Samherja hent úr viðskiptum hjá DNB

Norski bankinn DNB, helsti viðskiptabanki Samherja, hefur sagt upp öllum viðskiptum sínum fyrir fyrirtækið.

dnbbank.jpg
Auglýsing

Norska rík­is­sjón­varpið NRK full­yrðir á vef sínum að DNB bank­inn, sem er í 34 pró­sent eigu norska rík­is­ins, hafi sagt upp við­skiptum sínum við íslenska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Sam­herj­a. 

Í kjöl­far umfjöll­unar Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Wiki­leaks og Al Jazeera um við­skipta­hætti Sam­herja í Namib­íu, þar sem kom fram að fjár­munir sem urðu til vegna meintrar skatta­snið­göngu eða pen­inga­þvættis Sam­herja hefðu endað inni á reikn­ingum hjá DNB, hóf bank­inn inn­an­hús­rann­sókn á við­skiptum sínum við fyr­ir­tæk­ið. Í lok nóv­em­ber 2019 greindi það svo frá þvi að norska efna­hags­brota­lög­reglan Økokrim væri að rann­saka bank­ann, í tengslum við rann­sókn á við­skipta­háttum Sam­herj­a. 

Umfjöllun ofan­greindra fjöl­miðla leiddi í ljós að hluti þeirra pen­inga sem Sam­herji færði inn á reikn­inga í DNB í Nor­egi, sem voru meðal ann­ars not­aðir til að greiða sjó­mönnum í Afr­íku laun, væru frá félagi skráð í skatta­skjól­inu Mars­hall-eyj­u­m. 

Auglýsing

DNB lok­aði á reikn­ing­ana á árinu 2018 vegna þess að hann taldi óvissu um hver væri raun­veru­legur eig­andi félag­anna sem nýttu þá og að verið væri að nota þá til að stunda pen­inga­þvætti. Norska efna­hags­brota­lög­reglan er að skoða þennan anga máls­ins auk þess sem hann hefur verið til skoð­unar innan bank­ans. 

Í umfjöllun Kveiks kom fram að Sam­herji hefði nýtt sér tví­skött­un­ar­samn­ing við eyj­una Mári­tíus í við­skiptum sínum í Namibíu og flutt hagnað sem varð til vegna veiða þar í lág­skatt­ar­skjólið Kýp­ur, þar sem Sam­herji hefur stofnað tug félaga á und­an­förnum árum. Frá Kýpur fóru pen­ing­arnir svo inn á banka­reikn­ing Sam­herja í norska bank­anum DNB, sem er að hluta í eigu norska rík­is­ins. 

Opin­ber­unin byggði ann­ars vegar á tug­þús­undum skjala og tölvu­pósta sem sýndu við­skipta­hætt­ina svart á hvítu, og hins vegar á frá­sögn Jóhann­esar Stef­áns­son­ar, fyrr­ver­andi verk­efna­stjóra Sam­herja í Namib­íu, sem ját­aði á sig fjöl­mörg lög­brot og sagð­ist hafa framið þau að und­ir­lagi Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, þáver­andi for­stjóra Sam­herja og eins aðal­eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins, og Aðal­steins Helga­son­ar, sem var lengi yfir útgerð Sam­herja í Afr­íku.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti skýrsluna og áætlunina í morgun.
900 milljarðar króna í uppbyggingu innviða á næstu tíu árum
Framkvæmdum sem kosta 27 milljarða króna verður flýtt á næsta áratug. Stefnt að því að ljúka uppbyggingu ofanflóðavarna árið 2030.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna til Íslands var ágætis hagvöxtur hérlendis í fyrra.
Hagvöxtur í fyrra var enn meiri en áður var áætlað, eða 1,9 prósent
Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hagvöxtur í fyrra var 1,9 prósent. Það er mikill viðsnúningur frá nóvembertölum hennar sem reiknuðu með samdrætti á síðasta ári. Mjög öflugur vöxtur var á fjórða ársfjórðungi.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent