Verðmiðinn á verksmiðjunni í Helguvík lækkaði um 4,2 milljarða á níu mánuðum

Bókfært virði kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík er komið niður í 2,7 milljarða króna. Óvissa á mörkuðum fyrir silíkon hefur neikvæð áhrif á söluferli verksmiðjunnar.

Verksmiðjan hefur ekki verið starfrækt síðan haustið 2017.
Verksmiðjan hefur ekki verið starfrækt síðan haustið 2017.
Auglýsing

Í lok mars 2019 var virði kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík, sem er í eigu Arion banka, bókfærð á 6,9 milljarða króna í bókum bankans. Um síðustu áramót hafði virði hennar verið fært niður um 4,2 milljarða króna frá þeim tíma og bókfært virði hennar er nú 2,7 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í ársreikningi Arion banka sem birtur var í liðinni viku. 

Verksmiðjan hefur ekki verið í gangi frá því í september 2017. Nokkrum mánuðum síðar, í janúar 2018, fór félagið sem byggði hana í þrot en áætlaður kostnaður við uppsetningu verksmiðjunnar var um 22 milljarðar króna. 

Arion banki var stærsti kröfuhafi verkefnisins og tók yfir verksmiðjuna. Tilgangurinn átti að vera sá að greiða úr þeim vandkvæðum sem voru til staðar við rekstur hennar, uppfylla þau leyfi sem þurfti til og selja hana síðan þegar verksmiðjan væri orðin starfhæf að nýju. 

Auglýsing
Þrátt fyrir að mikil andstaða væri við fyrirhugaða endurræsingu verksmiðjunnar hjá íbúum í Reykjanesbæ, sem kvörtuðu mjög yfir mengun frá henni, að viðbótarkostnaður við standsetningu hennar hrannaðist upp og þeirri staðreynd að miklu til viðbótar þyrfti að kosta til svo hún myndi uppfylla sett skilyrði til að hljóta umhverfismat, þá hækkaði bókfært virði verksmiðjunnar sífellt í bókum Arion banka. Þ.e. þangað til að það fór á liða á árið 2019. 

Óvissa á mörkuðum gerir sölu ólíklega

Í ársreikningi Arion Banka segir að eftir að eignir United Silicon voru færðar til Stakksberg, dótturfélags bankans, hafi það unnið að því að draga úr óvissu varðandi endurgangsetningu verksmiðjunnar, meðal annars með því að fá starfsleyfi rekstrarins yfirfærð til félagsins, afla félaginu nýs raforkusamnings og vinna að grunn verkfræðilegri hönnun þeirra úrbóta sem nauðsynlegt er að unnar séu í aðdraganda endurgangsetningar. „Stakksberg er á lokastigi vinnu við gerð nýs umhverfismats fyrir verksmiðjuna. Fyrirhugaðar úrbætur eru innan fyrirliggjandi deiliskipulaga. Engu að síður er sú krafa á Reykjanesbæ að breyta núverandi deiliskipulagi til að endurspegla byggingarleyfi sem þegar hefur verið gefið út af sveitarfélaginu. Markmið bankans er að selja rekstur Stakksbergs á grundvelli þeirrar vinnu sem unnin hefur verið í þessu skyni.“

Slík sala er þó háð mikilli óvissu, enda virðist ekki vera mikill markaður fyrir verksmiðjuna sem stendur. Í afkomuviðvörun Arion banka sem send var út í janúar kom fram að vegna „óvissu á mörkuðum með sílikon hafa nokkrir framleiðendur dregið úr framleiðslu eða lokað verksmiðjum. Því er til staðar ónýtt framleiðslugeta sem leiða má líkur að hafi neikvæð áhrif á söluferli sílikonverksmiðjunnar í Helguvík.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Baldur Thorlacius
Áfram gakk og ekkert rugl
Kjarninn 22. júní 2021
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent