Mynd: skjáskot/Youtube

Árið 2018: United Silicon verður gjaldþrota, grunur um glæpi og átök um íbúalýðræði

Kísilmálmverksmiðja United Silicon var stöðvuð í fyrra, varð gjaldþrota í ár og fyrrverandi forvígismaður hennar er grunaður um margskonar glæpi. Lífeyrissjóðir hafa tapað milljörðum og íbúar vilja margir hverjir ekki sjá verksmiðjuna. Kjarninn fer yfir helstu fréttamál ársins 2018.

United Sil­icon, félag utan um rekstur kís­­il­­málm­­verk­smiðju, var sett í gjald­­­þrot 22. jan­úar síð­­­ast­lið­inn. Félagið hafði þá verið í greiðslu­­­stöðvun frá því í ágúst 2017.

Um miðjan febr­­úar náð­ist sam­komu­lag milli skipta­­­stjóra þrota­­­bús United Sil­icon og Arion banka um að bank­inn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félags­­­ins.

Hlut­hafar og kröf­u­hafar félags­­­­­ins hafa þurft að afskrifa stórar upp­­­­­hæðir vegna United Sil­icon það sem af er þessu ári. Arion banki hefur til að mynda þegar afskrifað 4,8 millj­­­­­­arða króna vegna verk­efn­is­ins. Bank­inn tók yfir hlutafé í United Sil­icon og bók­­­færir virði eign­anna á 5,4 millj­­­arða króna. Auk þess eru útistand­andi lánslof­orð  og ábyrgðir upp á um 900 millj­­­ónir króna.

Arion banki ábyrgð­ist rekstur United Sil­icon frá því að félagið var sett í greiðslu­­­stöðvun og fram að gjald­­­þroti og borg­aði um 200 millj­­­­­­ónir króna á mán­uði vegna rekstur þess á því tíma­bili.

En fleiri hafa tapað stórum fjár­­­hæð­­­um. Frjálsi líf­eyr­is­­­­­­sjóð­­­­­­ur­inn, sem fjár­­­­­­­­­­­festi 1.178 millj­­­­­­ónum króna í United Sil­icon, hefur fært niður virði þeirra hluta­bréfa og skulda­bréfa sem sjóð­­­­­­ur­inn á í félag­inu um 100 pró­­­­­­sent. Sömu sögu er að segja af Eft­ir­­­­­­launa­­­­­­sjóði félags íslenskra atvinn­u­flug­­­­­­manna (EF­Í­A). Þar nemur nið­­­­­­ur­­­­­­færslan einnig 100 pró­­­­­­sent­­­­­­um. Líf­eyr­is­­­­­­sjóð starfs­­­­­­manna Bún­­­­­­að­­­­­­ar­­­­­­banka Íslands (LS­BÍ) fjár­­­­­­­­­festir einnig í verk­efn­inu. Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­­­­­­fólk bank­ans gegnir stjórn­­­­­­un­­­­­­ar­­­­­­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­­­­­­stöðvum hans í Borg­­­­­­ar­­­­­túni.

Þá setti líf­eyr­is­­­­­sjóð­­­­­ur­inn Festa 875 millj­­­­­ónir króna í United Sil­icon. Hann hefur einnig fram­­­­­kvæmt var­úð­­­­­ar­n­ið­­­­­ur­­­­­færslu vegna verk­efn­is­ins.

Óásætt­an­leg mengun

Starf­­semi kís­­il­verk­smiðju United Sil­icon stöðvuð 1. sept­­em­ber í fyrra. eftir að Umhverf­is­­­­stofnun tók ákvörðun þess efn­­­­is. Óheim­ilt var að end­­­­ur­ræsa ofn verk­smiðj­unnar nema með skrif­­­­legri heim­ild frá stofn­un­inni að loknum full­nægj­andi end­­­­ur­­­­bótum og ítar­­­­legu mati á þeim. Það mat mun, líkt og áður sagði, taka allt að 20 mán­uði.

Í bréfi sem Umhverf­is­­­­stofnun sendi til for­svar­s­­­­manna United Sil­icon föst­u­dag­inn 19. jan­úar kom fram að ráð­­­­ast þurfi í úrbætur sem kosta um þrjá millj­­­­arða króna áður en að verk­­­­smiðjan fær að fara í gang að nýju. Í kjöl­farið var tekin ákvörðun um að setja félagið í þrot.

Marg­hátt­aðar afleið­ingar og nýjar deilur

Arion banki stofn­aði nýtt félagum starf­­­semi kís­­­il­verk­smiðj­unnar í Helg­u­vík sem fékk nafnið Stakks­berg. Mark­mið Arion banka var að vinna að úrbótum á verk­smiðj­unni og selja hana eins fljótt og auðið er. Fyrir lá að það myndi þó taka allt að 20 mán­uð­i. 

Og fleiri ljón reynd­ust í veg­inum en bara þau að gera verk­smiðj­una starfs­hæfa og láta hana upp­fylla sett skil­yrði. Mikil and­staða hefur byggst upp á meðal íbúa Reykja­nes­bæjar við frekarið stór­iðju í Helgu­vík. Sú and­staða snýr bæði að end­ur­ræs­ingu kís­il­málm­vers Stakks­bergs og fyr­ir­hug­aðri verk­smiðju félags­ins Thorsil á svæð­in­u. 

Vegna hennar hafa verið stofnuð félaga­sam­tökin „And­stæð­ingar stór­iðju í Helgu­vík“. Sam­tökin hafa staðið fyrir und­ir­skrifta­söfnun til að efna til bind­andi íbúa­kosn­inga vegna starf­semi Stakks­berg og Thorsil í Helgu­vík. Átakið fór m.a. fram á að beiðni Stakks­bergs um breyt­ingu á deiliskipu­lagi í Helgu­vík verði hafn­að.

Þá hafa sam­tökin falið lög­manni að óska eftir því við Umhverf­is­stofnun að starfs­leyfi Stakks­bergs verði aft­ur­kall­að. 

Sam­tökin telja einnig ljóst að stöðvun starf­sem­innar ein og sér sé ekki til þess fallin að ná því mark­miði að tryggja nauð­syn­legar úrbætur þannig að frá­vikin end­ur­taki sig ekki heldur sé nauð­syn­legt að starfs­leyf­is­veit­ing­ar­ferlið sé end­ur­tekið á réttum for­send­um. Aft­ur­köllun starfs­leyf­is­ins sé eina úrræðið sem getur náð því mark­miði að tryggja til fram­búðar að starf­semi verk­smiðj­unnar verði í sam­ræmi við lög.

Arion banki segir íbúa­kosn­ingu ólög­mæta og geta leitt til bóta­skyldu

Stakks­berg, og þar af leið­andi Arion banki, hefur ekki hug á því að beygja sig undir þessar ósk­ir. Kjarn­inn greindi frá því um miðjan des­em­ber að félagið teld­i að íbúa­kosn­ing um breyt­ingar á skipu­lagi á svæð­inu sem félagið hefur óskað eftir að láta vinna sé ekki lög­mæt. Í bréfi sem félagið sendi Skipu­lags­stofn­un, og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, segir að „slíkar umsóknir verði að afgreiða á grund­velli lög­mætra og mál­efna­legra sjón­ar­miða en ekki í vin­sæld­ar­kosn­ing­u.“ Nú stendur yfir und­ir­skrifta­söfnun Í Reykja­nesbæ þar sem kraf­ist er bind­andi íbúa­kosn­ingar vegna starf­semi kís­il­málm­verk­smiðja í Helgu­vík.

Í bréf­inu segir lög­maður Stakks­berg að þegar hafi verið fall­ist á starf­sem­ina sem hafi fengið öll leyfi og sé meðal ann­ars með gilt starfs­leyfi. „Verk­smiðjan hefur þegar verið byggð á lóð­inni fyrir um 22 millj­arða króna. Um er að ræða rétt­indi sem njóti verndar eign­ar­rétt­ar­á­kvæðis 72. gr. stjórn­ar­skrár­innar og atvinnu­rétt­indi sem njóti verndar 75. gr. stjórn­ar­skrár. Um slík rétt­indi verði ekki kosið í almennum kosn­ingum að mati Stakks­berg ehf.“

Verði kosið um mál­ið, og nið­ur­staða þeirrar kosn­ingar verði sú að starf­semi kís­il­málm­verk­smiðj­unnar verði hafn­að, þá telur Stakks­berg Reykja­nesbæ hafa bakað sér bóta­skyldu. Í bréf­inu segir að verði látin fara fram kosn­ing „og leiði hún til þess að ekki verði hægt að starf­rækja þá verk­smiðju sem þegar hefur verið byggð á lóð­inni mun það að mati Stakks­berg ehf. leiða af sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart eig­anda lóð­ar­inn­ar[...]­Sökin væri nokkuð aug­ljós enda um að ræða ásetn­ing til þess að koma í veg fyrir til­tekna starf­sem­i/­upp­bygg­ingu sem þegar hafði verið fall­ist á og hefði þegar leitt til veru­legrar fjár­fest­ing­ar.“

Ef skipu­lagi yrði breytt til að koma í veg fyrir starf­semi verk­smiðj­unnar myndi það leiða til veru­legs tjóns sem birt­ist meðal ann­ars í því að „verð­mæti fast­eign­ar­innar skerð­ist veru­lega, umfram það sem við á um sam­bæri­legar eignir í næsta nágrenni. Aug­ljóst má vera að skipu­lags­breyt­ing sem beind­ist beint gegn lóð­inni, einkum ef hún beind­ist ekki að lóð Thorsil, væri bóta­skyld. Mögu­legt væri einnig að krefj­ast yfir­töku eign­ar­innar í heild gegn greiðslu fulls verðs[...]Í þessu sam­bandi er minnt á að þegar unnin fjár­fest­ing í verk­smiðju Stakks­berg nemur um 22 millj­örðum króna.“

Grunur um glæpi

En ýmsir aðrir angar máls­ins eru óhnýtt­­ir. Í mars lögðu stjórnir þeirra líf­eyr­is­­sjóða sem fjár­­­fest höfðu í United Sil­icon fram kæru til hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara þar sem óskað var eftir það að emb­ættið tæki til rann­­­sóknar nokkur alvar­­­leg til­­­vik sem grunur leikur á að feli í sér refsi­verð brot af hálfu Magn­úsar Ólafs Garð­­­ar­s­­­son­­­ar, fyrr­ver­andi fram­­­kvæmda­­­stjóra og stjórn­­­­­ar­­­manns United Sil­icon hf., og eftir atvikum ann­­­arra stjórn­­­enda, stjórn­­­­­ar­­­manna og starfs­­­manna félags­­­ins. 

Magnús Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon.
Mynd: Skjáskot

Áður hafði stjórn United Sil­icon og Arion banki, stærsti kröf­u­hafi félags­­­ins, sent kærur vegna gruns um refsi­verða hátt­­­semi Magn­úsar til yfir­­­­­valda. Þetta var því þriðja kæran sem berst vegna gruns um brot hans.

í ágúst­lok greindi Kjarn­inn frá því að þrota­bú United Sil­icon hefði stefnt  Magn­úsi öðru sinni fyrir meint fjár­­­svik hans. Nýja málið sér­ist um 71 milljón króna sem Magnús á að hafa látið leggja inn á banka­­reikn­ing sinn í Dan­­mörku og nýtt í eigin þágu.

Þrota­­búið hafði áður stefnt Magn­úsi í byrjun árs 2018 vegna meints fjár­­­dráttar upp á rúm­­lega hálfan millj­­arð króna. Sam­­kvæmt skýrslu sem KPMG vann fyrir þrota­­bú­ið, og Kjarn­inn greindi ítar­­lega frá í jan­úar síð­­ast­liðnum í röð frétta­­skýr­inga, kom fram að alls sé Magnús grun­aður um að hafa dregið að sér 605 millj­­ónir króna.

Sam­­kvæmt skýrsl­unni er rök­studdur grunur um að Magnús hafi, í starfi sínu sem for­­stjóri United Sil­icon, falsað reikn­inga og und­ir­­skrift­ir, átt við lána­­samn­inga og búið til gervi­­lén í við­­leitni sinni til að draga að sér fé úr fyr­ir­tæk­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar