Samherja hent úr viðskiptum hjá DNB

Norski bankinn DNB, helsti viðskiptabanki Samherja, hefur sagt upp öllum viðskiptum sínum fyrir fyrirtækið.

dnbbank.jpg
Auglýsing

Norska rík­is­sjón­varpið NRK full­yrðir á vef sínum að DNB bank­inn, sem er í 34 pró­sent eigu norska rík­is­ins, hafi sagt upp við­skiptum sínum við íslenska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Sam­herj­a. 

Í kjöl­far umfjöll­unar Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Wiki­leaks og Al Jazeera um við­skipta­hætti Sam­herja í Namib­íu, þar sem kom fram að fjár­munir sem urðu til vegna meintrar skatta­snið­göngu eða pen­inga­þvættis Sam­herja hefðu endað inni á reikn­ingum hjá DNB, hóf bank­inn inn­an­hús­rann­sókn á við­skiptum sínum við fyr­ir­tæk­ið. Í lok nóv­em­ber 2019 greindi það svo frá þvi að norska efna­hags­brota­lög­reglan Økokrim væri að rann­saka bank­ann, í tengslum við rann­sókn á við­skipta­háttum Sam­herj­a. 

Umfjöllun ofan­greindra fjöl­miðla leiddi í ljós að hluti þeirra pen­inga sem Sam­herji færði inn á reikn­inga í DNB í Nor­egi, sem voru meðal ann­ars not­aðir til að greiða sjó­mönnum í Afr­íku laun, væru frá félagi skráð í skatta­skjól­inu Mars­hall-eyj­u­m. 

Auglýsing

DNB lok­aði á reikn­ing­ana á árinu 2018 vegna þess að hann taldi óvissu um hver væri raun­veru­legur eig­andi félag­anna sem nýttu þá og að verið væri að nota þá til að stunda pen­inga­þvætti. Norska efna­hags­brota­lög­reglan er að skoða þennan anga máls­ins auk þess sem hann hefur verið til skoð­unar innan bank­ans. 

Í umfjöllun Kveiks kom fram að Sam­herji hefði nýtt sér tví­skött­un­ar­samn­ing við eyj­una Mári­tíus í við­skiptum sínum í Namibíu og flutt hagnað sem varð til vegna veiða þar í lág­skatt­ar­skjólið Kýp­ur, þar sem Sam­herji hefur stofnað tug félaga á und­an­förnum árum. Frá Kýpur fóru pen­ing­arnir svo inn á banka­reikn­ing Sam­herja í norska bank­anum DNB, sem er að hluta í eigu norska rík­is­ins. 

Opin­ber­unin byggði ann­ars vegar á tug­þús­undum skjala og tölvu­pósta sem sýndu við­skipta­hætt­ina svart á hvítu, og hins vegar á frá­sögn Jóhann­esar Stef­áns­son­ar, fyrr­ver­andi verk­efna­stjóra Sam­herja í Namib­íu, sem ját­aði á sig fjöl­mörg lög­brot og sagð­ist hafa framið þau að und­ir­lagi Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, þáver­andi for­stjóra Sam­herja og eins aðal­eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins, og Aðal­steins Helga­son­ar, sem var lengi yfir útgerð Sam­herja í Afr­íku.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent