Samherja hent úr viðskiptum hjá DNB

Norski bankinn DNB, helsti viðskiptabanki Samherja, hefur sagt upp öllum viðskiptum sínum fyrir fyrirtækið.

dnbbank.jpg
Auglýsing

Norska ríkissjónvarpið NRK fullyrðir á vef sínum að DNB bankinn, sem er í 34 prósent eigu norska ríkisins, hafi sagt upp viðskiptum sínum við íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Samherja. 

Í kjölfar umfjöllunar Kveiks, Stundarinnar, Wikileaks og Al Jazeera um viðskiptahætti Samherja í Namibíu, þar sem kom fram að fjármunir sem urðu til vegna meintrar skattasniðgöngu eða peningaþvættis Samherja hefðu endað inni á reikningum hjá DNB, hóf bankinn innanhúsrannsókn á viðskiptum sínum við fyrirtækið. Í lok nóvember 2019 greindi það svo frá þvi að norska efnahagsbrotalögreglan Økokrim væri að rannsaka bankann, í tengslum við rannsókn á viðskiptaháttum Samherja. 

Umfjöllun ofangreindra fjölmiðla leiddi í ljós að hluti þeirra peninga sem Samherji færði inn á reikninga í DNB í Noregi, sem voru meðal annars notaðir til að greiða sjómönnum í Afríku laun, væru frá félagi skráð í skattaskjólinu Marshall-eyjum. 

Auglýsing

DNB lokaði á reikningana á árinu 2018 vegna þess að hann taldi óvissu um hver væri raunverulegur eigandi félaganna sem nýttu þá og að verið væri að nota þá til að stunda peningaþvætti. Norska efnahagsbrotalögreglan er að skoða þennan anga málsins auk þess sem hann hefur verið til skoðunar innan bankans. 

Í umfjöllun Kveiks kom fram að Samherji hefði nýtt sér tvísköttunarsamning við eyjuna Máritíus í viðskiptum sínum í Namibíu og flutt hagnað sem varð til vegna veiða þar í lágskattarskjólið Kýpur, þar sem Samherji hefur stofnað tug félaga á undanförnum árum. Frá Kýpur fóru peningarnir svo inn á bankareikning Samherja í norska bankanum DNB, sem er að hluta í eigu norska ríkisins. 

Opinberunin byggði annars vegar á tugþúsundum skjala og tölvupósta sem sýndu viðskiptahættina svart á hvítu, og hins vegar á frásögn Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi verkefnastjóra Samherja í Namibíu, sem játaði á sig fjölmörg lögbrot og sagðist hafa framið þau að undirlagi Þorsteins Más Baldvinssonar, þáverandi forstjóra Samherja og eins aðaleiganda fyrirtækisins, og Aðalsteins Helgasonar, sem var lengi yfir útgerð Samherja í Afríku.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent