Græn skuldabréf fyrir innviðafjárfestingar í sókn

Græn skuldabréfaútgáfa er í sókn á alþjóðamörkuðum.

Kristján Guy Burgess
rafmagnslínur í hvalfirði
Auglýsing

Í sumar komu fram vís­bend­ingar um að mark­aður fyrir græn skulda­bréf sé að þró­ast í áhuga­verðar átt­ir. Grein­endur evr­ópskra sam­taka á fjár­mála­mark­aði, AFME, komust að því að fjár­festar væru reiðu­búnir að borga hærra verð fyrir skulda­bréf sem eru gefin út til að fjár­magna umhverf­is­væn verk­efni, heldur en fyrir sam­bæri­leg, hefð­bundin skulda­bréf.

Þetta birt­ist í skulda­bréfa­út­boði franska rík­is­ins sem stóð á fyrri hluta árs­ins en í gegnum það sótti franska ríkið sér næstum 10 millj­arða evra til umhverfistengdra verk­efna.

Þetta eru áhuga­verðar fréttir fyrir útgef­endur skulda­bréfa, rík­is­sjóði, sveit­ar­fé­lög og stór fyr­ir­tæki sem leit­ast eftir því að fá hag­stæða fjár­mögnun á verk­efni sem stuðla að auk­inni sjálf­bærni og auknum lífs­gæðum um leið og þau leggja sitt af mörkum til að fram­fylgja mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins um aðgerðir í lofts­lags­mál­um.

Auglýsing

Hingað til hafa útgef­endur skulda­bréfa ekki getað búist við því að fá hag­stæð­ari fjár­mögnun á græn skulda­bréf en önn­ur, en vís­bend­ingar úr franska skulda­bréfa­út­boð­inu benda til þess að það sé að breytast, hægt en örugg­lega.

Á sama tíma hefur mark­aður fyrir græn skulda­bréf rokið upp og var á fyrsta fjórð­ungi árs­ins 10 pró­sentum stærri en á sama tíma í fyrra. Heild­ar­virði útgef­inna grænna skulda­bréfa á fyrri helm­ingi árs­ins nam 77 millj­örðum doll­ara sam­kvæmt sam­an­tekt Moody‘s og vænt­ingar þeirra sem fylgj­ast með mark­aðnum standa til þess að mark­að­ur­inn með græn skulda­bréf stækki veru­lega á milli ára.

En hvað eru græn skulda­bréf?

Græn skulda­bréf eru full­kom­lega sam­bæri­leg við önnur skulda­bréf sem gefin eru út nema að því leyti að útgef­and­inn lýsir því í útboð­inu hvernig hann hyggst verja fénu sem er sótt til umhverfistengdra verk­efna, hvort sem er í end­ur­nýj­an­legri orku, í verk­efni sem draga úr útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, eða til strand­hreins­un­ar, land­hreins­unar eða stækk­unar vatns­vernd­ar­svæða. Þar er farið eftir alþjóð­lega sam­þykktum við­miðum og mæli­kvörð­um.

Í grænni skulda­bréfa­út­gáfu er nauð­syn­legt að skulda­bréfið sé vottað af sér­hæfðum vott­un­ar­að­ila sem vottar að skulda­bréfið stand­ist kröfur um að vera grænt.

Lands­virkjun frum­kvöð­ull

Á Íslandi hefur Lands­virkjun gengið fremst á þessu sviði og er eini íslenski aðil­inn sem hefur gefið út grænt skulda­bréf. Það gerði fyr­ir­tækið fyrr á árinu þegar það sótti sér 200 millj­ónir doll­ara á banda­rískan skulda­bréfa­mark­að. Frumraunin heppn­að­ist vel og skráðu fjár­festar sig fyrir sjöföldu því and­virði sem upp­haf­lega var boðið út, sem varð til þess að Lands­virkjun sótti sér tvö­falda þá upp­hæð sem upp­haf­lega var stefnt að.

Útboðið byggði á ramma sem Lands­virkjun hafði útbúið vegna útgáfu grænna skulda­bréfa en sá rammi byggði síðan á við­miðum International Capi­tal Market Associ­ation (ICMA) og fjórum stoðum um ráð­stöfun fjár­muna; ferli um mat og val á verk­efn­um; um stýr­ing­u fjár­muna og um upp­lýs­inga­gjöf. Alþjóð­lega ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið Susta­ina­lyt­ics gerði úttekt á ramma Lands­virkj­un­ar.

Lands­virkjun var einnig frum­herji á banda­ríska skulda­bréfa­mark­aðnum sem hafði ekki áður fengið sam­bæri­lega útgáfu. Þá gerði úttekt­ar­að­il­inn und­an­þágur frá stærð­ar­mörkum þeirra verk­efna sem til stóð að fjár­magna vegna þess hversu grænar íslenskar vatns­afls­virkj­anir eru tald­ar. Ætla má að Lands­virkjun hafi brotið blað þar sem aðrir útgef­endur skulda­bréfa á Íslandi ættu að geta litið til for­dæmis fyr­ir­tæk­is­ins og lært af skulda­bréfa­út­gáf­unni hvernig unnt sé að fjár­magna stór verk­efni.

Nýtt svið fjár­mögn­unar

Það er þó nauð­syn­legt að þekkja til hlítar allar hliðar grænnar skulda­bréfa­út­gáfu áður en lagt er af stað. Margar fjár­mála­stofn­anir eru að afla sér reynslu af slíkri útgáfu og sam­vinnan á eftir að styrkj­ast milli útgef­anda skulda­bréfs­ins, ráð­gjaf­anna á fjár­mála­mark­aði og hinna sér­hæfðu vott­un­ar­fyr­ir­tækja. Þá eru komnar fram kröfur um að vott­un­ar­að­il­arnir þurfi að upp­fylla til­tekin skil­yrði og að lag­ara­mm­inn kringum starf­semi þeirra verði styrktur til að koma í veg fyrir græn­þvott.

Sænska ríkið ákvað í fyrra að leggj­ast í mikla úttekt á kostum þess og göllum fyrir rík­is­sjóð að fjár­magna verk­efni í auknum mæli með grænum skulda­bréf­um. Í ítar­legri skýrslu sem kom út fyrr á árinu er mælt með því að sænska ríkið feti sig áfram á þess­ari braut enda sé um áhuga­verða leið að ræða fyrir ríki sem vilji standa sig vel í því að takast á við lofts­lags­mál­in.

Frakkar hafa verið frum­kvöðlar í grænni skulda­bréfa­út­gáfu en nýverið hafa Belgar og Pól­verjar bæst í hóp­inn. Mark­að­ur­inn fyrir græn skulda­bréf er á fleygi­ferð en með útgáfu grænna skulda­bréfa ná ríki og borgir að slá margar flugur í einu höggi. Verði fjár­mögn­unin einnig hag­stæð­ari eins og töl­urnar frá Frakk­landi gefa til kynna, verður enn meiri hvati til þess að leita þess­ara nýju leiða til að fjár­magna inn­viða­fjár­fest­ingar til lengri tíma þar sem í senn er fram­fylgt metn­að­ar­fullri stefnu í umhverf­is- og lofts­lags­mál­um, og rekin skyn­sam­leg stýr­ing á fjár­munum rík­is­ins. Með þeim hætti ættu allir að geta hagn­ast.

Áhrif fyrir Ísland

Hér á landi má sjá fyrir sér fjölda­mörg verk­efni sem hægt væri að fjár­magna innan lands og utan með útgáfu grænna skulda­bréfa. Stór almenn­ings­sam­göngu­verk­efni eins og Borg­ar­lína ættu að koma þar sterk­lega til greina en hvers kyns verk­efni tengd end­ur­nýj­an­legri orku, orku­sparn­aði, minni útblæstri og bættri úrgangs­vinnslu ættu einnig að vera í takt við skil­yrði um græna starf­semi. Nauð­syn­legt er að hefja umræð­una hér á landi og fyrir stjórn­völd, sveit­ar­fé­lög og stór fyr­ir­tæki að þekkja til hlítar hvernig græn skulda­bréfa­út­gáfa virkar í raun.

Þessar upp­lýs­ingar færa heim sann­inn um að hver sú áætlun í lofts­lags­málum sem ætlar að ná árangri, verður að fela í sér tæki fyrir fjár­festa og fjár­mála­markað til þess að upp­fylla alþjóð­legar skuld­bind­ingar í umhverf­is- og lofts­lags­mál­um. Þar getur Ísland ekki orðið eft­ir­bátur ann­arra ríkja.

Tvö vega­mikil atrið­i: 

1. Skulda­bréfa­eig­endur þrýsti á fyr­ir­tæki um ábyrga breytni



Auknar kröfur um ábyrgar fjár­fest­ingar og að þær upp­fylli skil­yrði um jákvæð umhverf­is­á­hrif, sam­fé­lags­á­byrgð og góða stjórn­ar­hætti hafa leitt til þess nýsköp­unar á fjár­mála­mark­aði.

Eitt af þvi sem oft er rætt á ráð­stefnum um ábyrgar fjár­fest­ingar er að fjár­festar þurfi ekki ein­ungis að ein­blína á hluta­bréfa­eign þegar þeir fjár­festa ábyrgt. Líki þeim ekki frammi­staða fyr­ir­tækja, geti fag­fjár­festar hætt að fjár­magna fyr­ir­tækin með því að end­ur­nýja ekki skulda­bréfa­samn­inga þegar þeir renni út. Með þeim hætti geti fag­fjár­festar haft áhrif á starf­semi fyr­ir­tækj­anna umfram það sem þeir geta á hlut­hafa­fund­um.



2. Nýsköpun í skulda­bréfa­geir­anum



Eftir því sem mark­aði fyrir græn skulda­bréf vex ásmeg­in, hefur fram­boð af ann­ars konar skulda­bréfa­út­gáfu sem nýt­ist til sam­fé­lags­legra verk­efna auk­ist.

Und­an­farið hefur mark­aður fyrir skulda­bréf um sam­fé­lags­legar fjár­fest­ingar (Social Bonds) þar sem fjár­magnið af skulda­bréfa­út­gáf­unni er nýtt til sam­fé­lags­legra verk­efna, og um Sjálf­bæra þróun (Susta­ina­ble Develop­ment Bonds) stækkað veru­lega, en þar er miðað við að ávinn­ing­ur­inn af skulda­bréfa­út­gáf­unni fari til þess að upp­fylla ein­hver til­teknin af Heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna til 2030.



Þá hefur Evr­ópski fjár­fest­inga­bank­inn EIB nýlega gefið út skulda­bréf til fag­fjár­festa til að fjár­magna verk­efni um sjálf­bæran vatns­bú­skap. Bank­inn gaf út bréf fyrir 500 milljón evrur í sjö og hálft ár með 0,445% ávöxt­un­ar­kröfu. Fjár­festar skráðu sig fyrir meira en tvö­faldri upp­hæð­inni. Fjár­magnið verður notað til að fjár­magna verk­efni til að auka fram­boð á hreinu vatni, í frá­veitur og til flóða­varna.  



Bank­inn hefur sagt að hann ætli að beita sam­bæri­legri skulda­bréfa­út­gáfu til að fjár­magna verk­efni í heil­brigð­is- og mennta­mál­um. EIB var fyrstur alþjóð­legra banka til að gefa út grænt skulda­bréf fyrir ára­tug og býr að þeirri reynslu við að gefa út sjálf­bærniskulda­bréf á þessu ári. Sam­tals hefur bank­inn aflað 23 millj­örðum evra í grænni skulda­bréfa­út­gáfu.



Werner Hoyer for­stjóri EIB segir að mark­mið bank­ans sé að finna leiðir til að virkja eitt­hvað af þeim 6 trilljónum doll­ara sem þarf til þess að upp­fylla Heims­mark­miðin á næstu 15 árum.



Greinin birt­ist fyrst í Vís­bend­ingu í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Hægt er að ger­ast áskrif­andi hér. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit