áhættu­þætti, þar sem offita var algeng­ust (32,4%), en aðrar veiru­sýk­ingar (co-in­fect­ions) var mjög algengar líka, mest hjá börnum undir 5 ára (33,9%). Meira en helm­ingur þeirra barna sem voru lögð inn vegna COVID-19 þurfti súr­efni, tæp­lega þriðj­ungur þurfti inn­lögn á gjör­gæslu og 1,5% lét­ust. Það sorg­lega er að af þeim 272 börnum 12-17 ára sem áttu rétt á bólu­setn­ingu var aðeins 1 barn full­bólu­sett (0,4%). Tutt­ugu börn (2,7%) höfðu fjöl­kerfa bólgu­sjúk­dóm, MIS-C (multi-­sy­stem inflammatory syndrome), sem er sjald­gæfur en mjög alvar­legur COVID-19 tengdur bólgu­sjúk­dómur í ýmsum líf­fær­um. Höf­undar leggja áherslu á að rann­sóknin sýni mik­il­vægi þess að vernda 5-11 ára börn með bólu­setn­ingum og öðrum aðgerðum gegn COVID-19. 

Nýleg banda­rísk rann­sókn á 5.217 börnum undir 18 ára aldri sem fengu COVID-19 tengda fjöl­kerfa bólgu­sjúk­dóm­inn MIS-C í Banda­ríkj­unum sýndi að 44% voru á aldr­inum 5-11 ára. Börn geta líka fengið lang­vinnar afleið­ingar COVID (long-COVID) jafn­vel eftir væga og ein­kenna­lausa COVID-19 sýk­ing­u. 

Meðal afleið­inga COVID-19 sýk­ingar eru hjarta­vöðva­bólga og goll­urs­húss­bólga, sem er sjald­gæfari hjá 5-11 ára börnum en ung­lingum og ungum full­orðn­um. Nið­ur­stöður rann­sóknar smit­sjúk­dóma­stofn­unar Banda­ríkj­anna (CDC) sýna 36,8-falt aukna áhættu á hjarta­vöðva­bólgu hjá börnum undir 16 ára sem sýkj­ast af COVID-19. COVID-19 er nú átt­unda algeng­asta dán­ar­or­sök 5-11 ára barna í Banda­ríkj­un­um.

Í skýrslu evr­ópsku Smit­sjúk­dóma­stofn­un­ar­innar frá 1. des­em­ber sl. er nið­ur­staðan sú að 5-11 ára börn í auk­inni áhættu eigi að vera í for­gangi fyrir bólu­setn­ingu, eins og í öðrum ald­urs­hóp­um. Hins­vegar er tekið fram að það ætti að íhuga að bólu­setja öll 5-11 ára börn þar sem sjúkra­húsinn­lagnir og alvar­legar afleið­ingar COVID-19 eins og MIS-C og lang­vinnur COVID-19 komi einnig fram hjá börnum í þessum ald­urs­hópi sem ekki hafa neina þekkta áhættu­þætti.

Bólu­setn­ing barna með Pfizer bólu­efn­inu

Lyfja­stofnun Banda­ríkj­anna (FDA) veitti leyfi 29. okt. 2021 fyrir bólu­setn­ingum 5-11 ára barna með bólu­efni Pfiz­er, Lyfja­stofnun Evr­ópu veitti leyfi 25. nóv. 2021 og okkar Lyfja­stofnun í kjöl­far­ið. Bólu­efnið (1/3 af full­orð­ins­skammti) veitti 90,7% vernd gegn PCR stað­festu COVID-19 hjá 5-11 ára börnum og myndun hlut­leysandi mótefna er sam­bæri­leg og hjá 16-25 ára (non-in­fer­iority). Öryggi og auka­verk­anir eru sam­bæri­legar og eng­inn 5-11 ára þátt­tak­enda (4.695) í klínísku rann­sókn­unum fékk hjarta­vöðva­bólgu eða goll­urs­húss­bólgu. Bólu­setn­ingin verndar gegn sýk­ingu og veik­indum og minnkar hættu á end­ur­sýk­ingu. Nið­ur­stöður voru birtar í New Eng­land of Med­icine í byrjun nóv­em­ber 2021. Áður en Lyfja­stofnun Banda­ríkj­anna gaf út leyfi fyrir bólu­setn­ingu 5-11 ára barna fór sér­fræð­inga­nefnd þeirra yfir auka­verk­anir hjá millj­ónum bólu­settra 12-15 ára ung­linga, engin hættu­merki hafa komið fram eftir að almennar bólu­setn­inga 12 ára og eldri hófust. 

Auka­verk­anir af COVID-19 sýk­ingu og bólu­setn­ingu gegn COVID-19 hjá börnum

Í bresku rann­sókn­inni sem nefnd er hér að ofan (óritrýnd birt 26. des. sl.) voru 2.136.189 ung­lingar á aldr­inum 13 til 17 ára, en til­felli hjarta­vöðva­bólgu voru of fá (15 á 1.-28. degi frá bólu­setn­ingu) til að hægt væri að meta hvort áhættan væri aukin í þessum ald­urs­hópi. Grunn­tíðni hjarta­vöðva­bólgu, þ.e. fyrir COVID-19, er lægri hjá 5-11 ára börnum en 12-17 ár ung­ling­um, þess vegna spáir hjarta­vöðva­bólga í kjöl­far bólu­setn­inga hjá ung­lingum ekki endi­lega til um áhætt­una hjá yngri börn­um.

Nýbirt banda­rísk rann­sókn á auka­verk­unum hjá 5-11 ára börnum (3. nóv­-19. des. sl.), sem höfðu fengið rúm­lega 8,7 milljón skammta af Pfizer sýndi að til­kynn­ingar um auka­verk­anir eftir bólu­setn­ingu voru 4.249 og af þeim töld­ust 4.149 (97,6%) ekki alvar­leg­ar, en 100 til­kynn­ingar (2,4%) voru um auka­verk­anir sem töld­ust alvar­leg­ar, og voru þær algeng­ustu hiti (29= 29%), upp­köst (21= 21%), auk hækk­aðs troponín í blóði. Tólf fengu flog, 11 til­felli hjarta­vöðva­bólgu voru stað­fest, 7 höfðu náð fullum bata og 4 voru á bata­vegi. Tíðni vægra stað­bund­inna og útbreiddra auka­verk­ana var svipuð og í klínísku rann­sókn­unum sem voru for­senda leyf­is­veit­ingar bólu­efn­is­ins fyrir þennan ald­urs­hóp, þ.e. stað­bundnar (eins og eymsli á stungu­stað) hjá 57,5% og útbreiddar (þreyta, höf­uð­verk­ur) hjá 40,9% 5-11 ára eftir seinni skammt af Pfizer bólu­efn­inu sem er heldur lægra en hjá 12-15 ára (stað­bundnar 62,4%; útbreidd­ar, 63,4%).

Í rann­sókn frá Frakk­landi sem birt­ist rétt fyrir jólin kom fram að 107 börn með MIS-C voru lögð inn á sjúkra­hús í Frakk­landi í sept­em­ber til októ­ber 2021, 33 þeirra (31%) voru ung­lingar sem áttu rétt á bólu­setn­ingu. Af þeim sem fengu MIS-C var eng­inn ung­lingur full­bólu­sett­ur, 7 höfðu fengið einn skammt en 26 voru óbólu­sett­ir. Einn skammtur af bólu­efni minnk­aði líkur á MIS-C tífalt m.v. óbólu­setta ung­linga, og var verndin mjög mark­tæk (áhættu­stuð­ull fyrir MIS-C eftir einn bólu­efn­is­skamt =0.09, P <0 .001).

Fyrir les­endur sem ekki eru vanir að lesa töl­fræði af þessu tagi segja töl­urnar hér að ofan kannski ekki mik­ið. En fyrir alla sem leggja á sig að lesa og rýna í þær má vera ljóst að nýjar ábyggi­legar rann­sóknir sýna, svart á hvítu, að við eigum að tryggja 5-11 ára börnum sömu heil­brigð­is­þjón­ustu og þeim sem eldri eru, og sömu vernd gegn alvar­legum afleið­ingum COVID-19 með bólu­setn­ingu. Þau eiga rétt á því eins og aðrir lands­menn, þannig sýnum við þeim umhyggju og færum þeim bestu vernd sem völ er á.

Höf­undur er pró­fessor við lækna­deild Háskóla Íslands og deild­ar­stjóri hjá Íslenskri erfða­grein­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar