Hin stóra áskorun

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVP, segir að breytingar í rekstrarumhverfi í verslun og þjónustu muni kalla á breytta hugsun og breytt vinnubrögð innan menntakerfisins svo búa megi starfsfólk framtíðarinnar undir nýjan veruleika.

Auglýsing

Fyrirtæki í verslun og þjónustu standa nú frammi fyrir meiri og stærri breytingum í öllu rekstrarumhverfi sínu, en nokkru sinni fyrr. Breytt neysluhegðun aldamótakynslóðarinnar (e. X and Y generation) og breytt krafa hennar til þjónustu hvers konar mun hafa og hefur raunar þegar haft í för með sér miklar breytingar í verslun og þjónustu. Breytingar þessar gerast svo hratt að menn mega hafa sig allan við að fylgjast með og óhætt er að fullyrða að breytingarnar munu gerast á enn meiri hraða á allra næstu árum. Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til annars.

En hvaða breytingar eru handan við hornið? Það eru fjölmörg stór viðfangsefni sem fólk í þessum atvinnugreinum stendur nú frammi fyrir. Meðal annars má nefna:

  • Gervigreind (e. artificical intellegence) er notuð í sífellt meira mæli til að koma til móts við þarfir viðskiptavina. Hversu hratt og vel geta íslensk fyrirtæki nýtt sér þessa tækni með hagkvæmum hætti?
  • Neytendur nota í auknum mæli raddleit og raddstjórnunartækni (e. voice-recognition). Nú þegar eru stjórnvöld að vinna að því að tryggja að Íslendingar geti notað móðurmálið með þessari nýju tækni. En hvernig geta íslensk fyrirtæki nýtt sér hana sem best og tryggt að þau séu samkeppnishæf við risa á borð við Amazon og Google?
  • „Blockchain“ tæknin mun halda áfram að þróast. Mun hún verða í auknum mæli nýtt til að rekja ferli vöru frá seljanda til kaupanda og hvernig munu íslensk fyrirtæki geta nýtt hana til þess?
  • Verða vélmenni meginhluti vinnuaflsins í vöruhúsum á allra næstu árum?
  • Verða alþjóðlegir risar á borð við Amazon og Alibaba alls ráðandi í viðskiptum á næstunni? Hlutdeild þeirra er þegar orðin ískyggilega mikil að margra mati.
  • Munu verslunarmiðstöðvar í þeirri mynd sem við nú þekkjum umbreytast eða jafnvel hverfa?

Auglýsing

Allt eru þetta mál sem þegar eru ofarlega í umræðunni innan verslunar- og þjónustugeirans í nágrannalöndum okkar. Fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu á Íslandi er lífsspursmál að vel með þróuninni og aðlaga sig að þessari nýju tækni og þessum stóru breytingum til að viðhalda samkeppnisstöðu sinni.

Allt þetta leiðir okkur svo að því stóra og aðkallandi máli; Hvernig er menntakerfið okkar í stakk búið að takast á við þann nýja veruleika sem við blasir? Þær breytingar sem hér hafa verið gerðar að umræðuefni munu kalla á breytta hugsun og breytt vinnubrögð innan menntakerfisins svo búa megi starfsfólk framtíðarinnar undir nýjan veruleika. Og menntakerfið verður að bregðast strax við, ekki eftir tvö ár eða tíu, því tækniþróunin í atvinnulífinu geysist áfram á ógnarhraða.

Rétt viðbrögð menntakerfisins við þeim breytingum sem við blasa, skipta sköpum um það hvernig íslenskum fyrirtækjum í verslun og þjónustu mun reiða af í þeim breytta veruleika sem við blasir. Þarna verða allir að stefna í sömu átt, stjórnvöld, samtök atvinnurekenda og samtök launþega. Þetta er hin stóra áskorun sem við blasir í upphafi árs 2019.

Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit