Þú veist ekki þegar þú sefur hjá í síðasta sinn

Auður Jónsdóttir rithöfundur gerir upp árið 2018.

Auglýsing

Árið 2018 var að mörgu leyti skrýtið. Og þó! Ég sagði við vinkonu mína að veruleikinn væri orðinn svo skrýtinn að fólk þyrfti að troða marvaðann til að halda í skottið á honum. Veruleikinn hefur alltaf verið skrýtinn, sagði hún pollróleg. En við komumst til vits og ára í örþröngri tímaglufu þegar fólk hafði talið sér trú um að nú væri allt komið, tilefni til bjartsýni og nóg af tótal lausnum í sjónmáli.

En svo fór hún að tala um Trump, nýflutt heim frá Bandaríkjunum, enda á hann sinn þátt í þessum fáránleikaanda sem virðist stundum umlykja allt þessa dagana.

Í sömu viku hafði Trump boðað að hann ætlaði að loka ríkisstofnunum ef Mexíkómúrinn hans fengi ekki blessun og það hafði fengið mig til að hugsa til bókarinnar Um harðstjórn eftir Timothy Snyder sem er nokkurs konar sjálfshjálparbók fyrir frjálslynt lýðræði; tuttugu ráð til að halda lífi í því með því að draga lærdóma af tuttugustu öldinni og aðlaga þá að okkar dögum.

Auglýsing

Í henni eru góðar pælingar eins og þessi vísun í skáldsögu eftir David Lodge þar sem aðalpersónan segir að þegar maður njóti ásta í síðasta sinn, þá viti maður ekki að þetta sé síðasta skiptið. Hið sama gildi um kosningaþátttöku. Hvenær þú tekur í síðasta skipti þátt í raunverulega frjálsum kosningum ...

Að þora að hugsa

Til að almennir borgarar geti sofið sem lengst áhyggjulaust hjá og kosið á sem réttmætastan hátt er óvitlaust að lesa þessi hollráð Snyder.

Því ábyrgðin liggur hjá hverjum og einum. Að standa vörð um sjálfstæða hugsun sína og þora að praktisera þær hugsjónir í hversdeginum sem stuðla að virku, heilbrigðu lýðræði. Þora að hugsa!

Lærdómsráð níu er jú á þá leið: „Forðastu frasana sem allir aðrir nota. Finndu þínar eigin leiðir til að tala, jafnvel bara til þess að tjá hluti sem þér finnst allir aðrir líka segja. Reyndu að sneiða hjá internetinu. Lestu bækur.“

Eins er lærdómsráð ellefu gagnlegt í þessu samhengi: „Grafist fyrir um hlutina sjálf. Verjið meiri tíma í langar greinar. Styðjið rannsóknarblaðamennsku með áskrift að prentmiðlum (innskot undirritaðrar: ... og vefritum eins og Kjarnanum). Gerið ykkur grein fyrir því að sumt á internetinu er sett þangað til að skaða ykkur. Leitið uppi síður sem rannsaka áróðursherferðir (sem koma sumar frá öðrum löndum). Takið ábyrgð á því sem þið deilið með öðrum.“ Snyder er uggandi yfir ástandinu í Bandaríkjunum og ýmsum teiknum um að lengi geti vont versnað. Tvennt sem hann nefnir, að við þurfum að standa vörð um, eru stofnanir og fjölmiðlar.

Í lærdómsráði númer tvö segir hann meðal annars: „Stofnanir vernda sig ekki sjálfar. Þær falla hver af annarri nema hver og ein sé frá upphafi varin. Veldu því stofnun sem þér er annt um – dómstól, dagblað, lagastofnun, verkalýðsfélag – og stattu með henni.“

Eru ekki allir sexí?

Bókin er skrifuð með Bandaríkjamenn í huga á Trump-tímum, þessum tímum þegar forseti Bandaríkjanna talar niður fjölmiðla og leikur sér með ríkisstofnanir. Og áhrif slíkra teygja angana víða, jafnvel hingað til Íslands.

Hættan er sú að þegar einn valdamesti maður heims er fáránlegur að maður venjist fáránleikanum. Allt verði bara hinn óbærilegi fáránleiki tilverunnar. Börn í búrum eins og illa hirt dýr við landamæri Mexíkó, hæðst að loftlagsbreytingum, fjölmiðlar talaðir niður, ríkisstofnunum lokað. Góðan daginn, þetta er hversdagurinn, eru ekki allir sexí?

Og þegar hversdagurinn er svona í mekku Vesturlanda, hver er þá stemmarinn í öðrum löndum – eins og bara hér?

Í þessum tíðaranda erum við óþarflega upptekin af því, bæði í stjórnmálunum og almennt, hvort fólk búi yfir nógu mikilli leikni til að vera sexí í heimi samfélagsmiðla. Hinn pólitíski kynusli þarf að ná í gegn með öllum tiltækum ráðum í þessu miklu upplýsingaflæði. Í þannig umhverfi er ekki mikil von til að við náum í gegn miklum umbreytingum. Hér heima veltum við okkur upp úr einstökum málum sem eru pólaríseruð í stað þess að hugað sé að innri fúnksjón kerfisins og hugmyndafræðilegri útfærslu. Svo virðist sem þessi tíðarandi sé farinn að koma niður á skynjun stjórnmálamanna á hlutverki sínu. Hún flöktir og sama má kannski segja um kjósendurna sjálfa. Þeir læka bara vinstri/hægri og fara svo í fýlu eða hylla einhvern upp til himna – sem var nógu lúnkinn í að skapa sér sexí samfélagsmynd.

Og svo byrjar allt upp á nýtt, gullfiskaminni eins og í Groundhog Day. Upphafningin verður grótesk og líka niðurlægingin. Allir bara hauslausar hænur og fíllinn í herberginu dillar sér í takt.

Einstaklingsdýrkun – og fordæming

Ef maður reynir að fanga stemmarann á Íslandi segja nýlegar fréttir sitt; Klausturmál, hin meinta sjálfsagða heimsókn Piu Kjærsgaard til að fagna íslensku fullveldi, varnarræða Sigmundar Davíðs sem er, þótt fáránlegt megi virðast, ennþá inni á þingi, hið kafkaíska Braggamál og lífleg stéttaátök – en auðvitað, á sinn öfugsnúna hátt þarf stéttarbaráttan á einstaklingsdýrkun að halda til að fá athygli og berjast fyrir jaðarsettum hópum í öllu upplýsingaflæðinu.

Tja, erum við almennt nógu meðvituð um pólitískt landslag og hvernig póliktík virkar og á að virka?

Við erum að kljást við óheppilega einstaklingsdýrkun, en einstaklingsdýrkun er öfgakennd útgáfa af einstaklingshyggju, og það að miða hlutina út frá einstaklingum fremur en hugmyndalegri ígrundun. Fólk hættir að velta fyrir sér kerfislægum og hugmyndafræðilegum vanda og segir bara: Sigmundur Davíð er hálfvitinn, Lilja er Metoo-fjallkonan (og gefst raunar færi á að nýta það pólitískt), Dagur núna skúrkurinn, Steingrímur J. er ... tja – hvað er hann? Þannig er löngu gleymt fyrir hvað þetta fólk stendur fyrir.

Hætta er á að við missum sjónar á hvernig fólk sem einstaklingar skapar sér stöðu og nýtir sér hana. Við erum svo upptekin að tala um Trump sem persónu í stað þess að horfa á hvernig bandarískt samfélag hefur breyst og hugsa um hvernig við, þetta fámenna samfélag hér, getum unnið gegn ákveðnum pólitískum straumum. Persónudýrkun fylgir jú popúlismi.

Hvernig getum við komist framhjá þessu? Í þessu stjórnlausa flæði nútímans þar sem ímyndir eru settar ofar upplýsingum á sama tíma og við erum að drukkna í upplýsingaflæði og gefst hvorki ráðrúm né færni til að greina hismið frá kjarnanum. Svo við grípum dauðahaldi í einfaldanir, stöðugt einhvern veginn okkar síðustu hughrif. Síðasta málið sem kom upp – sem enginn náði almennilega að skilja til hlítar áður en næsta mál pompaði upp og allir búnir að persónugera sig út frá skoðunum sínum á því. Spegla sig í ímynd þeirra sem valdið hafa, þeirra sem tókst best að vera sexí í markaðssetningunni á sjálfum sér.

Þetta eru ábyrgðarlausar fljótandi hugleiðingar í blábyrjun árs, meira til gaman en alvöru – og þó. Kannski ekki. Reynum að sofa sem lengst hjá í spræku lýðræðissamfélagi og pæla í orðum á borð við þessi í tíunda lærdómsráðinu sem er Trúið á sannleikann – og hljóðar svo: „Þegar maður varpar staðreyndum fyrir róða varpar maður frelsinu fyrir róða. Ef ekkert er satt getur enginn gagnrýnt vald, því að þá er enginn grundvöllur fyrir því að gera það. Ef ekkert er satt er allt tómt sjónarspil. Stærsta veskið borgar fyrir skærustu ljósin.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiÁlit