Endurnýjun verkalýðsbaráttunnar

Drífa Snædal, forseti ASÍ, fjallar um hvernig verkalýðshreyfingin hafi gengið í endurnýjun lífdaga á árinu en hún telur einmitt að leiðin til aukinnar hagsældar og aukins jöfnuðar sé í gegnum sterka verkalýðshreyfingu.

Auglýsing

Verkalýðsbaráttan gekk í endurnýjun lífdaga á árinu. Drifkrafturinn í því var að þrátt fyrir allt velmegunartal, lífstílsþætti, konsept búðir og hagvöxt er stór hluti samfélagsins sem nýtur ekki kjarabóta og hefur í raun tekið á sig kjaraskerðingu vegna hækkandi húsnæðiskostnaðar síðust ár. Þessi hópur hefur ekki verið frekur til fjörsins en nú er þess krafist að vinnandi fólk fái notið góðærisins líka en fái ekki alltaf bara skellinn þegar harðnar í ári.

Mörg stéttarfélög hafa lyft grettistaki með því að segja sögur fólks sem vinnur láglaunastörf og nefni ég þar sérstaklega átakið „Fólkið í Eflingu“. Það getur enginn haldið því fram núna að það sé einungis skólafólk á framfæri foreldra sem vinnur þau störf sem eru svo mikilvæg í okkar samfélagi en eru svo illa metin í launaumslaginu. Við viljum oft halda því fram að ekki sé stéttskipting hér á landi en hún er svo sannarlega til staðar þó margir geti siglt í gegnum lífið án þess að verða hennar vart.

Það varð ýmislegt til þess að hella olíu á eld og vekja sterkar kröfur um samfélagsbreytingar. Áður hef ég nefnt húsnæðismálin en því til viðbótar skal haldið til haga stórkostlegum skattatilfærslum síðustu áratuga til hagsbóta fyrir hina ríku á kostnað láglaunafólks. Hækkanir kjararáðs hafa svo komið þar til viðbótar. Að auki má nefna hóp sem hefur risið upp á árinu, en það er fólk af erlendum uppruna sem kemur hingað til lands í leit að betri lífsgæðum eða bara ævintýrum. Fólk sem leggur hönd á plóg í okkar samfélagi en fær oft og tíðum að launum lítilsvirðingu í kjörum og aðbúnaði. Þessi hópur hefur látið vel í sér heyra í fjölmiðlum og á skrifstofum stéttarfélaganna og nú erum við svo heppin í verkalýðshreyfingunni að sífellt fleira fólk af erlendum uppruna tekur þátt í félagsstarfinu. Þetta var áberandi á þingi ASÍ en þar var ungt fólk einnig tilbúið til verka.

Auglýsing

Með tilkomu nýrra hópa í baráttunni auk nýrra leiðtoga er sannanlega hægt að segja að verkalýðshreyfingin hafi gengið í endurnýjun lífdaga á árinu. Kröfurnar eru róttækari og röddin sterkari. Því miður virðist sem stjórnvöld og atvinnurekendur hafi ekki numið tíðni þessara radda og það verður þrautin þyngri að láta þær heyrast þannig að ekki verði aftur snúið.

En við erum ekki ein í heiminum og á þingi ITUC (International Trade Union Confederation) voru sömu áhyggjur viðraðar og sömu kröfur uppi. Það er að myndast sífellt meiri þrýstingur á að vinda ofanaf nýfrjálshyggjunni, breyta skattkerfum þannig að þau þjóni því hlutverki að jafna kjörin, stytta vinnuvikuna, hætta einkavæðingu og byggja raunveruleg velferðarkerfi og tryggja réttindi þeirra sem ferðast á milli landa til að vinna, hvort sem það eru innflytjendur, hælisleitendur eða flóttafólk.

Verkefnin eru risavaxin en leiðin til aukinnar hagsældar og aukins jöfnuðar er í gegnum sterka verkalýðshreyfingu, hvort sem við erum stödd á Íslandi eða á Indlandi.

Höfundur er forseti ASÍ.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiÁlit