Mynd: skjáskot/Youtube

Árið 2018: United Silicon verður gjaldþrota, grunur um glæpi og átök um íbúalýðræði

Kísilmálmverksmiðja United Silicon var stöðvuð í fyrra, varð gjaldþrota í ár og fyrrverandi forvígismaður hennar er grunaður um margskonar glæpi. Lífeyrissjóðir hafa tapað milljörðum og íbúar vilja margir hverjir ekki sjá verksmiðjuna. Kjarninn fer yfir helstu fréttamál ársins 2018.

United Sil­icon, félag utan um rekstur kís­il­málm­verk­smiðju, var sett í gjald­­þrot 22. jan­úar síð­­ast­lið­inn. Félagið hafði þá verið í greiðslu­­stöðvun frá því í ágúst 2017.

Um miðjan febr­úar náð­ist sam­komu­lag milli skipta­­stjóra þrota­­bús United Sil­icon og Arion banka um að bank­inn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félags­­ins.

Hlut­hafar og kröf­u­hafar félags­­­­ins hafa þurft að afskrifa stórar upp­­­­hæðir vegna United Sil­icon það sem af er þessu ári. Arion banki hefur til að mynda þegar afskrifað 4,8 millj­­­­­arða króna vegna verk­efn­is­ins. Bank­inn tók yfir hlutafé í United Sil­icon og bók­­færir virði eign­anna á 5,4 millj­­arða króna. Auk þess eru útistand­andi lánslof­orð  og ábyrgðir upp á um 900 millj­­ónir króna.

Arion banki ábyrgð­ist rekstur United Sil­icon frá því að félagið var sett í greiðslu­­stöðvun og fram að gjald­­þroti og borg­aði um 200 millj­­­­­ónir króna á mán­uði vegna rekstur þess á því tíma­bili.

En fleiri hafa tapað stórum fjár­­hæð­­um. Frjálsi líf­eyr­is­­­­­sjóð­­­­­ur­inn, sem fjár­­­­­­­­­festi 1.178 millj­­­­­ónum króna í United Sil­icon, hefur fært niður virði þeirra hluta­bréfa og skulda­bréfa sem sjóð­­­­­ur­inn á í félag­inu um 100 pró­­­­­sent. Sömu sögu er að segja af Eft­ir­­­­­launa­­­­­sjóði félags íslenskra atvinn­u­flug­­­­­manna (EF­Í­A). Þar nemur nið­­­­­ur­­­­­færslan einnig 100 pró­­­­­sent­­­­­um. Líf­eyr­is­­­­­sjóð starfs­­­­­manna Bún­­­­­að­­­­­ar­­­­­banka Íslands (LS­BÍ) fjár­­­­­­­festir einnig í verk­efn­inu. Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­­­­­fólk bank­ans gegnir stjórn­­­­­un­­­­­ar­­­­­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­­­­­stöðvum hans í Borg­­­­­ar­­­­túni.

Þá setti líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ur­inn Festa 875 millj­­­­ónir króna í United Sil­icon. Hann hefur einnig fram­­­­kvæmt var­úð­­­­ar­n­ið­­­­ur­­­­færslu vegna verk­efn­is­ins.

Óásættanleg mengun

Starf­semi kís­il­verk­smiðju United Sil­icon stöðvuð 1. sept­em­ber í fyrra. eftir að Umhverf­is­­­stofnun tók ákvörðun þess efn­­­is. Óheim­ilt var að end­­­ur­ræsa ofn verk­smiðj­unnar nema með skrif­­­legri heim­ild frá stofn­un­inni að loknum full­nægj­andi end­­­ur­­­bótum og ítar­­­legu mati á þeim. Það mat mun, líkt og áður sagði, taka allt að 20 mán­uði.

Í bréfi sem Umhverf­is­­­stofnun sendi til for­svar­s­­­manna United Sil­icon föst­u­dag­inn 19. jan­úar kom fram að ráð­­­ast þurfi í úrbætur sem kosta um þrjá millj­­­arða króna áður en að verk­­­smiðjan fær að fara í gang að nýju. Í kjöl­farið var tekin ákvörðun um að setja félagið í þrot.

Margháttaðar afleiðingar og nýjar deilur

Arion banki stofnaði nýtt félagum starf­­semi kís­­il­verk­smiðj­unnar í Helg­u­vík sem fékk nafnið Stakksberg. Mark­mið Arion banka var að vinna að úrbótum á verk­smiðj­unni og selja hana eins fljótt og auðið er. Fyrir lá að það myndi þó taka allt að 20 mánuði. 

Og fleiri ljón reyndust í veginum en bara þau að gera verksmiðjuna starfshæfa og láta hana uppfylla sett skilyrði. Mikil andstaða hefur byggst upp á meðal íbúa Reykjanesbæjar við frekarið stóriðju í Helguvík. Sú andstaða snýr bæði að endurræsingu kísilmálmvers Stakksbergs og fyrirhugaðri verksmiðju félagsins Thorsil á svæðinu. 

Vegna hennar hafa verið stofnuð félagasamtökin „Andstæðingar stóriðju í Helguvík“. Samtökin hafa staðið fyrir undirskriftasöfnun til að efna til bindandi íbúakosninga vegna starfsemi Stakksberg og Thorsil í Helguvík. Átakið fór m.a. fram á að beiðni Stakksbergs um breytingu á deiliskipulagi í Helguvík verði hafnað.

Þá hafa samtökin falið lögmanni að óska eftir því við Umhverfisstofnun að starfsleyfi Stakksbergs verði afturkallað. 

Samtökin telja einnig ljóst að stöðvun starfseminnar ein og sér sé ekki til þess fallin að ná því markmiði að tryggja nauðsynlegar úrbætur þannig að frávikin endurtaki sig ekki heldur sé nauðsynlegt að starfsleyfisveitingarferlið sé endurtekið á réttum forsendum. Afturköllun starfsleyfisins sé eina úrræðið sem getur náð því markmiði að tryggja til frambúðar að starfsemi verksmiðjunnar verði í samræmi við lög.

Arion banki segir íbúakosningu ólögmæta og geta leitt til bótaskyldu

Stakksberg, og þar af leiðandi Arion banki, hefur ekki hug á því að beygja sig undir þessar óskir. Kjarninn greindi frá því um miðjan desember að félagið teldi að íbúakosning um breytingar á skipulagi á svæðinu sem félagið hefur óskað eftir að láta vinna sé ekki lögmæt. Í bréfi sem félagið sendi Skipulagsstofnun, og Kjarninn hefur undir höndum, segir að „slíkar umsóknir verði að afgreiða á grundvelli lögmætra og málefnalegra sjónarmiða en ekki í vinsældarkosningu.“ Nú stendur yfir undirskriftasöfnun Í Reykjanesbæ þar sem krafist er bindandi íbúakosningar vegna starfsemi kísilmálmverksmiðja í Helguvík.

Í bréfinu segir lögmaður Stakksberg að þegar hafi verið fallist á starfsemina sem hafi fengið öll leyfi og sé meðal annars með gilt starfsleyfi. „Verksmiðjan hefur þegar verið byggð á lóðinni fyrir um 22 milljarða króna. Um er að ræða réttindi sem njóti verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar og atvinnuréttindi sem njóti verndar 75. gr. stjórnarskrár. Um slík réttindi verði ekki kosið í almennum kosningum að mati Stakksberg ehf.“

Verði kosið um málið, og niðurstaða þeirrar kosningar verði sú að starfsemi kísilmálmverksmiðjunnar verði hafnað, þá telur Stakksberg Reykjanesbæ hafa bakað sér bótaskyldu. Í bréfinu segir að verði látin fara fram kosning „og leiði hún til þess að ekki verði hægt að starfrækja þá verksmiðju sem þegar hefur verið byggð á lóðinni mun það að mati Stakksberg ehf. leiða af sér skaðabótaskyldu gagnvart eiganda lóðarinnar[...]Sökin væri nokkuð augljós enda um að ræða ásetning til þess að koma í veg fyrir tiltekna starfsemi/uppbyggingu sem þegar hafði verið fallist á og hefði þegar leitt til verulegrar fjárfestingar.“

Ef skipulagi yrði breytt til að koma í veg fyrir starfsemi verksmiðjunnar myndi það leiða til verulegs tjóns sem birtist meðal annars í því að „verðmæti fasteignarinnar skerðist verulega, umfram það sem við á um sambærilegar eignir í næsta nágrenni. Augljóst má vera að skipulagsbreyting sem beindist beint gegn lóðinni, einkum ef hún beindist ekki að lóð Thorsil, væri bótaskyld. Mögulegt væri einnig að krefjast yfirtöku eignarinnar í heild gegn greiðslu fulls verðs[...]Í þessu sambandi er minnt á að þegar unnin fjárfesting í verksmiðju Stakksberg nemur um 22 milljörðum króna.“

Grunur um glæpi

En ýmsir aðrir angar máls­ins eru óhnýtt­ir. Í mars lögðu stjórnir þeirra líf­eyr­is­sjóða sem fjár­fest höfðu í United Sil­icon fram kæru til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara þar sem óskað var eftir það að emb­ættið tæki til rann­­sóknar nokkur alvar­­leg til­­vik sem grunur leikur á að feli í sér refsi­verð brot af hálfu Magn­úsar Ólafs Garð­­ar­s­­son­­ar, fyrrverandi fram­­kvæmda­­stjóra og stjórn­­­ar­­manns United Sil­icon hf., og eftir atvikum ann­­arra stjórn­­enda, stjórn­­­ar­­manna og starfs­­manna félags­­ins. 

Magnús Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon.
Mynd: Skjáskot

Áður hafði stjórn United Sil­icon og Arion banki, stærsti kröf­u­hafi félags­­ins, sent kærur vegna gruns um refsi­verða hátt­­semi Magn­úsar til yfir­­­valda. Þetta var því þriðja kæran sem berst vegna gruns um brot hans.

í ágústlok greindi Kjarninn frá því að þrotabú United Sil­icon hefði stefnt  Magn­úsi öðru sinni fyrir meint fjár­svik hans. Nýja málið sérist um 71 milljón króna sem Magnús á að hafa látið leggja inn á banka­reikn­ing sinn í Dan­mörku og nýtt í eigin þágu.

Þrota­búið hafði áður stefnt Magn­úsi í byrjun árs 2018 vegna meints fjár­dráttar upp á rúm­lega hálfan millj­arð króna. Sam­kvæmt skýrslu sem KPMG vann fyrir þrota­bú­ið, og Kjarn­inn greindi ítar­lega frá í jan­úar síð­ast­liðnum í röð frétta­skýr­inga, kom fram að alls sé Magnús grun­aður um að hafa dregið að sér 605 millj­ónir króna.

Sam­kvæmt skýrsl­unni er rök­studdur grunur um að Magnús hafi, í starfi sínu sem for­stjóri United Sil­icon, falsað reikn­inga og und­ir­skrift­ir, átt við lána­samn­inga og búið til gervi­lén í við­leitni sinni til að draga að sér fé úr fyr­ir­tæk­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar