Arion banki hagnaðist um 1,1 milljarð í fyrra

Benedikt Gíslason, bankastjóri, segir að aðgerðir sem gripið hafi verið til í fyrra, hafi styrkt undirliggjandi rekstur nú þegar. Áfram er unnið að því markmiði að ná 10 prósent arðsemi eiginfjár, en hún var aðeins 0,6 prósent í fyrra.

Benedikt Gislason
Auglýsing

Arion banki hagn­að­ist um 1,1 millj­arð í fyrra, en afkoman á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins í fyrra var nei­kvæð um 2,7 millj­arða króna, en á sama tíma­bili árið á undan var afkoman jákvæð um 1,6 millj­arða. 

Hagn­aður á árinu 2018 var 7,7 millj­arðar króna, og því versn­aði afkoma bank­ans umtals­vert í fyrra miðað við árið á und­an. 

Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri, segir í til­kynn­ingu til kaup­hallar að afkoma und­ir­liggj­andi rekstrar hafi farið batn­andi að und­an­förn­u. 

Auglýsing

„Við sjáum þess merki á fjórða árs­fjórð­ungi að þær skipu­lags- og áherslu­breyt­ingar sem ráð­ist var í undir lok þriðja árs­fjórð­ungs skila árangri því Arion banki hagn­ast um 5,2 millj­arða króna af áfram­hald­andi starf­semi á fjórð­ungn­um, sem er besti fjórð­ungur árs­ins 2019. Vaxta­munur hefur hækkað og dregið hefur úr rekstr­ar­kostn­aði á sama tíma og bank­inn hefur fengið end­ur­greidd óarð­bær útlán og greitt upp dýra fjár­mögn­un. Góður vöxtur er einnig í afkomu trygg­inga­starf­semi og höfum við miklar vænt­ingar til áfram­hald­andi sam­starfs við Vörð, við­skipta­vinum okkar til hags­bóta. Það er því margt í rekstri bank­ans sem lofar góðu varð­andi fram­hald­ið,“ segir Bene­dikt í til­kynn­ingu.

Arð­semi eigin fjár var 0,6 pró­sent á árinu 2019, sam­an­borið við 3,7 pró­sent á árinu 2018. Sé horft til upp­gjörs kerf­is­lægs mik­il­vægu bank­anna þriggja - Íslands­banka, Lands­bank­ans og Arion banka - þá var arð­semi eigin fjár hjá Arion banka lang­sam­lega minnst og afkoman lök­ust. Íslands­banki hagn­að­ist um 8,5 millj­arða og Lands­bank­inn um 18,2 millj­arða.

Bene­dikt, sem tók við stjórn­ar­taumunum í fyrra, segir í til­kynn­ingu að eig­in­fjár­staða bank­ans sé sterk, og að end­ur­skipu­lagn­ing á rekstr­inum - sem gripið var til þegar hann tók við - er farin að skila umtals­verðum árangri. „Eig­in­fjár­staða bank­ans er áfram mjög sterk og eitt af áherslu­at­riðum okkar nú er að ná fram hag­stæðri fjár­magns­skipan með útgáfu skulda­bréfa sem flokk­ast sem eig­in­fjár­þáttur 2 og við­bótar eigið fé þáttar 1, bæta notkun eig­in fjár í rekstr­inum og leggja aukna áherslu á starf­semi sem bindur minna eigið fé. Eigið fé er í raun skuld bank­ans við eig­endur og er dýrasta fjár­mögnun bank­ans. Því skiptir miklu að hafa ekki meira eigin fé en þörf kref­ur,“ segir Bene­dikt.

Hann segir jafn­framt, að lækkun eig­in­fjár bank­ans sé mik­il­vægur liður í því að bank­inn nái mark­miðum um 10 pró­sent arð­semi eig­in­fjár. 

„End­ur­kaupa­á­ætlun var hrint í fram­kvæmd síðla árs 2019 og arður greiddur út á árinu. Jafn­framt stendur til að leggja fyrir aðal­fund bank­ans í mars n.k. til­lögu um frek­ari útgreiðslu arðs. Lækkun eig­in­fjár er mik­il­vægur liður í að bank­inn nái mark­miðum sínum um 10% arð­semi eig­in­fjár enda eru vaxt­ar­tæki­færi sem bjóða ásætt­an­lega arð­semi tak­mörkuð í lækk­andi vaxtaum­hverfi. Annar mik­il­vægur þáttur í að ná við­und­andi arð­semi snýr að lán­veit­ingum til stærri fyr­ir­tækja. Sökum hárra eig­in­fjár­krafna og skatta er bank­inn í raun ekki sam­keppn­is­fær við líf­eyr­is­sjóði og erlenda banka þegar kemur að lán­um til stærri fyr­ir­tækja. Arion banki mun því gagn­vart þessum fyr­ir­tækjum leggja höf­uð­á­herslu á að veita fag­lega ráð­gjöf og aðstoða þau við að finna hag­stæð­ustu fjár­mögnun hverju sinni, en auð­vitað leggja þeim til lánsfé þegar svo ber und­ir. Hvað varðar lán­veit­ing­ar til ein­stak­linga og lít­illa og meðal stórra fyr­ir­tækja er stefna bank­ans óbreytt og þrátt fyrir áherslu á arð­semi lána­safns­ins umfram vöxt þá var á fjórða árs­fjórð­ungi góður gangur í nýjum útlánum sem námu alls 24 millj­örðum króna á fjórð­ungn­um, þar af voru lán til ein­stak­linga um 10 millj­arðar króna,“ segir Bene­dikt.

Í til­kynn­ingu bank­ans, segir að stjórn hafi sam­þykkt metn­að­ar­fulla umhverf­is- og lofts­lags­stefnu, þar sem mark­mið bank­ans taka mið af Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. „Stjórn Arion banka sam­þykkti nú í des­em­ber metn­að­ar­fulla umhverf­is- og loft­lags­stefnu og mark­mið fyrir næstu ár. Í stefn­unni felst að við sem störfum hjá bank­anum viljum leggja okkar af mörkum til að Ísland geti staðið við skuld­bind­ing­ar sínar gagn­vart Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu og öðrum inn­lendum og erlendum loft­lags­sátt­mál­um. Mark­mið okkar á árinu 2020 er að meta lána­safn bank­ans út frá grænum við­miðum og setja okkur mark­mið í þeim efn­um. Munum við einnig í auknum mæli beina sjónum okkar að fjár­mögn­un verk­efna sem snúa að sjálf­bærri þróun og grænni inn­viða­upp­bygg­ingu. Að auki munum við í mati okkar á birgjum gera kröfu um að þeir taki mið af áhrifum sinnar starf­semi á umhverf­is- og loft­lags­mál.“

Mark­aðsvirði Arion banka er nú 154 millj­arðar króna, en stjórn bank­ans leggur til 10 millj­arða arð­greiðslu til hlut­hafa félags­ins, vegna árs­ins í fyrra. Arion banki er skráður á markað á Íslandi og í Sví­þjóð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Voru gerð mistök í sumar?
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Fjöldi erlenda ríkisborgara starfar við mannvirkjagerð á Íslandi.
Atvinnuleysi útlendinga á Íslandi komið yfir 20 prósent
Heildaratvinnuleysi á Íslandi mældist 8,8 prósent um síðustu mánaðamót. Atvinnuleysi er miklu hærra á meðal erlendra ríkisborgara en íslenskra. Rúmlega helmingur allra atvinnulausra útlendinga eru frá Póllandi.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent