Mögulega margir bótaskyldir vegna United Silicon

Unnin hefur verið skýrsla fyrir þá fimm lífeyrissjóði sem fjárfestu í United Silicon, sem tekið var til gjaldþrotaskipta í fyrra. Í skýrslunni segir að skoða þurfi hvort þeir opinberu aðilar og ráðgjafar sem komu að verkefninu séu bótaskyldir.

United Silicon ágúst 2017
Auglýsing

Stefán Árni Auðólfsson lögmaður hefur unnið skýrslu fyrir þá fimm lífeyrissjóði sem fjárfestu í félaginu United Silicon, sem tekið var til gjaldþrotaskipta í fyrra. Í skýrslunni segir að eðlilegt sé að lífeyrissjóðirnir kanni rétt sinn gagnvart þeim opinberu aðilum og verkfræðistofum sem komu að einhvern hátt að verkefninu. Stefán segir jafnframt að afla verði frekari gagna svo hægt verði að leggja skýrara mat á mögulega bótaskyldu. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Möguleg bótaskylda verkfræðistofa

Stefán segir það ljóst að höfuðábyrgðin virðist liggja í höndum framkvæmdastjóra United Silicon. Hann segir að þá hafi margt einnig brostið hjá opinberum aðilum og ráðgjöfum í verkefninu. „Þá kemur bara til skoðunar hvort þessir aðilar gætu hafa bakað sér bótaskyldu með atferli sínu eða jafnvel athafnaleysi,“ segir Stefán í samtali við Fréttablaðið.

Í skýrslunni leggur Stefán Árni til að frekari gagna verði aflað til að hægt verði að leggja skýrara mat á mögulega bótaskyldu þeirra verkfræðistofa sem fengnar voru til að leggja mat á áætlanir, og endurskoðenda félagsins. Þar sem ákvarðanir um fjárfestingar hafi að hluta til verið teknar á grundvelli vinnu og gagna þessara aðila.

Auglýsing

Stefán segir jafnframt að það verði ekki hjá því komist, að virtum athugasemdum Ríkisendurskoðunar, að skoða frekar þá þætti sem snúa að opinberum aðilum. Þar á meðal vinnu við mat á umhverfisáhrifum, útgáfu starfsleyfa og gerð fjárfestingarsamninga um ríkisaðstoð og ívilnanir. Eðlilegt sé að lífeyrissjóðirnir kanni rétt sinn gagnvart þessum opinberu aðilum enda hafi umrædd atriði verið meðal lykilforsendna fjárfestinganna.

Geir Gestsson, skiptastjóri þrotabús United Silicon, segir í samtali við Fréttablaðið, að tvö skaðabótamál séu í gangi gegn Magnúsi Garðasyni. Auk þess sé verið höfða mál á hendur endurskoðenda fyrirtækisins  vegna hlutfjárhækkana. Geir segir jafnframt  önnur mál vera í gangi hjá þrotabúinu en hann telur að töluvert sé eftir af þessu ferli öllu. 

Hluthafar og kröfuhafar þurft að afskrifa stórar upphæðir

United Silicon, félagið utan um rekstur kís­il­málm­verk­smiðju, var sett í gjald­­þrot í janúar í fyrra. Hlut­hafar og kröf­u­hafar félags­­­­ins hafa þurft að afskrifa stórar upp­­­­hæðir vegna United Silicon. Arion banki hefur til að mynda þegar afskrifað 4,8 millj­­­­­arða króna vegna verk­efn­is­ins. Bank­inn tók yfir hlutafé í United Silicon í febrúar í fyrra og bók­­færði virði eign­anna á 5,4 millj­­arða króna. Auk þess eru útistand­andi lánslof­orð  og ábyrgðir upp á um 900 millj­­ónir króna. Arion banki ábyrgð­ist rekstur United Silicon frá því að félagið var sett í greiðslu­­stöðvun og fram að gjald­­þroti og borg­aði um 200 millj­­­­­ónir króna á mán­uði vegna rekstur þess á því tíma­bili.

Aðrir hluthafar töpuðu einnig stórum fjárhæðum. Frjálsi líf­eyr­is­­­­­sjóð­­­­­ur­inn, sem fjár­­­­­­­­­festi 1.178 millj­­­­­ónum króna í United Silicon, hefur fært niður virði þeirra hluta­bréfa og skulda­bréfa sem sjóð­­­­­ur­inn á í félag­inu um 100 pró­­­­­sent. Sömu sögu er að segja af Eft­ir­­­­­launa­­­­­sjóði félags íslenskra atvinn­u­flug­­­­­manna en þar nemur nið­­­­­ur­­­­­færslan einnig 100 pró­­­­­sent­­­­­um. Líf­eyr­is­­­­­sjóð starfs­­­­­manna Bún­­­­­að­­­­­ar­­­­­banka Íslands fjár­­­­­­­festir einnig í verk­efn­inu. Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­­­­­fólk bank­ans gegnir stjórn­­­­­un­­­­­ar­­­­­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­­­­­stöðvum hans í Borg­­­­­ar­­­­túni. Þá setti líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ur­inn Festa 875 millj­­­­ónir króna í United Silicon. Hann hefur einnig fram­­­­kvæmt var­úð­­­­ar­n­ið­­­­ur­­­­færslu vegna verk­efn­is­ins.

Magnús grunaður um að hafa dregið að sér um 600 milljónir

Í mars lögðu stjórnir þeirra fimm líf­eyr­is­sjóða sem fjár­fest höfðu í United Silicon fram kæru til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara þar sem óskað var eftir það að emb­ættið tæki til rann­­sóknar nokkur alvar­­leg til­­vik sem grunur leikur á að feli í sér refsi­verð brot af hálfu Magn­úsar Ólafs Garð­­ar­s­­son­­ar, fyrrverandi fram­­kvæmda­­stjóra og stjórn­­­ar­­manns United Silicon hf., og eftir atvikum ann­­arra stjórn­­enda, stjórn­­­ar­­manna og starfs­­manna félags­­ins. Áður hafði stjórn United Silicon og Arion banki, stærsti kröf­u­hafi félags­­ins, sent kærur vegna gruns um refsi­verða hátt­­semi Magn­úsar til yfir­­­valda. Þetta var því þriðja kæran sem berst vegna gruns um brot hans.

Sam­kvæmt skýrslu sem KPMG vann fyrir þrota­bú­ið, og Kjarn­inn greindi ítar­lega frá í jan­úar síð­ast­liðnum í röð frétta­skýr­inga, kom fram að alls sé Magnús grun­aður um að hafa dregið að sér 605 millj­ónir króna. Sam­kvæmt skýrsl­unni er rök­studdur grunur um að Magnús hafi, í starfi sínu sem for­stjóri United Silicon, falsað reikn­inga og und­ir­skrift­ir, átt við lánasamninga og búið til gervilén í við­leitni sinni til að draga að sér fé úr fyr­ir­tæk­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Radíó Efling
Radíó Efling
Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum
Kjarninn 25. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent